Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum Freyr Bjarnason skrifar 9. september 2014 07:00 Þyrluflugmaðurinn Gísli Gíslason frá Norðurflugi sveimar yfir eldgosinu í Holuhrauni. Mynd/Norðurflug Fyrirtækið Norðurflug ætlar að bjóða upp á þyrluferðir yfir Holuhraun frá Akureyri og hálendismiðstöðinni Hrauneyjum við Sprengisandsveg á næstunni. Frá því í síðustu viku hefur fyrirtækið flogið frá Reykjavík í tvær og hálfa til þrjár og hálfa klukkustund fyrir tæpar 240 þúsund krónur á mann. Fljótlega verða því fleiri valkostir í boði, ef eldgosið heldur áfram, en fjórar þyrlur eru til taks í ferðirnar. Þyrlurnar eru af þremur stærðum. Sú minnsta tekur þrjá til fjóra í sæti en sú stærsta átta. „Flugið verður mikið styttra og verðið viðráðanlegra,“ segir Sólveig Pétursdóttir, sölu- og markaðsstjóri Norðurflugs, aðspurð og býst við að verðið verði um 130 þúsund krónur bæði frá Hrauneyjum og Akureyri. Ferðalagið tekur um eina og hálfa til tvær og hálfa klukkustund. Þeir sem vilja keyra til Hrauneyja þurfa að aka í um 150 kílómetra frá Reykjavík en vegurinn malbikaður alla leið. Sólveig segir að síminn hafi ekki stoppað hjá fyrirtækinu vegna fyrirspurna um ferðir að eldgosinu. Mest séu þetta útlendingar sem komi í sérferðir til landsins til að fljúga yfir Holuhraun. Fyrirtækið Reykjavík Helicopters er með tvær þyrlur til umráða og komast fimm manns í hverja ferð. „Það er gríðarlega mikið spurt og pantað. Veðrið er ekki gott núna en við fljúgum eins og mögulegt er,“ segir Friðgeir Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri, og bætir við að heimsóknirnar á vefsíðu fyrirtækisins hafi aldrei verið fleiri. Hann segir að verið sé að skoða aðra möguleika í þyrlufluginu. „Við ætlum hugsanlega að gera út nær ef það er hægt, til að stytta leiðina og ná niður verðinu og kostnaðinum við þetta.“ Blaðamaður hafði einnig samband við fyrirtækið Helo, sem hefur eina þyrlu til umráða. Það hefur í örfá skipti flogið yfir gosið en hefur lítið getað sinnt því vegna anna við önnur verkefni. Bárðarbunga Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Fyrirtækið Norðurflug ætlar að bjóða upp á þyrluferðir yfir Holuhraun frá Akureyri og hálendismiðstöðinni Hrauneyjum við Sprengisandsveg á næstunni. Frá því í síðustu viku hefur fyrirtækið flogið frá Reykjavík í tvær og hálfa til þrjár og hálfa klukkustund fyrir tæpar 240 þúsund krónur á mann. Fljótlega verða því fleiri valkostir í boði, ef eldgosið heldur áfram, en fjórar þyrlur eru til taks í ferðirnar. Þyrlurnar eru af þremur stærðum. Sú minnsta tekur þrjá til fjóra í sæti en sú stærsta átta. „Flugið verður mikið styttra og verðið viðráðanlegra,“ segir Sólveig Pétursdóttir, sölu- og markaðsstjóri Norðurflugs, aðspurð og býst við að verðið verði um 130 þúsund krónur bæði frá Hrauneyjum og Akureyri. Ferðalagið tekur um eina og hálfa til tvær og hálfa klukkustund. Þeir sem vilja keyra til Hrauneyja þurfa að aka í um 150 kílómetra frá Reykjavík en vegurinn malbikaður alla leið. Sólveig segir að síminn hafi ekki stoppað hjá fyrirtækinu vegna fyrirspurna um ferðir að eldgosinu. Mest séu þetta útlendingar sem komi í sérferðir til landsins til að fljúga yfir Holuhraun. Fyrirtækið Reykjavík Helicopters er með tvær þyrlur til umráða og komast fimm manns í hverja ferð. „Það er gríðarlega mikið spurt og pantað. Veðrið er ekki gott núna en við fljúgum eins og mögulegt er,“ segir Friðgeir Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri, og bætir við að heimsóknirnar á vefsíðu fyrirtækisins hafi aldrei verið fleiri. Hann segir að verið sé að skoða aðra möguleika í þyrlufluginu. „Við ætlum hugsanlega að gera út nær ef það er hægt, til að stytta leiðina og ná niður verðinu og kostnaðinum við þetta.“ Blaðamaður hafði einnig samband við fyrirtækið Helo, sem hefur eina þyrlu til umráða. Það hefur í örfá skipti flogið yfir gosið en hefur lítið getað sinnt því vegna anna við önnur verkefni.
Bárðarbunga Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira