Staðfest var á dögunum að ákveðið hefði verið að senda ekki karlalið á heimsmeistaramót áhugamanna í golfi í ár en mótið fór fram í Japan. Sendi GSÍ kvennalið til keppni og hafnaði það í 29.-31. sæti.
Skapaðist umræða um það hvort Golfsamband Íslands væri illa statt fjárhagslega í ljósi pistils Margeirs Vilhjálmssonar sem birtist á heimasíðu Kylfings í gær en Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, staðfesti við Fréttablaðið að enginn fótur væri fyrir slíkum sögum.
„GSÍ styrkir ár hvert landslið og kylfinga til þess að taka þátt í mótum erlendis og er valið í samráði við í upphafi hvers árs. Unnið er innan ákveðinna fjárheimilda sem ákveðin eru í upphafi hvers árs og er ákvörðunin unnin samráði við Úlfar Jónsson, þjálfara íslenska landsliðsins í golfi,“ sagði Haukur Örn.
„Ákveðið var að þessu sinni að senda tvö karlalandslið á EM en eitt kvennalið sem leiddi til þess að kvennaliðið tók þátt í heimsmeistaramótinu. Það á ekki við rök að styðjast að ákvörðunin hafi verið tekin þegar sambandið á að hafa komist að því að ekki væru til peningar til að senda út annað lið.“
Ákvörðunin var tekin í upphafi ársins

Tengdar fréttir

Kylfingur segir Golfsambandið gjaldþrota
Margeir Vilhjálmsson birtir í dag harðorðan pistil þar sem hann fjallar um ástandið hjá Golfsambandi Íslands í sumar en í gær bárust þess fregnir að Ísland myndi ekki senda karlalið á heimsmeistaramót áhugamanna í ár.