Áfengishöft ein mikilvægasta forvörnin Lára G. Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2014 10:00 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur frá árinu 1979 lagt til við aðildarþjóðir (þar á meðal Ísland) að vinna markvisst að því að minnka heildarneyslu áfengis en ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi flokkast sem „geðvirkt efni“ samkvæmt sjúkdómsgreiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Áfengi er þannig skilgreint sem vímu- eða fíkniefni sem ásamt tóbaki eru einu löglegu vímuefnin. Áfengi er algengasti vímugjafinn meðal almennings og oft undirrót heimilisofbeldis, vanrækslu barna, geðsjúkdóma, örorku, alvarlegra bílslysa, líkamsárása, sjálfsvíga og glæpa. Áfengi hefur þannig ekki einungis áhrif á líf þess sem neytir þess heldur einnig á líf maka, aðstandenda og annarra. Nú telja nokkrir alþingismenn að það að gera áfengissölu frjálsa bæti vínmenningu landans. Í ríkjum OECD þar sem höft eru á sölu áfengis er áfengisneysla 30% minni en í ríkjum þar sem sala er leyfð í matvörubúðum. Drykkja ungmenna er einnig minni í þeim löndum sem eru með höft eins og tíðkast hefur á Íslandi. Etanól krabbameinsvaldandi Tengsl áfengisneyslu og krabbameins hafa verið þekkt í meira en öld og nú er vitað að áfengi eykur líkur á krabbameini í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum kvenna. Einnig eru nokkrar vísbendingar um að það auki líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini og fleiri tegundum krabbameins en of fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að hægt sé að staðfesta það. Alþjóðakrabbameinsstofnunin (IARC) gaf út yfirlýsingu árið 1988 um að áfengi væri þekktur áhættuþáttur krabbameins. Þessi yfirlýsing var áréttuð 2007 og 2010. Áfengi inniheldur nokkur krabbameinsvaldandi efni svo sem etanól, asetaldehýð, aflatoxín og etýlkarbamat. Etanól hvarfast í lifrinni í asetaldehýð sem er aðalkrabbameinsvaldandi efnið í áfengi. Almennt gildir að því meira áfengis sem neytt er því meiri eru líkurnar á að þróa með sér krabbamein. Þeir sem aldrei hafa drukkið áfengi eru í minnstri áhættu en áhættan minnkar einnig við það að hætta að drekka.Þrjár milljónir dauðsfalla árlega Árið 2010 voru hátt í 3 milljónir dauðsfalla í heiminum af völdum áfengisneyslu. Áfengisneysla eykur á einn eða annan hátt líkur á yfir 200 sjúkdómum. Auk krabbameins eykur áfengisdrykkja líkur á smitsjúkdómum, sykursýki, geðsjúkdómum, hjarta- og æðasjúkdómum og meltingarfærasjúkdómum auk þess að geta haft skaðleg áhrif á fóstur.Sannreyndar leiðir Áhrifaríkar leiðir til að minnka áfengisneyslu eru einkum þrjár. Í fyrsta lagi er það takmörkun á framboði áfengis eins og tíðkast hér á landi ásamt nágrannalöndunum Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Síðan er verðstýring með því að hækka áfengisverð, hækka skatta, hækka áfengisgjald eða setja lágmarksverð afar mikilvæg. Í þriðja lagi hefur bann við áfengisauglýsingum mikið að segja. Lagt var til að auka fjárframlög til lýðheilsusjóðs til að auka forvarnir sem svar við auknu aðgengi áfengis. Það er ákveðin mótsögn í þessari tillögu því áhrifaríkustu forvarnirnar eru einmitt fengnar með höftum á aðgengi, verðstýringu og auglýsingabanni. Þessar aðgerðir eru ekki á verksviði forvarna sem lýðheilsusjóður úthlutar til og þrátt fyrir að mikilvægt sé að halda fræðslu á lofti hafa rannsóknir sýnt að fræðsla í forvarnarskyni gegn áfengisneyslu hefur einkum áhrif til skamms tíma.Stjórnvöld bera þunga ábyrgð Allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir eru þannig lagðar í hendur stjórnvalda. Það yrði stigið stórt skref aftur á bak með tilheyrandi afleiðingum ef frumvarp þetta yrði samþykkt og vegið að hinu góða forvarnarstarfi og lýðheilsuaðgerðum sem staðið hefur verið að hjá okkar þjóð. Okkur ber skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr neyslunni en ekki auka hana. Þannig stöndum við vörð um heilsu fólksins í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur frá árinu 1979 lagt til við aðildarþjóðir (þar á meðal Ísland) að vinna markvisst að því að minnka heildarneyslu áfengis en ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þjóðir heims standa frammi fyrir. Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi flokkast sem „geðvirkt efni“ samkvæmt sjúkdómsgreiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Áfengi er þannig skilgreint sem vímu- eða fíkniefni sem ásamt tóbaki eru einu löglegu vímuefnin. Áfengi er algengasti vímugjafinn meðal almennings og oft undirrót heimilisofbeldis, vanrækslu barna, geðsjúkdóma, örorku, alvarlegra bílslysa, líkamsárása, sjálfsvíga og glæpa. Áfengi hefur þannig ekki einungis áhrif á líf þess sem neytir þess heldur einnig á líf maka, aðstandenda og annarra. Nú telja nokkrir alþingismenn að það að gera áfengissölu frjálsa bæti vínmenningu landans. Í ríkjum OECD þar sem höft eru á sölu áfengis er áfengisneysla 30% minni en í ríkjum þar sem sala er leyfð í matvörubúðum. Drykkja ungmenna er einnig minni í þeim löndum sem eru með höft eins og tíðkast hefur á Íslandi. Etanól krabbameinsvaldandi Tengsl áfengisneyslu og krabbameins hafa verið þekkt í meira en öld og nú er vitað að áfengi eykur líkur á krabbameini í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum kvenna. Einnig eru nokkrar vísbendingar um að það auki líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini og fleiri tegundum krabbameins en of fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að hægt sé að staðfesta það. Alþjóðakrabbameinsstofnunin (IARC) gaf út yfirlýsingu árið 1988 um að áfengi væri þekktur áhættuþáttur krabbameins. Þessi yfirlýsing var áréttuð 2007 og 2010. Áfengi inniheldur nokkur krabbameinsvaldandi efni svo sem etanól, asetaldehýð, aflatoxín og etýlkarbamat. Etanól hvarfast í lifrinni í asetaldehýð sem er aðalkrabbameinsvaldandi efnið í áfengi. Almennt gildir að því meira áfengis sem neytt er því meiri eru líkurnar á að þróa með sér krabbamein. Þeir sem aldrei hafa drukkið áfengi eru í minnstri áhættu en áhættan minnkar einnig við það að hætta að drekka.Þrjár milljónir dauðsfalla árlega Árið 2010 voru hátt í 3 milljónir dauðsfalla í heiminum af völdum áfengisneyslu. Áfengisneysla eykur á einn eða annan hátt líkur á yfir 200 sjúkdómum. Auk krabbameins eykur áfengisdrykkja líkur á smitsjúkdómum, sykursýki, geðsjúkdómum, hjarta- og æðasjúkdómum og meltingarfærasjúkdómum auk þess að geta haft skaðleg áhrif á fóstur.Sannreyndar leiðir Áhrifaríkar leiðir til að minnka áfengisneyslu eru einkum þrjár. Í fyrsta lagi er það takmörkun á framboði áfengis eins og tíðkast hér á landi ásamt nágrannalöndunum Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Síðan er verðstýring með því að hækka áfengisverð, hækka skatta, hækka áfengisgjald eða setja lágmarksverð afar mikilvæg. Í þriðja lagi hefur bann við áfengisauglýsingum mikið að segja. Lagt var til að auka fjárframlög til lýðheilsusjóðs til að auka forvarnir sem svar við auknu aðgengi áfengis. Það er ákveðin mótsögn í þessari tillögu því áhrifaríkustu forvarnirnar eru einmitt fengnar með höftum á aðgengi, verðstýringu og auglýsingabanni. Þessar aðgerðir eru ekki á verksviði forvarna sem lýðheilsusjóður úthlutar til og þrátt fyrir að mikilvægt sé að halda fræðslu á lofti hafa rannsóknir sýnt að fræðsla í forvarnarskyni gegn áfengisneyslu hefur einkum áhrif til skamms tíma.Stjórnvöld bera þunga ábyrgð Allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir eru þannig lagðar í hendur stjórnvalda. Það yrði stigið stórt skref aftur á bak með tilheyrandi afleiðingum ef frumvarp þetta yrði samþykkt og vegið að hinu góða forvarnarstarfi og lýðheilsuaðgerðum sem staðið hefur verið að hjá okkar þjóð. Okkur ber skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr neyslunni en ekki auka hana. Þannig stöndum við vörð um heilsu fólksins í landinu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar