Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2015 08:54 Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. Vísir/AFP Lögregla réðst til atlögu gegn báðum gíslatökustöðunum í og í kringum París um klukkan 16. AFP greinir frá því að bræðurnir Said og Cherif Kouachi séu báðir látnir og að takist hafi að bjarga gíslinum í prentsmiðjunni í Dammartin. Greint hefur verið frá því að gíslatökumaðurinn í París hafi fallið í aðgerðum lögreglu auk að minnsta kosti fjögurra gísla sem voru í versluninni. Áður hafði verið greint frá því að allir gíslarnir hefðu komist lífs af. Ekki liggur fyrir hvort þeir hafi látist fyrir eða eftir áhlaup lögreglu.Umsátur hófst í morgun Mikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir í Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París, í allan dag en Kouachi-bræðurnir, sem grunaðir eru um árásina á skrifstofur Charlie Hebdo, hafa haldið þar til með minnst einn gísl í haldi. AFP greinir frá því að bræðurnir hafi haldið út úr prentsmiðjunni og byrjað að skjóta í átt að lögreglu. Hafi þeir verið skotnir til bana. Skothljóð og fjórar eða fimm sprengingar heyrðust í sjónvarpsútsendingum frá staðnum. Tveir lögreglumenn særðust í aðgerðum við verslunina í austurhluta Parísarborgar. Minnst fjórir gíslar létu lífið í umsátrinu í austurhluta Parísar. Franska lögreglan réðist til atlögu gegn gíslatökustöðunum í samræmdri aðgerð. Alsírska leyniþjónustan varaði á þriðjudag frönsk yfirvöld við yfirvofandi hryðjuverkaárás. Það var daginn áður en að ráðist var á skrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo. Franska sjónvarpsstöðin iTele greinir frá þessu. Bræðurnir eru ættaðir frá Alsír.Tengdist bræðrunum Amedy Coulibaly réðist þungvopnaður inn í kosher matvöruverslun í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar og tók minnst fimm gíslingu, þar á meðal börn í dag eftir að umsátur í Dammartin-en-Goële hafði staðið í nokkurn tíma. Samkvæmt sjónarvottum var hann vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum. Coulibaly hafði krafist þess við lögreglu að Kouachi-bræðrunum yrði sleppt úr umsátri lögreglunnar. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum tengdist Coulibaly bræðrunum. Coulibaly er með langan sakaferil og hefur margoft verið dæmdur vegna þjófnaðar- og fíkniefnamála. Þá hefur nafn hans komið upp í tengslum við lögreglurannsóknir þar sem nafn Cherif Kouachi hefur komið upp. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal . Símahleranir lögreglu hafi leitt í ljós að tvímenningarnir hafi heimsótt heimili Beghal í bænum Murat í suðurhluta Frakklands.Reyndu að drepa prentfrelsið Bræðurnir eru grunaðir eru um árásina á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudaginn. Tólf manns létust í árásinni, þar af tveir lögreglumenn og átta starfsmenn blaðsins. Þjóðarsorg var í Frakklandi í gær og hefur viðbúnaður verið færður á hæsta stig í París og á þeim stöðum sem mannanna hefur verið leitað. Mikill víðbúnaður var við ritstjórnarskrifstofur Liberation í París í morgun þar sem blaðamenn og teiknarar hafa komið saman til að vinna að útgáfu næsta tölublaðs Charlie Hebdo. Valls forsætisráðherra heimsótti ritstjórnarskrifstofurnar um hádegisbil. Sagði hann árásarmennina reynt að drepa prentfrelsið og sterkasta svarið við því væri að halda útgáfu blaðsins Charlie Hebdo áfram. Stór hluti ritstjórnarinnar lést í árásinni og hafa aðrir fjölmiðlar boðið fram starfskrafta til að tryggja útgáfu blaðsins, þar á meðal Liberation. Þá hefur franska ríkið einnig boðið fram stuðning. Tölublaðið verður gefið út í milljón eintaka, en blaðið var vanalega gefið út í minna en 60 þúsund eintökum. Charlie Hebdo Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Lögregla réðst til atlögu gegn báðum gíslatökustöðunum í og í kringum París um klukkan 16. AFP greinir frá því að bræðurnir Said og Cherif Kouachi séu báðir látnir og að takist hafi að bjarga gíslinum í prentsmiðjunni í Dammartin. Greint hefur verið frá því að gíslatökumaðurinn í París hafi fallið í aðgerðum lögreglu auk að minnsta kosti fjögurra gísla sem voru í versluninni. Áður hafði verið greint frá því að allir gíslarnir hefðu komist lífs af. Ekki liggur fyrir hvort þeir hafi látist fyrir eða eftir áhlaup lögreglu.Umsátur hófst í morgun Mikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir í Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París, í allan dag en Kouachi-bræðurnir, sem grunaðir eru um árásina á skrifstofur Charlie Hebdo, hafa haldið þar til með minnst einn gísl í haldi. AFP greinir frá því að bræðurnir hafi haldið út úr prentsmiðjunni og byrjað að skjóta í átt að lögreglu. Hafi þeir verið skotnir til bana. Skothljóð og fjórar eða fimm sprengingar heyrðust í sjónvarpsútsendingum frá staðnum. Tveir lögreglumenn særðust í aðgerðum við verslunina í austurhluta Parísarborgar. Minnst fjórir gíslar létu lífið í umsátrinu í austurhluta Parísar. Franska lögreglan réðist til atlögu gegn gíslatökustöðunum í samræmdri aðgerð. Alsírska leyniþjónustan varaði á þriðjudag frönsk yfirvöld við yfirvofandi hryðjuverkaárás. Það var daginn áður en að ráðist var á skrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo. Franska sjónvarpsstöðin iTele greinir frá þessu. Bræðurnir eru ættaðir frá Alsír.Tengdist bræðrunum Amedy Coulibaly réðist þungvopnaður inn í kosher matvöruverslun í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar og tók minnst fimm gíslingu, þar á meðal börn í dag eftir að umsátur í Dammartin-en-Goële hafði staðið í nokkurn tíma. Samkvæmt sjónarvottum var hann vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum. Coulibaly hafði krafist þess við lögreglu að Kouachi-bræðrunum yrði sleppt úr umsátri lögreglunnar. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum tengdist Coulibaly bræðrunum. Coulibaly er með langan sakaferil og hefur margoft verið dæmdur vegna þjófnaðar- og fíkniefnamála. Þá hefur nafn hans komið upp í tengslum við lögreglurannsóknir þar sem nafn Cherif Kouachi hefur komið upp. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal . Símahleranir lögreglu hafi leitt í ljós að tvímenningarnir hafi heimsótt heimili Beghal í bænum Murat í suðurhluta Frakklands.Reyndu að drepa prentfrelsið Bræðurnir eru grunaðir eru um árásina á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudaginn. Tólf manns létust í árásinni, þar af tveir lögreglumenn og átta starfsmenn blaðsins. Þjóðarsorg var í Frakklandi í gær og hefur viðbúnaður verið færður á hæsta stig í París og á þeim stöðum sem mannanna hefur verið leitað. Mikill víðbúnaður var við ritstjórnarskrifstofur Liberation í París í morgun þar sem blaðamenn og teiknarar hafa komið saman til að vinna að útgáfu næsta tölublaðs Charlie Hebdo. Valls forsætisráðherra heimsótti ritstjórnarskrifstofurnar um hádegisbil. Sagði hann árásarmennina reynt að drepa prentfrelsið og sterkasta svarið við því væri að halda útgáfu blaðsins Charlie Hebdo áfram. Stór hluti ritstjórnarinnar lést í árásinni og hafa aðrir fjölmiðlar boðið fram starfskrafta til að tryggja útgáfu blaðsins, þar á meðal Liberation. Þá hefur franska ríkið einnig boðið fram stuðning. Tölublaðið verður gefið út í milljón eintaka, en blaðið var vanalega gefið út í minna en 60 þúsund eintökum.
Charlie Hebdo Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira