Dagur: Fannst margt mæla með Erlingi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. desember 2014 08:00 Erlingur flytur frá Vín í Austurríki til Berlínar í Þýskalandi í sumar er hann tekur við Füchse Berlin. vísir/Daníel Enn einn íslenski þjálfarinn hefur verið ráðinn til félags í þýsku úrvalsdeildinni en í gær var tilkynnt að Füchse Berlin hefði ráðið Eyjamanninn Erling Richardsson til að taka við þjálfun liðsins af Degi Sigurðssyni sem hefur náð góðum árangri með félagið síðan hann tók við því árið 2009. Leitin að eftirmanni Dags hófst svo fyrr í haust eftir að hann var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins og mun hann láta af störfum hjá refunum í Berlín í sumar. „Ég held að þetta sé mikið gæfuskref fyrir alla aðila,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær. Hann kom þó ekki að ráðningu Erlings með beinum hætti en Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlin, leitaði þó ráða hjá Degi. „Ég var spurður álits á mörgum þjálfurum og mér fannst mjög margt mæla með Erlingi. Hann er með báða fætur á jörðinni, kemur hreint og beint fram og er góður drengur. Hann hefur sýnt að hann vinnur vel með ungum leikmönnum og það eru eiginleikar sem henta Füchse Berlin afar vel,“ segir Dagur. Erlingur klárar tímabilið með Westwien sem trónir á toppi austurrísku úrvalsdeildarinnar en hann hefur stýrt liðinu undanfarið eitt og hálft ár. Þar er Konrad Wilczynski framkvæmdastjóri en hann þekkir vel til Füchse Berlin og Dags enda var hann sjálfur leikmaður liðsins til margra ára.Dagur SigurðssonFékk góð meðmæli„Við eigum enn í nánum samskiptum við Konny, við fengum góð meðmæli frá honum. Framkvæmdastjóri okkar [Bob Hanning] fékk því góð meðmæli úr mörgum áttum fyrir Erling og fékk strax góða tilfinningu fyrir honum,“ segir Dagur. Hanning hefur komið fram í þýskum fjölmiðlum að undanförnu og tekið fram að margir hafi komið til greina í starfið. „Við tókum okkur tíma til að finna úr því hver passaði best við okkur,“ sagði Hanning í viðtali á heimasíðu félagsins. „ Við komumst að því að við áttum mest sameiginlegt með Erlingi,“ bætti hann við en Erlingur segir sjálfur á síðunni að hann hafi alla tíð lagt áherslu á að hlúa vel að ungum leikmönnum. „Áhersla félagsins er að vera með í keppni bestu liða Þýskalands og Evrópu en við viljum nýta þá stráka sem koma upp úr unglingastarfinu okkar,“ segir Dagur. „Það starf hefur verið öflugt og yfirleitt skilað 1-2 leikmönnum á hverju ári sem eru tilbúnir að taka þann slag.“ Einn af þessum vetrum Füchse Berlin er sem stendur í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og talsvert frá toppliðum deildarinnar. Mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn og lengdist meiðslalistinn enn nú í vikunni. „Ég fékk tilkynningu í [gær]nótt að örvhenta skyttan mín [Konstantin Igropulo] hefði fengið botnlangakast og þurft að fara í aðgerð. Hann spilar því ekki meira með á árinu. Þetta er bara einn af þessum vetrum,“ segir hann í léttum dúr. „En við erum þó ágætlega sáttir á meðan við eigum enn möguleika á að ná efstu 5-6 sætunum sem er það sem við stefndum á fyrir tímabilið. Þá erum við enn með í Evrópukeppninni sem og bikarnum,“ segir Dagur sem reiknar með því að endurheimta nokkra menn úr meiðslum eftir vetrarfríið í deildinni. Auk Dags eru nú starfandi þjálfarar í efstu deild í Þýskalandi þeir Alfreð Gíslason hjá Kiel og Geir Sveinsson hjá Magdeburg. Guðmundur Guðmundsson hætti hjá Rhein-Neckar Löwen í sumar og tók við danska landsliðinu og þá á Ísland fjölda þjálfara á Norðurlöndunum og þýsku B-deildinni.Vinnusamir og lausir við stæla „Ég held að aðalatriðið sé að árangurinn hefur verið góður,“ segir Dagur um sívaxandi vinsældir íslenskra þjálfara. „Þar að auki fer gott orð af íslenskum þjálfurum – þeir eru vinnusamir og lausir við mikla stæla. Almennt tel ég að þeir séu vel liðnir í faginu,“ segir Dagur. Erlingur Richardsson neitaði beiðni Fréttablaðsins um viðtal þegar eftir því var leitað. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Enn einn íslenski þjálfarinn hefur verið ráðinn til félags í þýsku úrvalsdeildinni en í gær var tilkynnt að Füchse Berlin hefði ráðið Eyjamanninn Erling Richardsson til að taka við þjálfun liðsins af Degi Sigurðssyni sem hefur náð góðum árangri með félagið síðan hann tók við því árið 2009. Leitin að eftirmanni Dags hófst svo fyrr í haust eftir að hann var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins og mun hann láta af störfum hjá refunum í Berlín í sumar. „Ég held að þetta sé mikið gæfuskref fyrir alla aðila,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær. Hann kom þó ekki að ráðningu Erlings með beinum hætti en Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlin, leitaði þó ráða hjá Degi. „Ég var spurður álits á mörgum þjálfurum og mér fannst mjög margt mæla með Erlingi. Hann er með báða fætur á jörðinni, kemur hreint og beint fram og er góður drengur. Hann hefur sýnt að hann vinnur vel með ungum leikmönnum og það eru eiginleikar sem henta Füchse Berlin afar vel,“ segir Dagur. Erlingur klárar tímabilið með Westwien sem trónir á toppi austurrísku úrvalsdeildarinnar en hann hefur stýrt liðinu undanfarið eitt og hálft ár. Þar er Konrad Wilczynski framkvæmdastjóri en hann þekkir vel til Füchse Berlin og Dags enda var hann sjálfur leikmaður liðsins til margra ára.Dagur SigurðssonFékk góð meðmæli„Við eigum enn í nánum samskiptum við Konny, við fengum góð meðmæli frá honum. Framkvæmdastjóri okkar [Bob Hanning] fékk því góð meðmæli úr mörgum áttum fyrir Erling og fékk strax góða tilfinningu fyrir honum,“ segir Dagur. Hanning hefur komið fram í þýskum fjölmiðlum að undanförnu og tekið fram að margir hafi komið til greina í starfið. „Við tókum okkur tíma til að finna úr því hver passaði best við okkur,“ sagði Hanning í viðtali á heimasíðu félagsins. „ Við komumst að því að við áttum mest sameiginlegt með Erlingi,“ bætti hann við en Erlingur segir sjálfur á síðunni að hann hafi alla tíð lagt áherslu á að hlúa vel að ungum leikmönnum. „Áhersla félagsins er að vera með í keppni bestu liða Þýskalands og Evrópu en við viljum nýta þá stráka sem koma upp úr unglingastarfinu okkar,“ segir Dagur. „Það starf hefur verið öflugt og yfirleitt skilað 1-2 leikmönnum á hverju ári sem eru tilbúnir að taka þann slag.“ Einn af þessum vetrum Füchse Berlin er sem stendur í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og talsvert frá toppliðum deildarinnar. Mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn og lengdist meiðslalistinn enn nú í vikunni. „Ég fékk tilkynningu í [gær]nótt að örvhenta skyttan mín [Konstantin Igropulo] hefði fengið botnlangakast og þurft að fara í aðgerð. Hann spilar því ekki meira með á árinu. Þetta er bara einn af þessum vetrum,“ segir hann í léttum dúr. „En við erum þó ágætlega sáttir á meðan við eigum enn möguleika á að ná efstu 5-6 sætunum sem er það sem við stefndum á fyrir tímabilið. Þá erum við enn með í Evrópukeppninni sem og bikarnum,“ segir Dagur sem reiknar með því að endurheimta nokkra menn úr meiðslum eftir vetrarfríið í deildinni. Auk Dags eru nú starfandi þjálfarar í efstu deild í Þýskalandi þeir Alfreð Gíslason hjá Kiel og Geir Sveinsson hjá Magdeburg. Guðmundur Guðmundsson hætti hjá Rhein-Neckar Löwen í sumar og tók við danska landsliðinu og þá á Ísland fjölda þjálfara á Norðurlöndunum og þýsku B-deildinni.Vinnusamir og lausir við stæla „Ég held að aðalatriðið sé að árangurinn hefur verið góður,“ segir Dagur um sívaxandi vinsældir íslenskra þjálfara. „Þar að auki fer gott orð af íslenskum þjálfurum – þeir eru vinnusamir og lausir við mikla stæla. Almennt tel ég að þeir séu vel liðnir í faginu,“ segir Dagur. Erlingur Richardsson neitaði beiðni Fréttablaðsins um viðtal þegar eftir því var leitað.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira