Alveg ferlegt bara… Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Í þessum skrifuðu orðum sit ég á fundi hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra (Dövas Nordiska Råd) og er alveg miður mín þar sem ég var að tilkynna fullrúum hinna Norðurlandaþjóðanna að túlkun í atvinnulífi, daglegu lífi og fjarsímatúlkun væri alveg í krassi á Íslandi eina ferðina enn. Hinir fulltrúarnir göptu af undrun þegar þau fengu svör við hve miklu væri varið í þessa túlkun, þetta er langt, langt, langt undir því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þetta hefur áhrif á mun miklu stærra samfélag en eingöngu þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál. Á fundinum ræddum við um sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun, um tungumálasamninginn, um samning vegna félagslegrar aðstoðar og fleiri mál. Mikið þótti mér leiðinlegt að vera Íslendingur þá, fulltrúi fyrir hönd Íslands á þessum fundi þar sem við erum langt á eftir í þessum málum. Ég hef séð hvað þetta hefur áhrif á marga félagsmenn Félags heyrnarlausra, marga sem eru tengdir þessum félagsmönnum, börn sem þurfa að sitja hjá og sjá foreldra sína vera utangátta, aldraða foreldra sem geta ekki átt samskipti við heyrnarlausu börnin sín, heyrnarlausa foreldra sem ná ekki að sinna skyldum sínum sem bekkjarfulltrúi eða umsjónarmaður í íþróttastarfi barnanna sinna og margt fleira. Ekki er rétt að vísa málinu á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, óréttlætanlegt er að ætlast til þess að forgangsraða eigi túlkunum með þessa pínulitlu fjárhæð sem veitt er í túlkun í daglegu lífi. Ekki er heldur rétt að vísa málinu til einhverrar nefndar, síðasta nefndin sem hefur verið starfandi er nefnd sem hefur unnið í rúmlega 4 ár. Enn hefur ekkert verið gert þrátt fyrir að tæplega 10 nefndir hafi verið starfandi síðan 1988. Nú segjum við stopp. Leyfið okkur að vera virkir þjóðfélagsþegnar, foreldrar, börn, húseigendur, fjölskyldumeðlimir, vinnufélagar, ættingjar og fleira og fleira. Ég vil geta mætt á næsta fund hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra sem stoltur Íslendingur sem er ekki mörgum tugum ára á eftir öðrum Norðurlandabúum í túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessum skrifuðu orðum sit ég á fundi hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra (Dövas Nordiska Råd) og er alveg miður mín þar sem ég var að tilkynna fullrúum hinna Norðurlandaþjóðanna að túlkun í atvinnulífi, daglegu lífi og fjarsímatúlkun væri alveg í krassi á Íslandi eina ferðina enn. Hinir fulltrúarnir göptu af undrun þegar þau fengu svör við hve miklu væri varið í þessa túlkun, þetta er langt, langt, langt undir því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þetta hefur áhrif á mun miklu stærra samfélag en eingöngu þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál. Á fundinum ræddum við um sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun, um tungumálasamninginn, um samning vegna félagslegrar aðstoðar og fleiri mál. Mikið þótti mér leiðinlegt að vera Íslendingur þá, fulltrúi fyrir hönd Íslands á þessum fundi þar sem við erum langt á eftir í þessum málum. Ég hef séð hvað þetta hefur áhrif á marga félagsmenn Félags heyrnarlausra, marga sem eru tengdir þessum félagsmönnum, börn sem þurfa að sitja hjá og sjá foreldra sína vera utangátta, aldraða foreldra sem geta ekki átt samskipti við heyrnarlausu börnin sín, heyrnarlausa foreldra sem ná ekki að sinna skyldum sínum sem bekkjarfulltrúi eða umsjónarmaður í íþróttastarfi barnanna sinna og margt fleira. Ekki er rétt að vísa málinu á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, óréttlætanlegt er að ætlast til þess að forgangsraða eigi túlkunum með þessa pínulitlu fjárhæð sem veitt er í túlkun í daglegu lífi. Ekki er heldur rétt að vísa málinu til einhverrar nefndar, síðasta nefndin sem hefur verið starfandi er nefnd sem hefur unnið í rúmlega 4 ár. Enn hefur ekkert verið gert þrátt fyrir að tæplega 10 nefndir hafi verið starfandi síðan 1988. Nú segjum við stopp. Leyfið okkur að vera virkir þjóðfélagsþegnar, foreldrar, börn, húseigendur, fjölskyldumeðlimir, vinnufélagar, ættingjar og fleira og fleira. Ég vil geta mætt á næsta fund hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra sem stoltur Íslendingur sem er ekki mörgum tugum ára á eftir öðrum Norðurlandabúum í túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausra.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar