Vegagerðin fær 850 milljóna aukaframlag í stað þriggja milljarða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. september 2014 06:00 Nýframkvæmdir bíða Vegamálastjóri vill heldur að viðbótarframlag í fjárlögum fari í viðhald vega frekar en nýframkvæmdir. Fréttablaðið/Daníel Ljóst er að lítið verður um nýjar framkvæmdir Vegagerðarinnar á komandi ári en í stað þriggja milljarða króna viðbótarframlags sem kveðið var á um í samgönguáætlun sem rædd var á Alþingi í vor er í fjárlögum ársins 2015 gert ráð fyrir hækkun sem hljóðar upp á 850 milljónir króna. Heildarfjárveiting til Vegagerðarinnar er20 milljarðar og 419 milljónir króna sem jafngildir 315 milljóna króna hækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. „Þetta er náttúrulega mun lægri upphæð en við vonuðumst til eftir að samgönguáætlun var lögð fram,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri eftir að fjárlagafrumvarpið var gert opinbert í gær. „Þarna eru að skila sér 850 milljónir sem eiga að fara í nýframkvæmdir. Það þýðir að það er engin viðbót í viðhald sem við teljum mjög mikilvægt að sinna.“Viðhaldsleysi farið að koma niður á endingu vega Af þeim þremur milljörðum sem ráðgert var í samgönguáætlun að leggja til Vegagerðarinnar átti einn þriðji að renna í viðhald og viðgerðir vega. Hreinn segir vonbrigði að ekki sé reiknað með neinni aukningu í þá liði. Í frumvarpinu er það þó tekið fram að í meðförum þess á þingi sé mögulegt að færa einhvern hluta framlagsins úr nýframkvæmdum í viðhald. „Það myndi þá þýða að það er lítið af stærri verkefnum sem myndi vera hægt að leggja af stað með á næsta ári.“ Hreinn segist tvímælalaust vilja taka hluta framlagsins sem ætlaður er í nýframkvæmdir og færa yfir í viðhald vega. Talar hann um allt að 500 milljónir í þessu samhengi. „Það er sérstaklega þetta viðhaldsleysi sem er farið að koma niður á endingu veganna sem við lítum alvarlegum augum. Það getur að auki komið niður á öryggi vegfarenda.“ Hann segist fá margar kvartanir um skemmdir á bílum vegna þess að vegir eru ekki nógu góðir. Hreinn sýnir þó lægra framlagi ákveðinn skilning. „Þetta eru alltaf miklar sveiflur í þeim verkefnum sem við sinnum, sérstaklega hvað varðar nýjar framkvæmdir. Við fylgjumst náttúrulega með ástandi þjóðarbúsins eins og aðrir og tilraunum til hallalausra fjárlaga. Það er oft einfaldara að fresta verklegum framkvæmdum heldur en rekstri á heilsugæslu eða menntastofnunum og öðru slíku.“ Hreinn segist þó vongóður um að hægt verði að bæta framlögin til Vegagerðarinnar í meðförum þingsins. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira
Ljóst er að lítið verður um nýjar framkvæmdir Vegagerðarinnar á komandi ári en í stað þriggja milljarða króna viðbótarframlags sem kveðið var á um í samgönguáætlun sem rædd var á Alþingi í vor er í fjárlögum ársins 2015 gert ráð fyrir hækkun sem hljóðar upp á 850 milljónir króna. Heildarfjárveiting til Vegagerðarinnar er20 milljarðar og 419 milljónir króna sem jafngildir 315 milljóna króna hækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. „Þetta er náttúrulega mun lægri upphæð en við vonuðumst til eftir að samgönguáætlun var lögð fram,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri eftir að fjárlagafrumvarpið var gert opinbert í gær. „Þarna eru að skila sér 850 milljónir sem eiga að fara í nýframkvæmdir. Það þýðir að það er engin viðbót í viðhald sem við teljum mjög mikilvægt að sinna.“Viðhaldsleysi farið að koma niður á endingu vega Af þeim þremur milljörðum sem ráðgert var í samgönguáætlun að leggja til Vegagerðarinnar átti einn þriðji að renna í viðhald og viðgerðir vega. Hreinn segir vonbrigði að ekki sé reiknað með neinni aukningu í þá liði. Í frumvarpinu er það þó tekið fram að í meðförum þess á þingi sé mögulegt að færa einhvern hluta framlagsins úr nýframkvæmdum í viðhald. „Það myndi þá þýða að það er lítið af stærri verkefnum sem myndi vera hægt að leggja af stað með á næsta ári.“ Hreinn segist tvímælalaust vilja taka hluta framlagsins sem ætlaður er í nýframkvæmdir og færa yfir í viðhald vega. Talar hann um allt að 500 milljónir í þessu samhengi. „Það er sérstaklega þetta viðhaldsleysi sem er farið að koma niður á endingu veganna sem við lítum alvarlegum augum. Það getur að auki komið niður á öryggi vegfarenda.“ Hann segist fá margar kvartanir um skemmdir á bílum vegna þess að vegir eru ekki nógu góðir. Hreinn sýnir þó lægra framlagi ákveðinn skilning. „Þetta eru alltaf miklar sveiflur í þeim verkefnum sem við sinnum, sérstaklega hvað varðar nýjar framkvæmdir. Við fylgjumst náttúrulega með ástandi þjóðarbúsins eins og aðrir og tilraunum til hallalausra fjárlaga. Það er oft einfaldara að fresta verklegum framkvæmdum heldur en rekstri á heilsugæslu eða menntastofnunum og öðru slíku.“ Hreinn segist þó vongóður um að hægt verði að bæta framlögin til Vegagerðarinnar í meðförum þingsins.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira