Fótbolti

Aron Einar: Er með Víkingatattú því mér finnst það töff

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Plzen skrifar
Aron Einar kastar fyrirliðabandinu upp í stúku eftir Hollandsleikinn.
Aron Einar kastar fyrirliðabandinu upp í stúku eftir Hollandsleikinn. vísir/vilhelm
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta, segist hafa haft gaman að því hvað fólk hafði að segja um húðflúrin hans en þau hefur hann bæði á handleggjum og bringu.

„Það kom frétt um þau á einhverjum netmiðlinum og fólki fannst greinilega gaman að hrauna yfir tattúin mín. Ég hló mikið að því,“ segir hann.

„Þau eru bæði tileinkuð fjölskyldu minni og Íslandi. Ég er líka með víkingatattú einfaldlega af því að mér fannst það bara töff. Hérna er Þór með víkingahjálm,“ segir hann og bendir á bringuna á sér.

„Mig hefur alltaf langað að vera með tattú og ég óttast ekki hvernig ellin fer með þau. Ég verð vonandi bara fúlskeggjaður og grjótharður með víkingatattúin – þau gefa mér bara afsökun til að vinna áfram í kassanum,“ segir hann og hlær.


Tengdar fréttir

Miklu betri þegar það telur

Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur náð sínum besta árangri í keppnisleikjum frá upphafi eftir að Lars Lagerbäck tók við en gengið í vináttulandsleikjunum er ekki nærri því eins gott. Nýta vináttuleikina vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×