Fótbolti

Birkir Már semur á þriðjudag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson. Vísir/AFP
Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson mun ekki taka slaginn með Brann í norsku B-deildinni á næstu leiktíð.

Hann er á förum frá félaginu eftir farsælan feril sem fékk miður góðan endi er liðið tapaði fyrir smáliði Mjöndalen í umspili um laust sæti í efstu deild að ári. Það tap var mikið áfall fyrir félagið sem er eitt það stærsta í Noregi.

Birkir Már er á förum til sænska félagsins Hammarby sem tryggði sér sæti í efstu deild á dögunum. Liðið ætlar að festa sig í sessi þar.

„Ég reikna með því að þetta gangi eftir enda ekki margir lausir endar sem á eftir að ganga frá,“ segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Birkis Más.

Birkir Már mun mæta til félagsins í læknisskoðun á þriðjudag og gangi allt að óskum mun hann í kjölfarið skrifa undir samning við félagið.


Tengdar fréttir

Góða nótt, Brann

Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann féllu í gær úr norsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Mjöndalen í tveimur umspilsleikjum. Litla liðið frá Mjöndalen spilar því í úrvalsdeildinni næsta sumar.

Birkir fer frá Brann eftir umspilið

Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson spilar sinn síðasta leik fyrir Brann á miðvikudag. Liðsins bíða tveir leikir í umspili um laust sæti í efstu deild að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×