Valkostur til samtals og friðar Ersan Koyuncu og Toshiki Toma skrifar 29. október 2014 00:00 Þekkið þið dæmisögu um Ibrahim Ibn Adham, fræga íslamska þjóðhöfðingjann á 8. öld? Einu sinni var hann ungur konungur í Balk í Persíu. Eina nóttina þegar hann var hálfsofandi hugsaði hann um frið og velgengni í konungsríkinu sínu. Hann vaknaði við eitthvert hljóð. Maður var að labba á þakinu. „Hvað ertu að gera?“ spurði Ibrahim. „Ég er að leita að úlfaldanaum mínum.“ „Úlfaldar fara ekki upp á þök!“ svaraði Ibrahim. Þá sagði maðurinn: „Þig dreymir frið og velgengni landsins þíns í rúminu þínu, þá er ekkert að undra þó jafnvel úlfaldi sé uppi á þakinu hjá þér.“ Frumkenningin er sú að leita að Guði á réttum stað. Ibrahim iðraðist og leitaði í trúarlíf. En það sem við getum lært af þessari sögu fyrst og fremst er að ef til vill þurfum við fara út úr þægindum hinna hlýju rúma okkar ef við viljum ná ákveðnum árangri fyrir samfélag okkar. Sem dæmi um slíkt langar okkur gjarnan að benda á samræðu milli Félags Horizon, sem er menningarleg samtök múslíma af tyrkneskum uppruna, og Neskirkju. Við erum að vinna tilraunaverkefni saman en tilgangurinn er sá að leggja af mörkum til íslenska samfélagsins með því að skapa jákvæða samræðu, samstöðu og umburðarlyndi. Umræða um íslam er mjög virk og heit víða í heiminum og ekki síst á Íslandi. Skoðanaskipti og sanngjörn gagnrýni eru mikilvæg, þar sem þau eru hluti af umræðu. En tilfinningafullar alhæfingar eða einhliða sakfelling er árás og ofbeldi enda slíkt hindrun í góðri umræðu. Því miður taka margir þátt í þessum árásum gegn múslímum hérlendis. Að tala við múslíma eða kristinn mann þýðir ekki að við verðum sammála öllum sem við ræðum við. Samtal er meira um að viðurkenna tilvist annarra og reyna að finna sameiginleg gildi, fremur en ágreining. Það er hvorki íslam né kristni sem á að tala saman, heldur múslímar og kristnir menn. Við, lifandi manneskjur, eigum að tala saman. Að sjálfsögðu á samtalið ekki að takmarkast milli múslíma og kristinna, heldur á það að vera opið fyrir öllum. Að lokum, það eru ekki örlög sem leiða samfélag okkar í framtíð. Það erum líka við sjálf, lifandi manneskjur, sem ákveða í hvaða átt eigi að fara. Hvorn veginn eigum við velja: veg sem leiðir okkur til haturs og sundrungar eða veg sem leiðir okkur til samvista og friðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þekkið þið dæmisögu um Ibrahim Ibn Adham, fræga íslamska þjóðhöfðingjann á 8. öld? Einu sinni var hann ungur konungur í Balk í Persíu. Eina nóttina þegar hann var hálfsofandi hugsaði hann um frið og velgengni í konungsríkinu sínu. Hann vaknaði við eitthvert hljóð. Maður var að labba á þakinu. „Hvað ertu að gera?“ spurði Ibrahim. „Ég er að leita að úlfaldanaum mínum.“ „Úlfaldar fara ekki upp á þök!“ svaraði Ibrahim. Þá sagði maðurinn: „Þig dreymir frið og velgengni landsins þíns í rúminu þínu, þá er ekkert að undra þó jafnvel úlfaldi sé uppi á þakinu hjá þér.“ Frumkenningin er sú að leita að Guði á réttum stað. Ibrahim iðraðist og leitaði í trúarlíf. En það sem við getum lært af þessari sögu fyrst og fremst er að ef til vill þurfum við fara út úr þægindum hinna hlýju rúma okkar ef við viljum ná ákveðnum árangri fyrir samfélag okkar. Sem dæmi um slíkt langar okkur gjarnan að benda á samræðu milli Félags Horizon, sem er menningarleg samtök múslíma af tyrkneskum uppruna, og Neskirkju. Við erum að vinna tilraunaverkefni saman en tilgangurinn er sá að leggja af mörkum til íslenska samfélagsins með því að skapa jákvæða samræðu, samstöðu og umburðarlyndi. Umræða um íslam er mjög virk og heit víða í heiminum og ekki síst á Íslandi. Skoðanaskipti og sanngjörn gagnrýni eru mikilvæg, þar sem þau eru hluti af umræðu. En tilfinningafullar alhæfingar eða einhliða sakfelling er árás og ofbeldi enda slíkt hindrun í góðri umræðu. Því miður taka margir þátt í þessum árásum gegn múslímum hérlendis. Að tala við múslíma eða kristinn mann þýðir ekki að við verðum sammála öllum sem við ræðum við. Samtal er meira um að viðurkenna tilvist annarra og reyna að finna sameiginleg gildi, fremur en ágreining. Það er hvorki íslam né kristni sem á að tala saman, heldur múslímar og kristnir menn. Við, lifandi manneskjur, eigum að tala saman. Að sjálfsögðu á samtalið ekki að takmarkast milli múslíma og kristinna, heldur á það að vera opið fyrir öllum. Að lokum, það eru ekki örlög sem leiða samfélag okkar í framtíð. Það erum líka við sjálf, lifandi manneskjur, sem ákveða í hvaða átt eigi að fara. Hvorn veginn eigum við velja: veg sem leiðir okkur til haturs og sundrungar eða veg sem leiðir okkur til samvista og friðar?
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun