Strákarnir spila gegn NBA-stjörnum á EM næsta haust Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2014 06:00 Gasol-bræðurnir fara fyrir ógnarsterku liði Spánverja. vísir/AFP Þegar ljóst varð að Ísland yrði í B-riðli með hverri stórþjóðinni á fætur annarri á EM í körfubolta næsta haust fór um marga stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Það var ljóst að verkefnið hefði varla getað verið erfiðara fyrir strákana okkar sem þreyta frumraun sína á stórmóti í körfubolta í Berlín í septembermánuði næstkomandi. Teitur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, fylgdist eins og margir aðrir gríðarlega spenntur með drættinum í fyrradag og honum leist vel á útkomuna. „Mér finnst þetta hálfgerður draumur,“ segir Teitur. „Draumur fyrir kannski alla aðra en leikmenn íslenska landsliðsins enda varla raunhæft að ætlast til þess að liðið fari langt í þessari keppni. Vonandi eiga þeir eftir að valda hinum liðunum einhverjum vandræðum en fyrst og fremst eiga þeir að njóta þess að spila gegn þessum köllum. Það verður hápunktur ferilsins hjá öllum þessum strákum sem fá að taka þátt í þessu,“ segir Teitur. Eins og sjá má á úttektinni hér til hliðar eiga öll liðin sem eru með Íslandi í riðli minnst einn leikmann í NBA-deildinni, líkt og Snorri Örn Arnaldsson körfuboltaþjálfari benti á skömmu eftir dráttinn. Spánverjar, sem Teitur segir að séu fyrirfram með sterkasta lið riðilsins, eiga sjö. „Þetta eru langflestir NBA-leikmenn sem eru að byrja inn á hjá sínum liðum. Þetta eru engir aukvisar og ég á von á að sviðsljósið í keppninni verði fyrst og fremst á þessum riðli,“ segir Teitur. „Svo verða Þjóðverjar á heimavelli og vonandi að þeir fái að njóta krafta þeirra Dirk Nowitzky og Chris Kaman í mótinu. Mér finnst líklegt að fyrst Þjóðverjar verða á heimavelli að þeir reyni að koma saman sínu allra sterkasta liði.“ Evrópskir leikmenn í NBA-deildinni hafa ekki alltaf getað gefið kost á sér þegar lönd þeirra keppa á Evrópumeistaramóti en Teitur telur að stemningin fyrir þessari keppni sé slík að það sé vilji hjá langflestum þeirra til að taka þátt. „Sérstaklega í þessum riðli. Hann er það sterkur að öll lið vilja mæta til leiks með sína allra bestu leikmenn.“ Evrópumeistaramótið í körfubolta hefst þann 5. nóvember og stendur yfir í fimmtán daga. Fjögur lið úr hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslitin í keppninni.grafík/fréttablaðið Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Þegar ljóst varð að Ísland yrði í B-riðli með hverri stórþjóðinni á fætur annarri á EM í körfubolta næsta haust fór um marga stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Það var ljóst að verkefnið hefði varla getað verið erfiðara fyrir strákana okkar sem þreyta frumraun sína á stórmóti í körfubolta í Berlín í septembermánuði næstkomandi. Teitur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, fylgdist eins og margir aðrir gríðarlega spenntur með drættinum í fyrradag og honum leist vel á útkomuna. „Mér finnst þetta hálfgerður draumur,“ segir Teitur. „Draumur fyrir kannski alla aðra en leikmenn íslenska landsliðsins enda varla raunhæft að ætlast til þess að liðið fari langt í þessari keppni. Vonandi eiga þeir eftir að valda hinum liðunum einhverjum vandræðum en fyrst og fremst eiga þeir að njóta þess að spila gegn þessum köllum. Það verður hápunktur ferilsins hjá öllum þessum strákum sem fá að taka þátt í þessu,“ segir Teitur. Eins og sjá má á úttektinni hér til hliðar eiga öll liðin sem eru með Íslandi í riðli minnst einn leikmann í NBA-deildinni, líkt og Snorri Örn Arnaldsson körfuboltaþjálfari benti á skömmu eftir dráttinn. Spánverjar, sem Teitur segir að séu fyrirfram með sterkasta lið riðilsins, eiga sjö. „Þetta eru langflestir NBA-leikmenn sem eru að byrja inn á hjá sínum liðum. Þetta eru engir aukvisar og ég á von á að sviðsljósið í keppninni verði fyrst og fremst á þessum riðli,“ segir Teitur. „Svo verða Þjóðverjar á heimavelli og vonandi að þeir fái að njóta krafta þeirra Dirk Nowitzky og Chris Kaman í mótinu. Mér finnst líklegt að fyrst Þjóðverjar verða á heimavelli að þeir reyni að koma saman sínu allra sterkasta liði.“ Evrópskir leikmenn í NBA-deildinni hafa ekki alltaf getað gefið kost á sér þegar lönd þeirra keppa á Evrópumeistaramóti en Teitur telur að stemningin fyrir þessari keppni sé slík að það sé vilji hjá langflestum þeirra til að taka þátt. „Sérstaklega í þessum riðli. Hann er það sterkur að öll lið vilja mæta til leiks með sína allra bestu leikmenn.“ Evrópumeistaramótið í körfubolta hefst þann 5. nóvember og stendur yfir í fimmtán daga. Fjögur lið úr hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslitin í keppninni.grafík/fréttablaðið
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - ÍA 0-2 | Skagamenn fjarlægjast fallsvæðið Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18
Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09
Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01