Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti í hádeginu fund með Philippe O´Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, og kom formlega á framfæri samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París.
„Árásin var einkar grimmúðleg og gróf atlaga að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að standa vörð um. Í dag er þjóðarsorg í Frakklandi og Íslendingar sýna Frökkum samhug og samstöðu. Ég votta fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra mína dýpstu samúð.“
