Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji í knattspyrnu, vonast til að geta brátt spilað með félagsliði sínu Real Sociedad, en hann missti af fyrstu leikjum nýs tímabils vegna þess að hann fór úr axlarlið.
„Öxlin er að koma til. Ég vinn hörðum höndum að því að koma mér í stand og geri mikið af æfingum. En þetta eru flókin meiðsli og ég þarf að passa mig,“ segir Alfreð í viðtali við spænska íþróttablaðið El Mundo Deportivo.
Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að geta ekki verið með í byrjun tímabilsins með sínu nýja liði.
„Auðvitað er það ekki skemmtilegt. Þetta er ekki alveg sú aðstaða sem maður vildi lenda í. Ég hef verið heppinn með meiðsli undanfarin tvö ár og aðeins misst af fjórum leikjum. En þetta er eitthvað sem gerist í boltanum,“ segir Alfreð Finnbogason.
Alfreð vonast til að geta spilað um helgina
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn