Stefnir í spennandi vetur í kvennakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 06:00 Öflug Hin 18 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir fer fyrir sterku liði Keflavíkur í vetur. Úrslit leikja í kvennakörfunni hafa oft verið fyrirsjáanleg í gegnum tíðina en það er allt annað upp á teningnum í vetur og útlit fyrir æsispennandi baráttu um fjögur efstu sætin sem skila farseðli í úrslitakeppnina í vor. Nú munar aðeins tveimur stigum á efsta liðinu (Keflavík) og liðinu í fimmta sæti (Valur), öll lið deildarinnar hafa tapað leik og til að ítreka lítinn mun á efstu liðunum vann Keflavík leik liðanna í síðustu umferð eftir framlengingu. Þetta var þriðji sigur Keflavíkurliðsins í röð en á undan unnu Keflavíkurkonur Íslandsmeistara Snæfells sannfærandi á útivelli. Keflavík var spáð yfirburðasigri í spá fyrir mót og þar er allt til alls til að bæta fleiri titlum við myndarlegt titlasafn liðsins. Spútniklið fyrstu fimm umferðanna eru án vafa Haukakonur, sem misstu marga lykilmenn frá því í fyrra og töpuðu síðan fyrir Íslandsmeisturunum í fyrsta leik. Síðan þá hefur þetta unga lið unnið alla sína leiki og stimplað sig fyrir alvöru inn í toppbaráttuna þar sem fáir bjuggust við að sjá þær í vetur. Íslandsmeistarar Snæfells mæta með nokkuð breytt lið en hafa samt unnið fjóra af fyrstu fimmleikjum sínum þrátt fyrir að allir nema einn hafi verið á móti efstu fimm liðum deildarinnar. Snæfell fær heimaleik gegn Hamri í kvöld. Grindavík og Valur hafa bæði tapað tveimur leikjum en á meðan bæði töp Valsliðsins hafa verið naum töp á útivelli á móti liðum í efstu þremur sætunum hafa Grindavíkurkonur tapað tveimur heimaleikjum í röð. Grindavík og Valur eiga bæði eftir að vinna lið í efstu fimm sætunum en fá tækifæri til að breyta því í kvöld þegar Valur tekur á móti Haukum og Grindavík heimsækir Keflavík. Breiðablik, Hamar og KR hafa ekki fengið stig á móti efstu fimm liðunum í vetur og KR-konur eiga enn eftir að vinna leik. Þessi lið eru ekki líkleg til að berjast um sæti í úrslitakeppninni en keppast öll við að sleppa við fall. KR tekur á móti nýliðum Breiðabliks í kvöld. Bandarískir leikmenn liðanna eru eins og áður í stórum hlutverkum og skipa sér í sjö efstu sætin á listanum yfir hæsta framlag til síns liðs. Það vekur hins vegar athygli að þær stelpur sem eru með hæsta framlag af íslensku leikmönnunum eru allar að spila inni í eða í kringum teiginn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir hjá Hamri, Valskonurnar Ragnheiður Benónísdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir og María Ben Erlingsdóttir úr Grindavík hafa skilað mestu til sinna liða í upphafi móts af íslenskum leikmönnum deildarinnar. Keflavík, KR og Breiðablik eru líka með íslenska miðherja eða stóra framherja inni á topp tuttugu í framlagi. Stóru stelpurnar okkar eru því að standa sig í spennandi deild. Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Leik lokið: KR - Njarðvík 101-57 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Úrslit leikja í kvennakörfunni hafa oft verið fyrirsjáanleg í gegnum tíðina en það er allt annað upp á teningnum í vetur og útlit fyrir æsispennandi baráttu um fjögur efstu sætin sem skila farseðli í úrslitakeppnina í vor. Nú munar aðeins tveimur stigum á efsta liðinu (Keflavík) og liðinu í fimmta sæti (Valur), öll lið deildarinnar hafa tapað leik og til að ítreka lítinn mun á efstu liðunum vann Keflavík leik liðanna í síðustu umferð eftir framlengingu. Þetta var þriðji sigur Keflavíkurliðsins í röð en á undan unnu Keflavíkurkonur Íslandsmeistara Snæfells sannfærandi á útivelli. Keflavík var spáð yfirburðasigri í spá fyrir mót og þar er allt til alls til að bæta fleiri titlum við myndarlegt titlasafn liðsins. Spútniklið fyrstu fimm umferðanna eru án vafa Haukakonur, sem misstu marga lykilmenn frá því í fyrra og töpuðu síðan fyrir Íslandsmeisturunum í fyrsta leik. Síðan þá hefur þetta unga lið unnið alla sína leiki og stimplað sig fyrir alvöru inn í toppbaráttuna þar sem fáir bjuggust við að sjá þær í vetur. Íslandsmeistarar Snæfells mæta með nokkuð breytt lið en hafa samt unnið fjóra af fyrstu fimmleikjum sínum þrátt fyrir að allir nema einn hafi verið á móti efstu fimm liðum deildarinnar. Snæfell fær heimaleik gegn Hamri í kvöld. Grindavík og Valur hafa bæði tapað tveimur leikjum en á meðan bæði töp Valsliðsins hafa verið naum töp á útivelli á móti liðum í efstu þremur sætunum hafa Grindavíkurkonur tapað tveimur heimaleikjum í röð. Grindavík og Valur eiga bæði eftir að vinna lið í efstu fimm sætunum en fá tækifæri til að breyta því í kvöld þegar Valur tekur á móti Haukum og Grindavík heimsækir Keflavík. Breiðablik, Hamar og KR hafa ekki fengið stig á móti efstu fimm liðunum í vetur og KR-konur eiga enn eftir að vinna leik. Þessi lið eru ekki líkleg til að berjast um sæti í úrslitakeppninni en keppast öll við að sleppa við fall. KR tekur á móti nýliðum Breiðabliks í kvöld. Bandarískir leikmenn liðanna eru eins og áður í stórum hlutverkum og skipa sér í sjö efstu sætin á listanum yfir hæsta framlag til síns liðs. Það vekur hins vegar athygli að þær stelpur sem eru með hæsta framlag af íslensku leikmönnunum eru allar að spila inni í eða í kringum teiginn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir hjá Hamri, Valskonurnar Ragnheiður Benónísdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir og María Ben Erlingsdóttir úr Grindavík hafa skilað mestu til sinna liða í upphafi móts af íslenskum leikmönnum deildarinnar. Keflavík, KR og Breiðablik eru líka með íslenska miðherja eða stóra framherja inni á topp tuttugu í framlagi. Stóru stelpurnar okkar eru því að standa sig í spennandi deild.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Leik lokið: KR - Njarðvík 101-57 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti