Sýn stjórnvalda í menntamálum, aftur til fortíðar Guðríður Arnardóttir og Ólafur Sigurjónsson skrifar 17. september 2014 07:00 Mikil umræða fer nú fram um fjarlagafrumvarp ársins 2015. Viljum við undirrituð vekja athygli á grundvallarstefnubreytingu í aðgengi allra að framhaldsskólum landsins. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu til Alþingis í febrúar á þessu ári sem dró upp vægast sagt dökka mynd af stöðu framhaldsskólanna í landinu. Þar kemur fram að framlög til framhaldsskólanna hafa dregist saman um 2 milljarða á milli áranna 2008 og 2012. Nú þegar hefur verið gripið til flestra tiltækra hagræðingaraðgerða, svo sem að segja upp starfsfólki, fækka námsbrautum, fjölga nemendum í námshópum og draga úr stuðningi við þá. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að bæði fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis og framhaldsskólanna eru einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. Það eru því uggvænleg tíðindi sem felast í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þar er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu framhaldsskólanna, gert er ráð fyrir frekari skerðingu m.a. á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7% strax á næsta ári. Það mun auðvitað leggjast af tvöföldum þunga á haustönn næsta árs. Í texta frumvarpsins kemur ítrekað fram að fyrirhuguð stytting námstíma til stúdentsprófs muni skila hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna. Það hefur sem sagt verið tekin pólitísk ákvörðun um að spara í framhaldsskólanum, ekkert samráð hefur átt sér stað um slíka stefnumörkun enda er hún á engan hátt studd faglegum rökum. – Við höfum ítrekað óskað eftir því að vera kölluð til samráðs og okkar fagþekking virt þegar svo stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. En stærstu tíðindin í fjárlagafrumvarpinu er ákvörðun um að nú á að takmarka aðgengi 25 ára og eldri nemenda að námi á framhaldsskólastigi. Þar er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Og miðað við tæplega 5% fækkun nemenda í framhaldsskólunum er ljóst að fjölmörgum nemendum sem vilja sækja sér menntun er vísað frá. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er 25,2 ár. Á sama tíma og talað er um eflingu verk- og starfsnáms er hér mörkuð sú meginstefna að nemendur yfir 25 ára verði annars flokks þegnar og hafi ekki sama rétt til náms og áður. Hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs er með því lægsta á Íslandi af OECD-ríkjunum og hafa 20% einstaklinga undir 24 ára aldri á Íslandi ekki lokið framhaldsskólaprófi eða eru ekki skráðir í nám. Í Hvítbók um umbætur í menntun eru sett fram markmið um nám í framhaldsskóla um hækkað hlutfall þeirra sem ljúka námi á tilsettum tíma og lækkun brottfalls. Fjárlagafrumvarp 2015 varðar ekki rétta leið að þeim markmiðum – það er ljóst að Hvítbók er ekki pappírsins virði ef orðunum eiga ekki að fylgja efndir – og fjármagn. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Verst mun þetta koma niður á litlum framhaldsskólum á landsbyggðinni og verður vart séð að þeir lifi af. Þá erum við að stíga aftur til fortíðar þar sem íslensk ungmenni búa við mismunun og skert aðgengi að námi á grundvelli búsetu. Það er öllum ljóst að aðhalds er þörf í ríkisrekstri. En ef þetta er afleiðing skattalækkana verða menn að spyrja sig hvort það sé þess virði. Ein af grunnstoðum samfélagsins er góð og traust menntun og jafnt aðgengi allra að námi. Það er vissulega pólitískur viðsnúningur í íslenskri menntastefnu ef þetta frumvarp verður að lögum í óbreyttri mynd. Hvaða Alþingismenn vilja setja stafina sína við afturhvarf til fortíðar í menntamálum á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðríður Arnardóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða fer nú fram um fjarlagafrumvarp ársins 2015. Viljum við undirrituð vekja athygli á grundvallarstefnubreytingu í aðgengi allra að framhaldsskólum landsins. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu til Alþingis í febrúar á þessu ári sem dró upp vægast sagt dökka mynd af stöðu framhaldsskólanna í landinu. Þar kemur fram að framlög til framhaldsskólanna hafa dregist saman um 2 milljarða á milli áranna 2008 og 2012. Nú þegar hefur verið gripið til flestra tiltækra hagræðingaraðgerða, svo sem að segja upp starfsfólki, fækka námsbrautum, fjölga nemendum í námshópum og draga úr stuðningi við þá. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að bæði fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis og framhaldsskólanna eru einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. Það eru því uggvænleg tíðindi sem felast í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þar er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu framhaldsskólanna, gert er ráð fyrir frekari skerðingu m.a. á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7% strax á næsta ári. Það mun auðvitað leggjast af tvöföldum þunga á haustönn næsta árs. Í texta frumvarpsins kemur ítrekað fram að fyrirhuguð stytting námstíma til stúdentsprófs muni skila hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna. Það hefur sem sagt verið tekin pólitísk ákvörðun um að spara í framhaldsskólanum, ekkert samráð hefur átt sér stað um slíka stefnumörkun enda er hún á engan hátt studd faglegum rökum. – Við höfum ítrekað óskað eftir því að vera kölluð til samráðs og okkar fagþekking virt þegar svo stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. En stærstu tíðindin í fjárlagafrumvarpinu er ákvörðun um að nú á að takmarka aðgengi 25 ára og eldri nemenda að námi á framhaldsskólastigi. Þar er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Og miðað við tæplega 5% fækkun nemenda í framhaldsskólunum er ljóst að fjölmörgum nemendum sem vilja sækja sér menntun er vísað frá. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er 25,2 ár. Á sama tíma og talað er um eflingu verk- og starfsnáms er hér mörkuð sú meginstefna að nemendur yfir 25 ára verði annars flokks þegnar og hafi ekki sama rétt til náms og áður. Hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs er með því lægsta á Íslandi af OECD-ríkjunum og hafa 20% einstaklinga undir 24 ára aldri á Íslandi ekki lokið framhaldsskólaprófi eða eru ekki skráðir í nám. Í Hvítbók um umbætur í menntun eru sett fram markmið um nám í framhaldsskóla um hækkað hlutfall þeirra sem ljúka námi á tilsettum tíma og lækkun brottfalls. Fjárlagafrumvarp 2015 varðar ekki rétta leið að þeim markmiðum – það er ljóst að Hvítbók er ekki pappírsins virði ef orðunum eiga ekki að fylgja efndir – og fjármagn. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Verst mun þetta koma niður á litlum framhaldsskólum á landsbyggðinni og verður vart séð að þeir lifi af. Þá erum við að stíga aftur til fortíðar þar sem íslensk ungmenni búa við mismunun og skert aðgengi að námi á grundvelli búsetu. Það er öllum ljóst að aðhalds er þörf í ríkisrekstri. En ef þetta er afleiðing skattalækkana verða menn að spyrja sig hvort það sé þess virði. Ein af grunnstoðum samfélagsins er góð og traust menntun og jafnt aðgengi allra að námi. Það er vissulega pólitískur viðsnúningur í íslenskri menntastefnu ef þetta frumvarp verður að lögum í óbreyttri mynd. Hvaða Alþingismenn vilja setja stafina sína við afturhvarf til fortíðar í menntamálum á Íslandi?
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun