Áfengi í matvöruverslanir – skref aftur á bak? Þóra Jónsdóttir skrifar 27. október 2014 07:00 Fyrir Alþingi liggur nú lagabreytingatillaga þess efnis að afnema skuli einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar tillögu. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Aukin áfengisneysla er líkleg til að hafa slæm áhrif á líf barna. Ekki bara barna sem verða fyrir neikvæðum áhrifum af áfengisneyslu foreldra sinna eða forsjáraðila, heldur líka barna og ungmenna sem freistast vegna auðveldara aðgengis. Þeim mikla árangri sem náðst hefur með forvarnarstarfi liðinna ára og birtist í minnkandi áfengisneyslu á meðal unglinga, er stefnt í hættu ef frumvarpið verður að lögum. Börn eiga rétt á vernd og umönnun eins og velferð þeirra krefst og jafnframt rétt á að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. Ísland hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars er kveðið á um þessi og önnur mannréttindi barna og gildir sáttmálinn sem íslensk lög. Samkvæmt barnasáttmálanum skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang við ráðstafanir sem varða börn. Þetta þýðir að við allar samfélagslegar ákvarðanir sem teknar eru og varða líf barna verður að hafa sjónarmiðið um það sem barni er fyrir bestu ráðandi. Því þurfa þingmenn að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum sé börnum samfélagsins fyrir bestu er þeir gera upp hug sinn til tillögunnar. Því fylgir að spyrja hvort rétt sé að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi þar sem allir sem vilja og hafa aldur til geta keypt sér áfengi og aðgengi er gott, þótt stundum þurfi að sýna fyrirhyggju. Einnig þarf að íhuga hvort rétt sé að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum og hætta þar með á að glata þeim mikla árangri sem náðst hefur af áfengisforvörnum undangenginna ára. Í matvöruverslunum er ekki óalgengt að ungmenni sem ekki hafa aldur til að kaupa áfengi séu við afgreiðslu. Verði tillagan samþykkt geta skapast flóknar og erfiðar aðstæður fyrir ungt afgreiðslufólk sem þarf að neita jafnöldrum og jafningjum um kaup á áfengi. Það gefur auga leið að erfiðara verður að hafa virkt eftirlit með áfengissölu við þessar aðstæður. Þó að tóbakssala fari fram í matvöruverslunum í dag þá er sú staðreynd ekki röksemd fyrir því að þá sé í lagi að selja þar áfengi, þó byggt sé á þeim rökum í frumvarpinu. Það að leyfilegt sé að selja eina skaðsama vöru í matvöruverslunum réttlætir ekki sölu annarrar skaðsamrar vöru. Að auki er í frumvarpinu rætt um að áfengi verði að einhverju leyti sýnilegt í kæliskápum inni í matvöruverslunum, en hins vegar hefur tóbak verið falið í verslunum um þó nokkurt skeið vegna verndarsjónarmiða. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vara við því að þingmenn stígi það skref að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, því slíkt væri skref aftur á bak í vernd barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Samúel Karl Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú lagabreytingatillaga þess efnis að afnema skuli einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar tillögu. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Aukin áfengisneysla er líkleg til að hafa slæm áhrif á líf barna. Ekki bara barna sem verða fyrir neikvæðum áhrifum af áfengisneyslu foreldra sinna eða forsjáraðila, heldur líka barna og ungmenna sem freistast vegna auðveldara aðgengis. Þeim mikla árangri sem náðst hefur með forvarnarstarfi liðinna ára og birtist í minnkandi áfengisneyslu á meðal unglinga, er stefnt í hættu ef frumvarpið verður að lögum. Börn eiga rétt á vernd og umönnun eins og velferð þeirra krefst og jafnframt rétt á að lifa og þroskast við bestu mögulegu aðstæður. Ísland hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem meðal annars er kveðið á um þessi og önnur mannréttindi barna og gildir sáttmálinn sem íslensk lög. Samkvæmt barnasáttmálanum skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang við ráðstafanir sem varða börn. Þetta þýðir að við allar samfélagslegar ákvarðanir sem teknar eru og varða líf barna verður að hafa sjónarmiðið um það sem barni er fyrir bestu ráðandi. Því þurfa þingmenn að spyrja sig þeirrar spurningar hvort það að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum sé börnum samfélagsins fyrir bestu er þeir gera upp hug sinn til tillögunnar. Því fylgir að spyrja hvort rétt sé að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi þar sem allir sem vilja og hafa aldur til geta keypt sér áfengi og aðgengi er gott, þótt stundum þurfi að sýna fyrirhyggju. Einnig þarf að íhuga hvort rétt sé að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum og hætta þar með á að glata þeim mikla árangri sem náðst hefur af áfengisforvörnum undangenginna ára. Í matvöruverslunum er ekki óalgengt að ungmenni sem ekki hafa aldur til að kaupa áfengi séu við afgreiðslu. Verði tillagan samþykkt geta skapast flóknar og erfiðar aðstæður fyrir ungt afgreiðslufólk sem þarf að neita jafnöldrum og jafningjum um kaup á áfengi. Það gefur auga leið að erfiðara verður að hafa virkt eftirlit með áfengissölu við þessar aðstæður. Þó að tóbakssala fari fram í matvöruverslunum í dag þá er sú staðreynd ekki röksemd fyrir því að þá sé í lagi að selja þar áfengi, þó byggt sé á þeim rökum í frumvarpinu. Það að leyfilegt sé að selja eina skaðsama vöru í matvöruverslunum réttlætir ekki sölu annarrar skaðsamrar vöru. Að auki er í frumvarpinu rætt um að áfengi verði að einhverju leyti sýnilegt í kæliskápum inni í matvöruverslunum, en hins vegar hefur tóbak verið falið í verslunum um þó nokkurt skeið vegna verndarsjónarmiða. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vara við því að þingmenn stígi það skref að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum, því slíkt væri skref aftur á bak í vernd barna.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar