Jafnrétti – er von? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 20. nóvember 2014 08:00 Enn er langt í land þegar litið er til jafnréttis í okkar samfélagi. Niðurstöður gefa okkur neikvæða mynd af viðhorfum ungmenna til jafnréttis. Samfélagið í heild sinni virðist engan veginn vera að standa sig í stykkinu. Hugmyndir ungmenna um hlutverk kynjanna gefa til kynna að hægt þokist áfram og jafnvel sé um afturför að ræða. Vonbrigði leyna sér ekki, hver jafnréttisráðstefnan á fætur annarri er haldin þar sem farið er yfir frekar vonlausa stöðu, mikinn launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi í garð kvenna, hlutfall kvenna ekki sem skyldi í stjórnendastöðum svo ekki sé upptalin staða minnihlutahópa samfélagsins sem hallar á á degi hverjum. Mikil vonbrigði fylla hjörtu jafnréttissinna.En er von? Ástæða þessara skrifa er hins vegar raunveruleikinn sem ég bý við í starfi mínu með börnum í Hjallastefnuskóla, sú jafnréttiskennsla sem ég hef orðið vitni að og skilar áþreifanlegum árangri í þankagangi barna. Það er nefnilega þannig að við getum haft mikil áhrif á jafnréttismál með því að fylgja jafnréttiskennslu eftir í leik- og grunnskólum. Meðvitaðir kennarar um stöðu jafnréttismála, kennarar sem láta sig málið varða og láta verkin tala. Þar sem unnið er með viðhorf sem móta börn og ungmenni, vinna sem leiðir af sér ný viðhorf, nýja sýn sem gefur okkur ástæðu til þess að trúa því að það sé von.Tæki til jafnréttiskennslu Að starfa með börnum frá 10-12 ára sem hafa flest gengið í Hjallastefnuskóla frá því þau hófu skólagöngu sína í leikskóla og sjá og heyra hvernig viðhorf þeirra mótast og taka breytingum frá ári til árs er undursamlegt. Leið Hjallastefnunnar til jafnréttiskennslu er aðeins ein af mörgum og alls ekki sú eina rétta en hún virkar hins vegar og það er dásamlegur veruleiki sem við búum við. Það að vinna með leið sem skilar árangri gefur okkur tilefni til þess að fyllast jákvæðni og trú á að það sé virkilega von. Kynjaskipt skólastarf með markvissri uppbótavinnu fyrir bæði kyn er gríðarlega öflug leið en ég er hins vegar algjörlega sannfærð um að það eigi það sama við um fleiri leiðir. Aðalatriðið er eftirfylgni, markmið og skýr sýn á leiðir að árangrinum – í jafnréttiskennslu líkt og í allri annarri kennslu.Ný aðalnámskrá – jafnrétti Í nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla er sérstaklega fjallað um jafnrétti sem grunnþátt í öllu námi barna og því ber öllum skólum að fræða og búa börnum tækifæri innan skólakerfisins til frekari þroska, aukna jafnréttisvitund sem leiðir af sér breytt viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Það er hægt að koma mikilvægi jafnréttisviðhorfa til skila til barna og hafa jákvæð áhrif á viðhorf þeirra til jafnréttismála með því að standa með jafnréttiskennslu strax í leikskóla og áfram menntaveginn. Það hefur sýnt sig svo um munar hjá 12 ára hjallastefnubörnum. Þar verðum við áþreifanlega vör við að slík vinna beri raunverulegan ávinning þar sem stúlkur standa með sjálfum sér og drengir tala fyrir mikilvægi jafnrétti stúlkna jafnt sem drengja af hjartans einlægni. Ég nefni sérstaklega 12 ára börn vegna þess að viðhorfakennsla tekur tíma. Það þarf virkilega að standa með slíkri kennslu eins og við kjósum að kalla það hjá Hjallastefnunni. Galdurinn er nefnilega m.a. sá að standa með ákvörðunum og fylgja verkefnum eftir af trúmennsku. Þá á einhverjum tímapunkti springur afraksturinn út eins og blóm í haga. Ef skólasamfélagið virkilega beitir sér þá er von! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Enn er langt í land þegar litið er til jafnréttis í okkar samfélagi. Niðurstöður gefa okkur neikvæða mynd af viðhorfum ungmenna til jafnréttis. Samfélagið í heild sinni virðist engan veginn vera að standa sig í stykkinu. Hugmyndir ungmenna um hlutverk kynjanna gefa til kynna að hægt þokist áfram og jafnvel sé um afturför að ræða. Vonbrigði leyna sér ekki, hver jafnréttisráðstefnan á fætur annarri er haldin þar sem farið er yfir frekar vonlausa stöðu, mikinn launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi í garð kvenna, hlutfall kvenna ekki sem skyldi í stjórnendastöðum svo ekki sé upptalin staða minnihlutahópa samfélagsins sem hallar á á degi hverjum. Mikil vonbrigði fylla hjörtu jafnréttissinna.En er von? Ástæða þessara skrifa er hins vegar raunveruleikinn sem ég bý við í starfi mínu með börnum í Hjallastefnuskóla, sú jafnréttiskennsla sem ég hef orðið vitni að og skilar áþreifanlegum árangri í þankagangi barna. Það er nefnilega þannig að við getum haft mikil áhrif á jafnréttismál með því að fylgja jafnréttiskennslu eftir í leik- og grunnskólum. Meðvitaðir kennarar um stöðu jafnréttismála, kennarar sem láta sig málið varða og láta verkin tala. Þar sem unnið er með viðhorf sem móta börn og ungmenni, vinna sem leiðir af sér ný viðhorf, nýja sýn sem gefur okkur ástæðu til þess að trúa því að það sé von.Tæki til jafnréttiskennslu Að starfa með börnum frá 10-12 ára sem hafa flest gengið í Hjallastefnuskóla frá því þau hófu skólagöngu sína í leikskóla og sjá og heyra hvernig viðhorf þeirra mótast og taka breytingum frá ári til árs er undursamlegt. Leið Hjallastefnunnar til jafnréttiskennslu er aðeins ein af mörgum og alls ekki sú eina rétta en hún virkar hins vegar og það er dásamlegur veruleiki sem við búum við. Það að vinna með leið sem skilar árangri gefur okkur tilefni til þess að fyllast jákvæðni og trú á að það sé virkilega von. Kynjaskipt skólastarf með markvissri uppbótavinnu fyrir bæði kyn er gríðarlega öflug leið en ég er hins vegar algjörlega sannfærð um að það eigi það sama við um fleiri leiðir. Aðalatriðið er eftirfylgni, markmið og skýr sýn á leiðir að árangrinum – í jafnréttiskennslu líkt og í allri annarri kennslu.Ný aðalnámskrá – jafnrétti Í nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla er sérstaklega fjallað um jafnrétti sem grunnþátt í öllu námi barna og því ber öllum skólum að fræða og búa börnum tækifæri innan skólakerfisins til frekari þroska, aukna jafnréttisvitund sem leiðir af sér breytt viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Það er hægt að koma mikilvægi jafnréttisviðhorfa til skila til barna og hafa jákvæð áhrif á viðhorf þeirra til jafnréttismála með því að standa með jafnréttiskennslu strax í leikskóla og áfram menntaveginn. Það hefur sýnt sig svo um munar hjá 12 ára hjallastefnubörnum. Þar verðum við áþreifanlega vör við að slík vinna beri raunverulegan ávinning þar sem stúlkur standa með sjálfum sér og drengir tala fyrir mikilvægi jafnrétti stúlkna jafnt sem drengja af hjartans einlægni. Ég nefni sérstaklega 12 ára börn vegna þess að viðhorfakennsla tekur tíma. Það þarf virkilega að standa með slíkri kennslu eins og við kjósum að kalla það hjá Hjallastefnunni. Galdurinn er nefnilega m.a. sá að standa með ákvörðunum og fylgja verkefnum eftir af trúmennsku. Þá á einhverjum tímapunkti springur afraksturinn út eins og blóm í haga. Ef skólasamfélagið virkilega beitir sér þá er von!
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun