Eru Íslendingar kaldlynd og sjálfhverf þjóð? Jón Kalman Stefánsson skrifar 27. september 2014 07:00 Í marsmánuði árið 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga að auka framlag okkar til þróunaraðstoðar. Allur þingheimur, hver og einn einasti þingmaður þáverandi stjórnar og stjórnarandstöðu, samþykkti það einum rómi. Allir, utan Vigdís Hauksdóttir sem gagnrýndi áformin hart, kölluðu þau gæluverkefni stjórnarflokkanna, og að þróunaraðstoð væri ekki réttlætanleg „þegar Íslendingar sjálfir svelta“.Barátta gegn fátækt gæluverkefni? Sameinuðu þjóðirnar hafa sett það markmið að betur stæðar þjóðir verji hið minnsta 0,7 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar; leggi fram fjármuni og þekkingu til að bæta samfélag þróunarríkja, og vinna bug á fátækt. Þetta er því barátta gegn fátækt og fyrir betri heimi. Gæluverkefni, segir Vigdís. Í marsmánuði árið 2013 stóð hún ein við þennan hæpna málstað sinn, þessa baráttu sína við að draga verulega úr þróunaraðstoð Íslendinga. Ekki einu sinni flokkssystkin hennar tóku undir með henni – fyrr en þau settust sjálf í ríkisstjórn. Því Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu ekki fyrr sest að völdum en þeir afturkölluðu fyrirhugaða hækkun, og skáru framlagið að auki niður um 700 milljónir – framlag okkar þar með komið niður í 0,21 prósent. Allt samkvæmt stefnu hagræðingarhópsins sem Vigdís og Guðlaugur Þór leiddu, og vildu í viðbót leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ), sem nýtur mikillar virðingar erlendis fyrir framúrskarandi fagmennsku. Forseti Íslands, og ófáir stjórnarþingmenn, ég tala ekki um vígreifan forsætisráðherra, fullyrða að allt sé á uppleið á Íslandi, og að sögn forsetans er endurreisn okkar eftir hrun á heimsmælikvarða og vekur aðdáun víða um heim. Samt höfum við ekki efni á að að hækka framlag okkar til þróunaraðstoðar, sem hefði átt að vera komin upp í 0,35% ef áætlun fyrri stjórnar hefði gengið eftir. Skyldi það líka vekja aðdáun víða um heim? Vekur það aðdáun að um leið og ríkisstjórnin sker niður fé til þróunarmála boðar hún útgjaldahækkun til hernaðartengdra mála. Vill einhver taka til máls um það?Gunnar Bragi, það er ljótt að ljúga Til viðbótar að lækka framlög til þróunarmála um nokkur hundruð milljónir, vill Gunnar Bragi utanríkisráðherra leggja Þróunarsamvinnustofnun Íslands niður og færa undir sitt ráðuneyti. ÞSSÍ er sjálfstæð stofnun sem nýtur virðingar erlendis fyrir gegnheila fagmennsku, svo mikillar að Evrópusambandið hefur beðið hana um að hafa umsjón með ýmsum verkefnum á þeirra vegum. Hvers vegna vill Gunnar Bragi leggja þessa virtu stofnun niður? „Það er búið að vinna margar skýrslur,“ sagði hann í viðtali, „um hvernig best sé að halda á þróunarsamvinnu. Þær hafa allar komist að þeirri niðurstöðu að það sé rétt að sameina þetta inn í ráðuneytin.“Hér lýgur utanríkisráðherrann – og það er ljótt að ljúga Og einfaldlega siðlaust þegar málið snýst um hungruð, sárafátæk börn í Afríku. Gunnar Bragi lét vissulega vinna skýrslu um þróunarsamvinnu Íslands, umhugsunarvert út af fyrir sig, að í stað þess að styrkja málefnið eru settar margar milljónir í skýrslugerð; og sú skýrsla hefur nánast verið skrúfuð í sundur af fagfólki. Fyrir utan skýrslu Gunnars er einungis til ein önnur, unnin innan ráðuneytisins í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, sem leggur það til að ÞSSÍ verði sameinað ráðuneytinu. Það er allt. Tvær skýrslur eru allt í einu orðnar „margar skýrslur“. Og Gunnar Bragi kýs að þegja um viðamikla skýrslu unna af stjórnsýslufræðingi fyrir nokkrum árum þar sem þung áhersla er lögð á að fylgja því skipulagi sem gilt hefur. En af hverju lýgur utanríkisráðherra? Og hvers vegna vill hann leggja niður stofnun sem hefur margsannað mikilvægi sitt og nýtur virðingar á alþjóðavísu? „Þetta er…sú leið sem langflest okkar nágranna– og samanburðarlönd hafa farið,“ segir Gunnar Bragi.Það er í besta falli hálfsannleikur Og hann nefnir ekki að í Hollandi hefur rannsóknarráð hollenska ríkisins gagnrýnt slíkt fyrirkomulag harðlega, með þeim orðum að þetta sambland af þróunarsamvinnu og diplómatíu hafi skert fagmennskuna til muna. Af hverju fer Gunnar Bragi annaðhvort með rangt mál, eða hagræðir sannleikanum sér í hag? Hvað gengur honum til? Aldraður frændi minn, sem í áratugi var viðloðandi Framsóknarflokkinn, starfaði þar af heilindum í grasrótinni, fullyrðir í mín eyru að hér sé á ferðinni vilji til að nýta þróunarsamvinnu í því skyni að koma íslenskum fyrirtækjum á framfæri í Afríku, þar eru nefnilega mörg tækifærin. Ég verð nú að segja að þótt ég hafi sæmilegt ímyndunarafl, hafði mér ekki dottið í hug að íslenskur ráðamaður gæti upphugsað jafn kaldrifjaða áætlun. Vill einhver taka til máls um það?Kaldlynd þjóð? Staðreynd: Framlag okkar til þróunarmála hefur ætíð verið langt undir því sem tíðkast hjá þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Svo lágt að það má heita þjóðarskömm. Önnur staðreynd: samt hefur núverandi stjórn lækkað framlagið um mörg hundruð milljónir, um leið og hún hækkar framlag til hermála. Ein staðreynd til: Gunnar Bragi hefur, þvert á vilja fagaðila, ákveðið að leggja Þróunarsamvinnustofnun Íslands niður, í besta falli með mjög hæpnar röksemdir að vopni, í versta falli siðlausar. Er ekki hægt að senda tillögur hans Ríkisendurskoðanda til umsagnar, um hvort þær samrýmist góðri stjórnsýslu? Eða skiptir góð stjórnsýsla ekki lengur máli? Vigdís Hauksdóttir segir það gæluverkefni að hjálpa þeim sem þjást úti í heimi. Þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins tóku undir það með því að samþykkja mikla lækkun á framlagi til þróunarstarfa, og Gunnar Bragi vill flýta sér að leggja niður stofnun sem er virt innanlands sem utan fyrir fagmennsku og hæfni á vettvangi þróunaraðstoðar. Vill einhver taka til máls um þetta? Eða erum við einfaldlega sjálfhverf og kaldlynd þjóð, og þess vegna alveg sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Í marsmánuði árið 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga að auka framlag okkar til þróunaraðstoðar. Allur þingheimur, hver og einn einasti þingmaður þáverandi stjórnar og stjórnarandstöðu, samþykkti það einum rómi. Allir, utan Vigdís Hauksdóttir sem gagnrýndi áformin hart, kölluðu þau gæluverkefni stjórnarflokkanna, og að þróunaraðstoð væri ekki réttlætanleg „þegar Íslendingar sjálfir svelta“.Barátta gegn fátækt gæluverkefni? Sameinuðu þjóðirnar hafa sett það markmið að betur stæðar þjóðir verji hið minnsta 0,7 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar; leggi fram fjármuni og þekkingu til að bæta samfélag þróunarríkja, og vinna bug á fátækt. Þetta er því barátta gegn fátækt og fyrir betri heimi. Gæluverkefni, segir Vigdís. Í marsmánuði árið 2013 stóð hún ein við þennan hæpna málstað sinn, þessa baráttu sína við að draga verulega úr þróunaraðstoð Íslendinga. Ekki einu sinni flokkssystkin hennar tóku undir með henni – fyrr en þau settust sjálf í ríkisstjórn. Því Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu ekki fyrr sest að völdum en þeir afturkölluðu fyrirhugaða hækkun, og skáru framlagið að auki niður um 700 milljónir – framlag okkar þar með komið niður í 0,21 prósent. Allt samkvæmt stefnu hagræðingarhópsins sem Vigdís og Guðlaugur Þór leiddu, og vildu í viðbót leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ), sem nýtur mikillar virðingar erlendis fyrir framúrskarandi fagmennsku. Forseti Íslands, og ófáir stjórnarþingmenn, ég tala ekki um vígreifan forsætisráðherra, fullyrða að allt sé á uppleið á Íslandi, og að sögn forsetans er endurreisn okkar eftir hrun á heimsmælikvarða og vekur aðdáun víða um heim. Samt höfum við ekki efni á að að hækka framlag okkar til þróunaraðstoðar, sem hefði átt að vera komin upp í 0,35% ef áætlun fyrri stjórnar hefði gengið eftir. Skyldi það líka vekja aðdáun víða um heim? Vekur það aðdáun að um leið og ríkisstjórnin sker niður fé til þróunarmála boðar hún útgjaldahækkun til hernaðartengdra mála. Vill einhver taka til máls um það?Gunnar Bragi, það er ljótt að ljúga Til viðbótar að lækka framlög til þróunarmála um nokkur hundruð milljónir, vill Gunnar Bragi utanríkisráðherra leggja Þróunarsamvinnustofnun Íslands niður og færa undir sitt ráðuneyti. ÞSSÍ er sjálfstæð stofnun sem nýtur virðingar erlendis fyrir gegnheila fagmennsku, svo mikillar að Evrópusambandið hefur beðið hana um að hafa umsjón með ýmsum verkefnum á þeirra vegum. Hvers vegna vill Gunnar Bragi leggja þessa virtu stofnun niður? „Það er búið að vinna margar skýrslur,“ sagði hann í viðtali, „um hvernig best sé að halda á þróunarsamvinnu. Þær hafa allar komist að þeirri niðurstöðu að það sé rétt að sameina þetta inn í ráðuneytin.“Hér lýgur utanríkisráðherrann – og það er ljótt að ljúga Og einfaldlega siðlaust þegar málið snýst um hungruð, sárafátæk börn í Afríku. Gunnar Bragi lét vissulega vinna skýrslu um þróunarsamvinnu Íslands, umhugsunarvert út af fyrir sig, að í stað þess að styrkja málefnið eru settar margar milljónir í skýrslugerð; og sú skýrsla hefur nánast verið skrúfuð í sundur af fagfólki. Fyrir utan skýrslu Gunnars er einungis til ein önnur, unnin innan ráðuneytisins í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, sem leggur það til að ÞSSÍ verði sameinað ráðuneytinu. Það er allt. Tvær skýrslur eru allt í einu orðnar „margar skýrslur“. Og Gunnar Bragi kýs að þegja um viðamikla skýrslu unna af stjórnsýslufræðingi fyrir nokkrum árum þar sem þung áhersla er lögð á að fylgja því skipulagi sem gilt hefur. En af hverju lýgur utanríkisráðherra? Og hvers vegna vill hann leggja niður stofnun sem hefur margsannað mikilvægi sitt og nýtur virðingar á alþjóðavísu? „Þetta er…sú leið sem langflest okkar nágranna– og samanburðarlönd hafa farið,“ segir Gunnar Bragi.Það er í besta falli hálfsannleikur Og hann nefnir ekki að í Hollandi hefur rannsóknarráð hollenska ríkisins gagnrýnt slíkt fyrirkomulag harðlega, með þeim orðum að þetta sambland af þróunarsamvinnu og diplómatíu hafi skert fagmennskuna til muna. Af hverju fer Gunnar Bragi annaðhvort með rangt mál, eða hagræðir sannleikanum sér í hag? Hvað gengur honum til? Aldraður frændi minn, sem í áratugi var viðloðandi Framsóknarflokkinn, starfaði þar af heilindum í grasrótinni, fullyrðir í mín eyru að hér sé á ferðinni vilji til að nýta þróunarsamvinnu í því skyni að koma íslenskum fyrirtækjum á framfæri í Afríku, þar eru nefnilega mörg tækifærin. Ég verð nú að segja að þótt ég hafi sæmilegt ímyndunarafl, hafði mér ekki dottið í hug að íslenskur ráðamaður gæti upphugsað jafn kaldrifjaða áætlun. Vill einhver taka til máls um það?Kaldlynd þjóð? Staðreynd: Framlag okkar til þróunarmála hefur ætíð verið langt undir því sem tíðkast hjá þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Svo lágt að það má heita þjóðarskömm. Önnur staðreynd: samt hefur núverandi stjórn lækkað framlagið um mörg hundruð milljónir, um leið og hún hækkar framlag til hermála. Ein staðreynd til: Gunnar Bragi hefur, þvert á vilja fagaðila, ákveðið að leggja Þróunarsamvinnustofnun Íslands niður, í besta falli með mjög hæpnar röksemdir að vopni, í versta falli siðlausar. Er ekki hægt að senda tillögur hans Ríkisendurskoðanda til umsagnar, um hvort þær samrýmist góðri stjórnsýslu? Eða skiptir góð stjórnsýsla ekki lengur máli? Vigdís Hauksdóttir segir það gæluverkefni að hjálpa þeim sem þjást úti í heimi. Þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins tóku undir það með því að samþykkja mikla lækkun á framlagi til þróunarstarfa, og Gunnar Bragi vill flýta sér að leggja niður stofnun sem er virt innanlands sem utan fyrir fagmennsku og hæfni á vettvangi þróunaraðstoðar. Vill einhver taka til máls um þetta? Eða erum við einfaldlega sjálfhverf og kaldlynd þjóð, og þess vegna alveg sama?
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun