Landspítali þarf meira fé Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2014 07:15 Páll Matthíasson segir að jákvæða þætti sé að finna í fjárlagafrumvarpinu en spítalinn þurfi meira fé. fréttablaðið/vilhelm Í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að rekstrargjöld Landspítala – háskólasjúkrahúss verði 44,98 milljarðar króna og hækki um 1,95 milljarða króna að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum frá gildandi fjárlögum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að enn þá sé Landspítalinn að fá um 10% minna fé úr ríkissjóði en hann gerði árið 2008 miðað við fast verðlag. „Staðreyndin er sú að við þurfum meira, bæði í rekstrargrunn og ekki síður í viðhald húsnæðis sem hefur verið ábótavant,“ segir Páll Matthíasson. Hann segir þó jákvæða þætti vera í fjárlagafrumvarpinu. „Það er vissulega gott að sjá að ríkisstjórnin stendur við tækjakaupaáætlun sína, sem lagt var upp með, á næsta ári. En það er ljóst að miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna þá skortir enn upp á rekstrargrundvöll,“ segir Páll. Þarna séu ýmsar ástæður að baki. „Auk meira álags þá skortir meðal annars verulega upp á að við fáum kjarasamningsbundnar hækkanir á launum að fullu bættar,“ segir hann. Þessar kjarabætur séu því teknar af rekstrarfé Landspítalans. Einnig sé fjárveiting til viðhalds húsnæðis ekki í neinu samræmi við þörfina. „Í heildina skortir okkur um fjögur prósent í viðbót til að rekstrargrunnur sé í samræmi við verkefnin og til að hægt sé að sinna bráðaviðhaldi húsnæðis. Á síðasta ári mætti Landspítali miklum skilningi Alþingis og við treystum því að svo verði einnig að þessu sinni og Alþingi veiti Landspítala fjárveitingar sem duga til að sinna lögbundnum verkefnum og standast fjárlög.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að rekstrargjöld Landspítala – háskólasjúkrahúss verði 44,98 milljarðar króna og hækki um 1,95 milljarða króna að meðtöldum launa- og verðlagsbreytingum frá gildandi fjárlögum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að enn þá sé Landspítalinn að fá um 10% minna fé úr ríkissjóði en hann gerði árið 2008 miðað við fast verðlag. „Staðreyndin er sú að við þurfum meira, bæði í rekstrargrunn og ekki síður í viðhald húsnæðis sem hefur verið ábótavant,“ segir Páll Matthíasson. Hann segir þó jákvæða þætti vera í fjárlagafrumvarpinu. „Það er vissulega gott að sjá að ríkisstjórnin stendur við tækjakaupaáætlun sína, sem lagt var upp með, á næsta ári. En það er ljóst að miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna þá skortir enn upp á rekstrargrundvöll,“ segir Páll. Þarna séu ýmsar ástæður að baki. „Auk meira álags þá skortir meðal annars verulega upp á að við fáum kjarasamningsbundnar hækkanir á launum að fullu bættar,“ segir hann. Þessar kjarabætur séu því teknar af rekstrarfé Landspítalans. Einnig sé fjárveiting til viðhalds húsnæðis ekki í neinu samræmi við þörfina. „Í heildina skortir okkur um fjögur prósent í viðbót til að rekstrargrunnur sé í samræmi við verkefnin og til að hægt sé að sinna bráðaviðhaldi húsnæðis. Á síðasta ári mætti Landspítali miklum skilningi Alþingis og við treystum því að svo verði einnig að þessu sinni og Alþingi veiti Landspítala fjárveitingar sem duga til að sinna lögbundnum verkefnum og standast fjárlög.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira