Sterkt áfengi í matvöruverslanir? Nei takk Adolf Ingi Erlingsson skrifar 11. október 2014 00:01 Umræðan um lagafrumvarpið sem liggur fyrir alþingi um afnám einkasölu ríkisins á áfengi virðist vera á villigötum. Flutnings- og stuðningsmönnum þess hefur tekist að stýra umræðunni á þann veg að aðeins er talað um hvort við viljum geta keypt léttvín og bjór í matvöruverslunum og sparað okkur það ógurlega ómak að þurfa að fara í sérstaka vínbúð til þess. Því er síðan slegið upp að nýlegar skoðanakannanir sýni að meirihluti fólks sé fylgjandi sölu léttvins og bjórs í matvöruverslunum. En það er ekki bara það sem frumvarpið felur í sér, heldur tekur það líka til sterks áfengis, þannig að sala þess verður líka færð úr vínbúðunum í matvöruverslanir verði það samþykkt. Viljum við það? Sömu skoðanakannanir benda til þess að svo sé ekki. Öfugt við fyrsta flutningsmann frumvarpsins er ég langt frá því að vera bindindismaður og nýt þess reglulega að drekka gott vín með góðum mat. En ég hef aldrei litið á það sem skerðingu á persónufrelsi mínu né talið eftir mér að þurfa að gera mér ferð í Vínbúðina til að kaupa áfengi. Þar nýt ég frábærrar þjónustu vel þjálfaðs afgreiðslufólks og mikils og góðs úrvals vína. Miðað við þjónustustigið í matvöruverslunum almennt efast ég stórlega um að ég muni njóta hvorugs verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir að heildarneysla áfengis á Íslandi hafi hátt í tvöfaldast frá því að sala á áfengum bjór var leyfð árið 1988 erum við á meðal þeirra þjóða í Evrópu sem drekka hvað minnst. Rétt fyrir ofan okkur í neyslu eru hinar Norðurlandaþjóðirnar þar sem sama fyrirkomulag er, það er einkasala ríkisins, Svíar, Norðmenn og Finnar. Danir skera sig hinsvegar úr með um 70% meiri neyslu á mann en við Íslendingar, enda ríkir þar hið rómaða frelsi í sölu áfengis. Mjög hefur dregið úr unglingadrykkju hér á landi síðustu árin og hún er ein sú minnsta í Evrópu. Viljum við hætta þeim árangri sem hefur náðst á því sviði með því að auka aðgengið að áfengi? Samkvæmt skýrslu Evrópusambandsins um áfengisneyslu í Evrópu og áhrif hennar á þjóðfélagið er ein árangursríkasta og ódýrasta leiðin til að draga úr neyslu áfengis að takmarka framboð þess. Í skýrslunni er bent á að ríkiseinkasalan á Norðurlöndunum gefist mjög vel í þessu skyni. Kannski er það þess vegna sem mjög lítið heyrist á hinum Norðurlöndunum talað um afnám einkasölu ríkisins, hvað þá að ábyrgir þingmenn berjist fyrir því í nafni hins heilaga frelsis. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins hefur staglast á frjálshyggjumöntrunni um að ríkið eigi ekki og megi ekki. Ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri, sama þótt um vöru eins og áfengi sé að ræða. Hinsvegar fylgja frumvarpinu engin rök um hvað því sé ætlað að bæta annað en „frelsi“ kaupmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Adolf Ingi Erlingsson Áfengi og tóbak Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um lagafrumvarpið sem liggur fyrir alþingi um afnám einkasölu ríkisins á áfengi virðist vera á villigötum. Flutnings- og stuðningsmönnum þess hefur tekist að stýra umræðunni á þann veg að aðeins er talað um hvort við viljum geta keypt léttvín og bjór í matvöruverslunum og sparað okkur það ógurlega ómak að þurfa að fara í sérstaka vínbúð til þess. Því er síðan slegið upp að nýlegar skoðanakannanir sýni að meirihluti fólks sé fylgjandi sölu léttvins og bjórs í matvöruverslunum. En það er ekki bara það sem frumvarpið felur í sér, heldur tekur það líka til sterks áfengis, þannig að sala þess verður líka færð úr vínbúðunum í matvöruverslanir verði það samþykkt. Viljum við það? Sömu skoðanakannanir benda til þess að svo sé ekki. Öfugt við fyrsta flutningsmann frumvarpsins er ég langt frá því að vera bindindismaður og nýt þess reglulega að drekka gott vín með góðum mat. En ég hef aldrei litið á það sem skerðingu á persónufrelsi mínu né talið eftir mér að þurfa að gera mér ferð í Vínbúðina til að kaupa áfengi. Þar nýt ég frábærrar þjónustu vel þjálfaðs afgreiðslufólks og mikils og góðs úrvals vína. Miðað við þjónustustigið í matvöruverslunum almennt efast ég stórlega um að ég muni njóta hvorugs verði frumvarpið að lögum. Þrátt fyrir að heildarneysla áfengis á Íslandi hafi hátt í tvöfaldast frá því að sala á áfengum bjór var leyfð árið 1988 erum við á meðal þeirra þjóða í Evrópu sem drekka hvað minnst. Rétt fyrir ofan okkur í neyslu eru hinar Norðurlandaþjóðirnar þar sem sama fyrirkomulag er, það er einkasala ríkisins, Svíar, Norðmenn og Finnar. Danir skera sig hinsvegar úr með um 70% meiri neyslu á mann en við Íslendingar, enda ríkir þar hið rómaða frelsi í sölu áfengis. Mjög hefur dregið úr unglingadrykkju hér á landi síðustu árin og hún er ein sú minnsta í Evrópu. Viljum við hætta þeim árangri sem hefur náðst á því sviði með því að auka aðgengið að áfengi? Samkvæmt skýrslu Evrópusambandsins um áfengisneyslu í Evrópu og áhrif hennar á þjóðfélagið er ein árangursríkasta og ódýrasta leiðin til að draga úr neyslu áfengis að takmarka framboð þess. Í skýrslunni er bent á að ríkiseinkasalan á Norðurlöndunum gefist mjög vel í þessu skyni. Kannski er það þess vegna sem mjög lítið heyrist á hinum Norðurlöndunum talað um afnám einkasölu ríkisins, hvað þá að ábyrgir þingmenn berjist fyrir því í nafni hins heilaga frelsis. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins hefur staglast á frjálshyggjumöntrunni um að ríkið eigi ekki og megi ekki. Ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri, sama þótt um vöru eins og áfengi sé að ræða. Hinsvegar fylgja frumvarpinu engin rök um hvað því sé ætlað að bæta annað en „frelsi“ kaupmanna.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun