Alþingi ekki í jólafrí fyrr en samningar nást við lækna Jón Þór Ólafsson skrifar 9. desember 2014 07:00 Það er afgerandi vilji landsmanna að forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember. Þetta á við alla aldursflokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í fyrsta eða annað sæti málaflokka á fjárlögum. Næst á eftir eru menntamál með 44%. Þingmenn ræða þessa dagana forgangsröðun skattfjár í fjárlögum fyrir næsta ár. Stjórnmálaályktun 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir síðustu kosningarnar er sammála þessari forgangsröðun og segir að það skuli „leggja skattfé fyrst í þau verkefni sem eru brýn og áríðandi“ og nefnir þar fyrst: „Örugg heilbrigðisþjónusta.“ Í stefnuskrá XD í síðustu kosningum var kafli um heilbrigðismál sem sagði það vera leiðarljós „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“. Kosningaloforð XB fyrir kosningar í heilbrigðismálum voru að leggja ríka áherslu á „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar.“ Stjórnarsáttmáli flokkanna segir svo: „Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd.“ Læknar eru langþreyttir og hafa í fyrsta skipti í sögu landsins farið í verkfall. Við landsmenn stöndum frammi fyrir miklu brotthvarfi þeirra og minna öryggi í heilbrigðismálum. Lítil von er meðal lækna um að það takist að semja. Margir gjörgæslulæknar ætla að segja upp um áramót ef ekki tekst að semja. Eftir gefin kosningaloforð, alvöru ástandsins og skýran vilja kjósenda allra flokka þá eiga þingmenn ekki að fara í jólafrí fyrr en samningar nást við lækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Það er afgerandi vilji landsmanna að forgangsraða sínu skattfé í heilbrigðiskerfið eins og fram kemur í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember. Þetta á við alla aldursflokka, alla tekjuflokka, kjósendur allra flokka og úr öllum kjördæmum, konur og karla. Meira en 90% landsmanna setja heilbrigðiskerfið í fyrsta eða annað sæti málaflokka á fjárlögum. Næst á eftir eru menntamál með 44%. Þingmenn ræða þessa dagana forgangsröðun skattfjár í fjárlögum fyrir næsta ár. Stjórnmálaályktun 41. landsfundar Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir síðustu kosningarnar er sammála þessari forgangsröðun og segir að það skuli „leggja skattfé fyrst í þau verkefni sem eru brýn og áríðandi“ og nefnir þar fyrst: „Örugg heilbrigðisþjónusta.“ Í stefnuskrá XD í síðustu kosningum var kafli um heilbrigðismál sem sagði það vera leiðarljós „að heilbrigðisstarfsfólkið okkar eru hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins“. Kosningaloforð XB fyrir kosningar í heilbrigðismálum voru að leggja ríka áherslu á „að verðmæti heilbrigðisþjónustunnar felst fyrst og fremst í mannauðnum og því þarf að bæta starfsumhverfi og kjör heilbrigðisstétta og draga þannig úr brotthvarfi innan stéttarinnar.“ Stjórnarsáttmáli flokkanna segir svo: „Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd.“ Læknar eru langþreyttir og hafa í fyrsta skipti í sögu landsins farið í verkfall. Við landsmenn stöndum frammi fyrir miklu brotthvarfi þeirra og minna öryggi í heilbrigðismálum. Lítil von er meðal lækna um að það takist að semja. Margir gjörgæslulæknar ætla að segja upp um áramót ef ekki tekst að semja. Eftir gefin kosningaloforð, alvöru ástandsins og skýran vilja kjósenda allra flokka þá eiga þingmenn ekki að fara í jólafrí fyrr en samningar nást við lækna.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar