Utan vallar: Ævintýrið okkar heldur áfram í ævintýralandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 08:00 Vísir/Anton Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í haust og Ísland verður því ein af 24 þjóðum á Evrópumótinu á næsta ári. Auðvitað hlakkar allt íslenskt körfuboltaáhugafólk til sögulegrar stundar í lok næsta sumars en það er ekki mikið minni spenningur í okkur körfuboltaáhugamönnum að sjá hvar og við hverja íslenska liðið spilar í september 2015. Í vikunni kom það í ljós að það verður dregið í riðla fyrir Evrópumót karla 2015 í Disneylandi í París þann 8. desember næstkomandi. Þetta er fyrsta Evrópukeppnin þar sem riðlakeppnin fer fram í mörgum löndum og það er því allt opið þegar Hannes S. Jónsson og aðrir fulltrúar KKÍ mæta til Parísar í jólamánuðinum. Riðlakeppnin fer fram í Berlín (Þýskalandi), Montpellier (Frakklandi), Riga (Lettlandi) og Zagreb (Króatíu). Úrslitakeppnin fer síðan fram í Lille í Frakklandi. Það er ljóst að íslenska liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli en fimm aðrar þjóðir verða í íslenska riðlinum og fjórar komast síðan áfram í sextán liða úrslitin. Króatía, Frakkland, Litháen og Spánn verða væntanlega í fyrsta styrkleikaflokki og Ísland er örugglega í þeim síðasta. Það kemur þó ekki endanlega í ljós í hvaða flokkum þjóðirnar 24 eru fyrr en nær dregur drættinum. Það er samt alveg hægt að hefja vangavelturnar strax svona aðeins til að létta á spenningnum. Við gætum lent með Evrópumeisturum Frakka, Hlynur Bæringsson gæti þurft að slást við Gasol-bræður og það er jafnvel möguleiki á því að nágrannaþjóðirnar Litháen, Finnland, Lettland og Pólland endi í okkar riðli og íslenska stuðningsfólkið lendi í miðri innrás í Riga úr öllum áttum. Það er auðveldlega hægt að láta sig dreyma um flotta riðla þótt það sé fullt af mögulegum martraðarriðlum í boði líka. Staðsetningin er síðan enn ein víddin í spenningnum sem mun magnast dag frá degi næstu 38 dagana. Íslenskt körfuboltafólk mun örugglega fjölmenna á EM og þó að það sé hægt að láta sig dreyma um sæta sigra og sæti í útsláttarkeppninni þá blasir raunsæið við. Ísland er langminnsta liðið í keppninni, bæði hvað varðar sögu og stærð leikmanna. Þetta snýst því líka mikið um upplifun við að stíga þetta risaskref fyrir íslenskan körfubolta. Finnar fjölmenntu á HM á Spáni í ár og settu skemmtilegan svip á mótið þar sem körfuboltafjölskyldan var í sviðljósinu; pabbi, mamma, afi, amma og krakkarnir. Það væri magnað að upplifa eitthvað í líkingu við slíkt eftir tæpt ár. Finnar hefðu vissulega átt að vinna fleiri leiki en þökk sé fólkinu á pöllunum voru þeir samt sigurvegarar á sinn hátt. Ef við Íslendingar ætlum að fjölmenna þá þurfum við að fara að bóka miða, hótel og plana ferðina hvort sem hún verður til Króatíu, Frakklands, Lettlands eða Þýskalands. KKÍ þarf líka að fara að plana undirbúninginn fyrir mótið sem verður eitthvað stærra og meira en sambandið hefur nokkurn tímann lent í. Þessir 38 dagar mega því líða fljótt. Hvort körfuboltafólk hlakkar meira til 8. desember eða 24. desember er önnur og ókönnuð saga en það er samt vel við hæfi að næsti kafli íslenska körfuboltaævintýrsins fari fram í Disneylandi í desember. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í haust og Ísland verður því ein af 24 þjóðum á Evrópumótinu á næsta ári. Auðvitað hlakkar allt íslenskt körfuboltaáhugafólk til sögulegrar stundar í lok næsta sumars en það er ekki mikið minni spenningur í okkur körfuboltaáhugamönnum að sjá hvar og við hverja íslenska liðið spilar í september 2015. Í vikunni kom það í ljós að það verður dregið í riðla fyrir Evrópumót karla 2015 í Disneylandi í París þann 8. desember næstkomandi. Þetta er fyrsta Evrópukeppnin þar sem riðlakeppnin fer fram í mörgum löndum og það er því allt opið þegar Hannes S. Jónsson og aðrir fulltrúar KKÍ mæta til Parísar í jólamánuðinum. Riðlakeppnin fer fram í Berlín (Þýskalandi), Montpellier (Frakklandi), Riga (Lettlandi) og Zagreb (Króatíu). Úrslitakeppnin fer síðan fram í Lille í Frakklandi. Það er ljóst að íslenska liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli en fimm aðrar þjóðir verða í íslenska riðlinum og fjórar komast síðan áfram í sextán liða úrslitin. Króatía, Frakkland, Litháen og Spánn verða væntanlega í fyrsta styrkleikaflokki og Ísland er örugglega í þeim síðasta. Það kemur þó ekki endanlega í ljós í hvaða flokkum þjóðirnar 24 eru fyrr en nær dregur drættinum. Það er samt alveg hægt að hefja vangavelturnar strax svona aðeins til að létta á spenningnum. Við gætum lent með Evrópumeisturum Frakka, Hlynur Bæringsson gæti þurft að slást við Gasol-bræður og það er jafnvel möguleiki á því að nágrannaþjóðirnar Litháen, Finnland, Lettland og Pólland endi í okkar riðli og íslenska stuðningsfólkið lendi í miðri innrás í Riga úr öllum áttum. Það er auðveldlega hægt að láta sig dreyma um flotta riðla þótt það sé fullt af mögulegum martraðarriðlum í boði líka. Staðsetningin er síðan enn ein víddin í spenningnum sem mun magnast dag frá degi næstu 38 dagana. Íslenskt körfuboltafólk mun örugglega fjölmenna á EM og þó að það sé hægt að láta sig dreyma um sæta sigra og sæti í útsláttarkeppninni þá blasir raunsæið við. Ísland er langminnsta liðið í keppninni, bæði hvað varðar sögu og stærð leikmanna. Þetta snýst því líka mikið um upplifun við að stíga þetta risaskref fyrir íslenskan körfubolta. Finnar fjölmenntu á HM á Spáni í ár og settu skemmtilegan svip á mótið þar sem körfuboltafjölskyldan var í sviðljósinu; pabbi, mamma, afi, amma og krakkarnir. Það væri magnað að upplifa eitthvað í líkingu við slíkt eftir tæpt ár. Finnar hefðu vissulega átt að vinna fleiri leiki en þökk sé fólkinu á pöllunum voru þeir samt sigurvegarar á sinn hátt. Ef við Íslendingar ætlum að fjölmenna þá þurfum við að fara að bóka miða, hótel og plana ferðina hvort sem hún verður til Króatíu, Frakklands, Lettlands eða Þýskalands. KKÍ þarf líka að fara að plana undirbúninginn fyrir mótið sem verður eitthvað stærra og meira en sambandið hefur nokkurn tímann lent í. Þessir 38 dagar mega því líða fljótt. Hvort körfuboltafólk hlakkar meira til 8. desember eða 24. desember er önnur og ókönnuð saga en það er samt vel við hæfi að næsti kafli íslenska körfuboltaævintýrsins fari fram í Disneylandi í desember.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira