Hvar eru karlarnir? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Í dag, 25. nóvember, er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Með þessum degi er ætlunin að vekja athygli á brýnu máli sem snertir a.m.k. 35% kvenna víðs vegur um heimsbyggðina með beinum hætti, raunar er hlutfallið mun hærra að mati sumra. Það felst veruleg mótsögn í því að kynbundið ofbeldi sé jafn útbreitt og raun ber vitni á sama tíma og heimsbyggðin virðist þokast nær jafnrétti kynjanna. En er það svo? Þokumst við áleiðis? Þrátt fyrir jafnréttisbaráttu sem staðið hefur um áratugaskeið eigum við enn langt í land með að ná jafnrétti kynjanna og uppræta kyndbundið ofbeldi. Nýbirt úttekt World Economic Forum á jafnrétti kynjanna sýnir að umtalsverðum árangri hefur verið náð en niðurstöðurnar benda þó til þess að við eigum enn nokkuð í land. Á þetta bæði við um Ísland og Súrínam, eða í raun sérhvert land sem litið er til. Jafnréttisbaráttan snýst nefnilega um fleira en stefnumið, lagasetningu og reglugerðir. Baráttan fyrir jafnrétti kallar á breytingar á atferli og breytt hugarfar, ekki síst er kemur að neikvæðum staðalímyndum um bæði konur og karla. Hvernig getum við stuðlað að varanlegu jafnrétti kynjanna á meðan hugmyndum um kyn og valdahlutföll er viðhaldið, kynslóð fram af kynslóð? Það er alltof útbreitt viðhorf að jafnréttismálin séu kvennamál sem rædd séu af konum, fyrir konur. Hugmyndir okkar um ólík hlutverk kynjanna koma þannig í veg fyrir að karlar taki þátt í þessari umræðu með virkum hætti og fela í sér að það sé í raun ekki hlutverk karla að taka þátt í þessari umræðu, hvað þá heldur að vera hluti af lausninni. Fyrir fjölmarga karla eru þetta óþægileg mál sem auðveldara er að forðast. Fyrir réttum tíu árum ávarpaði frú Vigdís Finnbogadóttir norrænt hátíðarmálþing um jafnréttismál í Borgarleikhúsinu að viðstöddum fjölda gesta. Í ávarpi Vigdísar var spurt: „Af hverju eru konur ávallt sendar á fundi þar sem ræða á stöðu kvenna í samfélaginu?“ Spurningin „hvar eru karlarnir“ lá í loftinu þegar Vigdís varpaði fram hugmyndinni um heimsráðstefnu um stöðu kvenna, þar sem aðeins karlar tækju þátt. Orð Vigdísar náðu að fanga staðreynd sem birst hefur á óteljandi alþjóðlegum ráðstefnum og í fundarsölum um gervallan heim undanfarna áratugi. Þessu verður að breyta. Jafnrétti kynjanna er málefni sem tilheyrir okkur öllum; mér, þér, honum og henni. Fyrr í haust steig leikkonan Emma Watson, sérstakur sendiboði Sameinuðu þjóðanna, fram og ræddi hlutverk karla í jafnréttisbaráttunni og bauð körlum formlega til þátttöku í jafnréttisumræðunni. Við höfum þekkst þetta boð. Í janúar á næsta ári munu Ísland og Súrínam standa að svokallaðri rakarastofuráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York með það að markmiði að virkja karla og drengi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum ekki þeir fyrstu til að upphugsa slíkt. En við erum hins vegar sannfærðir um að það er mál að linni, nú er tíminn til að færa þessa brýnu umræðu ofar á dagskrána á æðsta vettvangi alþjóðasamskipta. Rakarastofuráðstefnan er eitt skref í þá átt. Með sama hætti og í #HeforShe-átakinu þá höfum við sett okkur það markmið að taka þátt í jafnréttisumræðunni á þeirri forsendu að hér sé ekki um kvennamálefni að ræða heldur réttindamál sem snertir okkur öll og kallar á þátttöku allra. Rakarastofuráðstefnan er framlag okkar til jafnréttisbaráttunnar og til að stöðva hvers kyns ofbeldi og mismunun sem konur og stúlkur verða fyrir dag hvern um allan heim. Hvergi í heiminum hefur náðst að rétta fullkomlega af þann halla sem ríkir milli karla og kvenna, þótt framþróun hafi átt sér stað. Ísland heldur áfram fyrsta sætinu í jafnréttisrannsókn World Economic Forum og á hinum endanum er Súrinam sem hefur tekið að sér forystuhlutverk í jafnréttismálum í Mið- og Suður-Ameríku. Rakarastofuráðstefnan er þannig skýrt dæmi um hvernig tvær smáar þjóðir, sitt hvorum megin á hnettinum, geta lagst á árar og reynt að stuðla að jákvæðum breytingum. Með samhæfðu átaki er unnt að ná árangri. En öll þurfum við að leggja okkar af mörkum til að þoka málinu áfram. Sem utanríkisráðherrar þessara tveggja þjóða heitum við á þjóðarleiðtoga, þjóðkjörna fulltrúa, athafnamenn og almenning að taka virkan þátt í þessari umræðu og leggjast þannig á sveif með jafnrétti kynjanna. Takið þátt! Hvernig sem þið leggið málinu lið, hvort sem það er með því vekja athygli á alþjóðlegum degi SÞ gegn kynbundnu ofbeldi eða taka þátt í orðræðu í anda rakarastofuráðstefunnar, þá hvetjum við alla til þátttöku. Ertu með? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 25. nóvember, er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Með þessum degi er ætlunin að vekja athygli á brýnu máli sem snertir a.m.k. 35% kvenna víðs vegur um heimsbyggðina með beinum hætti, raunar er hlutfallið mun hærra að mati sumra. Það felst veruleg mótsögn í því að kynbundið ofbeldi sé jafn útbreitt og raun ber vitni á sama tíma og heimsbyggðin virðist þokast nær jafnrétti kynjanna. En er það svo? Þokumst við áleiðis? Þrátt fyrir jafnréttisbaráttu sem staðið hefur um áratugaskeið eigum við enn langt í land með að ná jafnrétti kynjanna og uppræta kyndbundið ofbeldi. Nýbirt úttekt World Economic Forum á jafnrétti kynjanna sýnir að umtalsverðum árangri hefur verið náð en niðurstöðurnar benda þó til þess að við eigum enn nokkuð í land. Á þetta bæði við um Ísland og Súrínam, eða í raun sérhvert land sem litið er til. Jafnréttisbaráttan snýst nefnilega um fleira en stefnumið, lagasetningu og reglugerðir. Baráttan fyrir jafnrétti kallar á breytingar á atferli og breytt hugarfar, ekki síst er kemur að neikvæðum staðalímyndum um bæði konur og karla. Hvernig getum við stuðlað að varanlegu jafnrétti kynjanna á meðan hugmyndum um kyn og valdahlutföll er viðhaldið, kynslóð fram af kynslóð? Það er alltof útbreitt viðhorf að jafnréttismálin séu kvennamál sem rædd séu af konum, fyrir konur. Hugmyndir okkar um ólík hlutverk kynjanna koma þannig í veg fyrir að karlar taki þátt í þessari umræðu með virkum hætti og fela í sér að það sé í raun ekki hlutverk karla að taka þátt í þessari umræðu, hvað þá heldur að vera hluti af lausninni. Fyrir fjölmarga karla eru þetta óþægileg mál sem auðveldara er að forðast. Fyrir réttum tíu árum ávarpaði frú Vigdís Finnbogadóttir norrænt hátíðarmálþing um jafnréttismál í Borgarleikhúsinu að viðstöddum fjölda gesta. Í ávarpi Vigdísar var spurt: „Af hverju eru konur ávallt sendar á fundi þar sem ræða á stöðu kvenna í samfélaginu?“ Spurningin „hvar eru karlarnir“ lá í loftinu þegar Vigdís varpaði fram hugmyndinni um heimsráðstefnu um stöðu kvenna, þar sem aðeins karlar tækju þátt. Orð Vigdísar náðu að fanga staðreynd sem birst hefur á óteljandi alþjóðlegum ráðstefnum og í fundarsölum um gervallan heim undanfarna áratugi. Þessu verður að breyta. Jafnrétti kynjanna er málefni sem tilheyrir okkur öllum; mér, þér, honum og henni. Fyrr í haust steig leikkonan Emma Watson, sérstakur sendiboði Sameinuðu þjóðanna, fram og ræddi hlutverk karla í jafnréttisbaráttunni og bauð körlum formlega til þátttöku í jafnréttisumræðunni. Við höfum þekkst þetta boð. Í janúar á næsta ári munu Ísland og Súrínam standa að svokallaðri rakarastofuráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York með það að markmiði að virkja karla og drengi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum ekki þeir fyrstu til að upphugsa slíkt. En við erum hins vegar sannfærðir um að það er mál að linni, nú er tíminn til að færa þessa brýnu umræðu ofar á dagskrána á æðsta vettvangi alþjóðasamskipta. Rakarastofuráðstefnan er eitt skref í þá átt. Með sama hætti og í #HeforShe-átakinu þá höfum við sett okkur það markmið að taka þátt í jafnréttisumræðunni á þeirri forsendu að hér sé ekki um kvennamálefni að ræða heldur réttindamál sem snertir okkur öll og kallar á þátttöku allra. Rakarastofuráðstefnan er framlag okkar til jafnréttisbaráttunnar og til að stöðva hvers kyns ofbeldi og mismunun sem konur og stúlkur verða fyrir dag hvern um allan heim. Hvergi í heiminum hefur náðst að rétta fullkomlega af þann halla sem ríkir milli karla og kvenna, þótt framþróun hafi átt sér stað. Ísland heldur áfram fyrsta sætinu í jafnréttisrannsókn World Economic Forum og á hinum endanum er Súrinam sem hefur tekið að sér forystuhlutverk í jafnréttismálum í Mið- og Suður-Ameríku. Rakarastofuráðstefnan er þannig skýrt dæmi um hvernig tvær smáar þjóðir, sitt hvorum megin á hnettinum, geta lagst á árar og reynt að stuðla að jákvæðum breytingum. Með samhæfðu átaki er unnt að ná árangri. En öll þurfum við að leggja okkar af mörkum til að þoka málinu áfram. Sem utanríkisráðherrar þessara tveggja þjóða heitum við á þjóðarleiðtoga, þjóðkjörna fulltrúa, athafnamenn og almenning að taka virkan þátt í þessari umræðu og leggjast þannig á sveif með jafnrétti kynjanna. Takið þátt! Hvernig sem þið leggið málinu lið, hvort sem það er með því vekja athygli á alþjóðlegum degi SÞ gegn kynbundnu ofbeldi eða taka þátt í orðræðu í anda rakarastofuráðstefunnar, þá hvetjum við alla til þátttöku. Ertu með?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun