Theodór hangir enn í Björgvin á markalistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2014 06:30 fréttablaðið/andri ÍR-ingurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson er markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handbolta að loknum sjö fyrstu umferðunum en Björgvin hefur skorað 61 mark í 7 leikjum eða 8,7 mörk að meðaltali í leik. Björgvin Þór er 27 ára vinstri skytta sem hefur unnið sér sæti í íslenska A-landsliðinu með frábærri frammistöðu í upphafi móts. Björgvin Þór lét sér nægja að skora fjögur mörk í síðasta leik en er engu að síður með sjö marka forskot á markalistanum enda með samtals 42 mörk í fjórum leikjum þar á undan. Það er helst einn leikmaður sem Björgvin er ekki alveg búinn að stinga af en það er Eyjamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson sem er kominn með 54 mörk í sjö leikjum. Theodór er 22 ára örvhentur hornamaður sem stimplaði sig vel inn á síðasta tímabili þegar ÍBV varð Íslandsmeistari. Hann er yngri bróðir knattspyrnumannsins Eiðs Arons Sigurbjörnssonar. Theodór skoraði tíu mörk í síðasta leik og vann þar með upp sex mörk á Björgvin í 7. umferðinni. Þriðji maðurinn til að rjúfa 40 marka múrinn í fyrstu sjö umferðunum var Akureyringurinn Sigþór Árni Heimisson. Sjö félög af tíu eiga fulltrúa á topp tíu listanum þar af eiga ÍR og Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH tvo menn. Topplið Aftureldingar á ekki leikmann á topp tíu listanum en Jóhann Gunnar Einarsson situr í 11. sætinu. Jóhann Jóhannsson er eini annar leikmaður Mosfellsbæjarliðsins á topp 30 en liðið á síðan þrjá leikmenn til viðbótar með 18 eða 19 mörk. Þrír leikir fara fram í Olís-deildinni í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19.30 og eru: Fram - Valur, FH - Stjarnan og Afturelding - HK.Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍRí fyrstu sjö leikjunum 23-23 jafntefli við Val - 7 mörk 29-24 sigur á ÍBV - 8 mörk 26-22 sigur á Fram - 13 mörk 28-24 sigur á FH - 8 mörk 28-28 jafntefli við Hauka - 10 mörk 23-25 tap fyrir Aftureldingu - 11 mörk 30-28 sigur á HK - 4 mörkTheodór Sigurbjörnsson, ÍBVí fyrstu sjö leikjunum 29-29 jafntefli við FH - 8 mörk 24-29 tap fyrir ÍR - 4 mörk 22-24 tap fyrir Aftureldingu - 8 mörk 33-32 sigur á Akureyri - 9 mörk 29-28 sigur á Stjörnunni - 6 mörk 34-22 sigur á HK - 9 mörk 24-30 tap fyrir Val - 10 mörk Íslenski handboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
ÍR-ingurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson er markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handbolta að loknum sjö fyrstu umferðunum en Björgvin hefur skorað 61 mark í 7 leikjum eða 8,7 mörk að meðaltali í leik. Björgvin Þór er 27 ára vinstri skytta sem hefur unnið sér sæti í íslenska A-landsliðinu með frábærri frammistöðu í upphafi móts. Björgvin Þór lét sér nægja að skora fjögur mörk í síðasta leik en er engu að síður með sjö marka forskot á markalistanum enda með samtals 42 mörk í fjórum leikjum þar á undan. Það er helst einn leikmaður sem Björgvin er ekki alveg búinn að stinga af en það er Eyjamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson sem er kominn með 54 mörk í sjö leikjum. Theodór er 22 ára örvhentur hornamaður sem stimplaði sig vel inn á síðasta tímabili þegar ÍBV varð Íslandsmeistari. Hann er yngri bróðir knattspyrnumannsins Eiðs Arons Sigurbjörnssonar. Theodór skoraði tíu mörk í síðasta leik og vann þar með upp sex mörk á Björgvin í 7. umferðinni. Þriðji maðurinn til að rjúfa 40 marka múrinn í fyrstu sjö umferðunum var Akureyringurinn Sigþór Árni Heimisson. Sjö félög af tíu eiga fulltrúa á topp tíu listanum þar af eiga ÍR og Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH tvo menn. Topplið Aftureldingar á ekki leikmann á topp tíu listanum en Jóhann Gunnar Einarsson situr í 11. sætinu. Jóhann Jóhannsson er eini annar leikmaður Mosfellsbæjarliðsins á topp 30 en liðið á síðan þrjá leikmenn til viðbótar með 18 eða 19 mörk. Þrír leikir fara fram í Olís-deildinni í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19.30 og eru: Fram - Valur, FH - Stjarnan og Afturelding - HK.Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍRí fyrstu sjö leikjunum 23-23 jafntefli við Val - 7 mörk 29-24 sigur á ÍBV - 8 mörk 26-22 sigur á Fram - 13 mörk 28-24 sigur á FH - 8 mörk 28-28 jafntefli við Hauka - 10 mörk 23-25 tap fyrir Aftureldingu - 11 mörk 30-28 sigur á HK - 4 mörkTheodór Sigurbjörnsson, ÍBVí fyrstu sjö leikjunum 29-29 jafntefli við FH - 8 mörk 24-29 tap fyrir ÍR - 4 mörk 22-24 tap fyrir Aftureldingu - 8 mörk 33-32 sigur á Akureyri - 9 mörk 29-28 sigur á Stjörnunni - 6 mörk 34-22 sigur á HK - 9 mörk 24-30 tap fyrir Val - 10 mörk
Íslenski handboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni