Snæfellsstúlkur slógu við KR-piltum árið 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2014 06:00 Páll Óskar syngur hér fyrir nýkrýnda Íslandsmeistara í vor. Fréttablaðið/ÓskarÓ Árið 2014 gat varla verið mikið betra fyrir kvennalið Snæfells sem í vor fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli og endaði síðan árið í toppsæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Snæfell tapaði reyndar í bikarúrslitaleiknum í febrúar og í undanúrslitum Lengjubikarsins í haust en varð bæði deildarmeistari og meistari meistaranna. Þetta var sögulegur titill í Stykkishólmi en sagan var skrifuð á fleiri stöðum í ár. Þegar kemur að deildarkeppninni hefur ekkert lið í sögu úrvalsdeildar kvenna tekist að vinna svona marga deildarleiki á almanaksári.96 prósent sigurhlutfall Snæfellskonur koma inn í jólafríið á tíu leikja sigurgöngu og höfðu áður unnið sautján fyrstu deildarleiki ársins. Alls unnust 27 af 28 deildarleikjum ársins sem gerir 96 prósent sigurhlutfall. Karlalið KR vann 21 af 22 deildarleikjum sínum í ár (95 prósent). „Ég gerði mér nú ekki grein fyrir að liðið hefði ekki tapað meira en einum leik í deild, það er magnað og tel ég að vinnusemin í liðinu ásamt góðum kjarna af leikmönnum sem skilja hlutverk sín sé að skila þessum árangri. Liðið tapaði því fjórum af 40 leikjum á öllu á árinu sem ég mjög stoltur af,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins. „Ég tel að það sé einstakt hvernig liðið hefur spilað því við náum ekki mörgum æfingum allar saman enda nokkrir leikmenn búsettir í Reykjavík. Þetta hefur ekki haft áhrif á það að við náum vel saman á vellinum,“ segir Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfellsliðsins.xxxxx„Stelpurnar eru tilbúnar að framkvæma það sem liðið ætlar sér og hafa góðan leikskilning. Liðið er síðan leitt af Hildi Sig og hennar leikur smitar út frá sér. Það sýndi líka styrk stúlknanna að við sigrum úrslitakeppnina nánast án erlends leikmanns í fyrra,“ segir Ingi Þór.Misstu þrjá byrjunarliðsmenn Snæfell missti í sumar þrjá byrjunarliðsleikmenn, Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrún Gróu Þorsteinsdóttur, sem voru báðar valdar í úrvalslið ársins á síðasta tímabili og svo hina ungu Evu Margréti Kristjánsdóttur. Það má því segja að Ingi Þór hafi nánast þurft að setja saman nýtt lið. „Í fyrra voru Guðrún Gróa og Hildur Björg magnaðar og var maður svolítið kvíðinn fyrir því að missa þær. Einnig fór Eva Margrét aftur vestur en hún var x-faktor fyrir okkur. Við fengum Gunnhildi (Gunnarsdóttur) og Maríu (Björnsdóttur) til baka og höfum við haldið sjó eftir miklar breytingar,“ segir Ingi Þór. Hildur segir ekkert erfiðara fyrir þær að mæta inn í mótið sem ríkjandi Íslandsmeistarar. „Við erum með nýtt lið og allar tilbúnar og viljugar til að endurtaka leikinn,“ segir Hildur. Það spillir ekki fyrir Snæfellsliðinu að hafa dottið í lukkupottinn með bandaríska leikmanninn sinn, Kristen McCarthy, sem er með 25,8 stig og 12,4 fráköst að meðaltali. „Í ár erum við með alveg ljómandi heilsteypta stúlku sem erlendan leikmann og ég veit að stelpurnar eru ekki saddar. Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikið eftir af mótinu. Við teljum okkur eiga nokkuð mikið inni hjá mörgum leikmönnum. Við erum með ný markmið en titillinn á síðasta tímabili hjálpaði okkur með sjálfstraustið sem og hver sigurleikur,“ segir Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2014 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Árið 2014 gat varla verið mikið betra fyrir kvennalið Snæfells sem í vor fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli og endaði síðan árið í toppsæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Snæfell tapaði reyndar í bikarúrslitaleiknum í febrúar og í undanúrslitum Lengjubikarsins í haust en varð bæði deildarmeistari og meistari meistaranna. Þetta var sögulegur titill í Stykkishólmi en sagan var skrifuð á fleiri stöðum í ár. Þegar kemur að deildarkeppninni hefur ekkert lið í sögu úrvalsdeildar kvenna tekist að vinna svona marga deildarleiki á almanaksári.96 prósent sigurhlutfall Snæfellskonur koma inn í jólafríið á tíu leikja sigurgöngu og höfðu áður unnið sautján fyrstu deildarleiki ársins. Alls unnust 27 af 28 deildarleikjum ársins sem gerir 96 prósent sigurhlutfall. Karlalið KR vann 21 af 22 deildarleikjum sínum í ár (95 prósent). „Ég gerði mér nú ekki grein fyrir að liðið hefði ekki tapað meira en einum leik í deild, það er magnað og tel ég að vinnusemin í liðinu ásamt góðum kjarna af leikmönnum sem skilja hlutverk sín sé að skila þessum árangri. Liðið tapaði því fjórum af 40 leikjum á öllu á árinu sem ég mjög stoltur af,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins. „Ég tel að það sé einstakt hvernig liðið hefur spilað því við náum ekki mörgum æfingum allar saman enda nokkrir leikmenn búsettir í Reykjavík. Þetta hefur ekki haft áhrif á það að við náum vel saman á vellinum,“ segir Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfellsliðsins.xxxxx„Stelpurnar eru tilbúnar að framkvæma það sem liðið ætlar sér og hafa góðan leikskilning. Liðið er síðan leitt af Hildi Sig og hennar leikur smitar út frá sér. Það sýndi líka styrk stúlknanna að við sigrum úrslitakeppnina nánast án erlends leikmanns í fyrra,“ segir Ingi Þór.Misstu þrjá byrjunarliðsmenn Snæfell missti í sumar þrjá byrjunarliðsleikmenn, Hildi Björgu Kjartansdóttur og Guðrún Gróu Þorsteinsdóttur, sem voru báðar valdar í úrvalslið ársins á síðasta tímabili og svo hina ungu Evu Margréti Kristjánsdóttur. Það má því segja að Ingi Þór hafi nánast þurft að setja saman nýtt lið. „Í fyrra voru Guðrún Gróa og Hildur Björg magnaðar og var maður svolítið kvíðinn fyrir því að missa þær. Einnig fór Eva Margrét aftur vestur en hún var x-faktor fyrir okkur. Við fengum Gunnhildi (Gunnarsdóttur) og Maríu (Björnsdóttur) til baka og höfum við haldið sjó eftir miklar breytingar,“ segir Ingi Þór. Hildur segir ekkert erfiðara fyrir þær að mæta inn í mótið sem ríkjandi Íslandsmeistarar. „Við erum með nýtt lið og allar tilbúnar og viljugar til að endurtaka leikinn,“ segir Hildur. Það spillir ekki fyrir Snæfellsliðinu að hafa dottið í lukkupottinn með bandaríska leikmanninn sinn, Kristen McCarthy, sem er með 25,8 stig og 12,4 fráköst að meðaltali. „Í ár erum við með alveg ljómandi heilsteypta stúlku sem erlendan leikmann og ég veit að stelpurnar eru ekki saddar. Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikið eftir af mótinu. Við teljum okkur eiga nokkuð mikið inni hjá mörgum leikmönnum. Við erum með ný markmið en titillinn á síðasta tímabili hjálpaði okkur með sjálfstraustið sem og hver sigurleikur,“ segir Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2014 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira