Bræður sem voru smáglæpamenn en urðu róttæklingar Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2015 12:08 Bræðurnir Chérif og Said Kouachi. Vísir/AFP Mikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að bræðrunum Said og Chérif Kouachi sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásina í París í gær. Yfirvöld hafa lengi fylgst með bræðrunum og hefur þeim meðal annars verið lýst sem „meðvituðum öfgamönnum“. Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur fylgst með yngri bróðurnum, hinum 32 ára Chérif, í um tíu ár. Said er 34 ára. Tólf manns létust og ellefu særðust þegar bræðurnir réðust inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gærmorgun. Chérif Kouachi, fæddist árið 1982 í 10. hverfi Parísarborgar, og eru foreldrar þeirra bræðra af alsírskum uppruna. Þeir urðu þá snemma munaðarlausir og ólust upp á heimili fyrir munaðarlaus börn í borginni Rennes. Chérif stundaði nám sem íþróttarakennari og flutti síðar til Parísarborgar með bróður sínum Said og flutti þá inn á Frakka sem hafði snúist til íslamstrúar. Chérif hefur einnig gengið undir nafninu „Abou Issen“. Chérif hóf störf sem pizzasendill í París og sótti oft í Stalingrad-moskuna á Rue Tanger. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi mikið litið upp til annars íslamista, Farid Benyettou, sem leitaði nýrra liðsmanna fyrir hryðjuverkasamtökin Al Qaeda í Írak.„Ekki með skegg“Lögregla hafði fyrst afskipti af Chérif í janúar 2005 eftir að hann missti af flugi til Sýrlands til að síðar ferðast til Íraks. Hann sat í fangelsi milli 2005 og 2006 og var síðast dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að hafa tekið þátt í að safna nýrra liðsmanna hryðjuverkasamtaka til að ferðast til Íraks. Í frétt Libération segir að þáverandi lögmaður Chérif hafi sagt að hann væri meiri kannabisreykingamaður en íslamisti. Lýsti hann einnig skjólstæðingi sínum sem „tímabundnum múslíma“. „Hann reykir, drekkur, er ekki með skegg og á kærustur.“ Annar lögmaður lýsti Chérif sem „trufluðri sál sem sé móttækileg fyrir alls kyns hugmyndum“.Nýjar áherslur eftir stríðið Í fréttinni segir að Íraksstríðið og meðferðin á múslímskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu hafi fengið hann til að skipta um fókus. Fyrir fangelsisdóminn vann hann í fiskborði í stórmarkaði. Árið 2010 kom nafn Chérif upp í tengslum við rannsókn máls þar sem hópur manna vann að því að ná íslamistanum Smain Ait Belkacem úr fangelsi. Belkacem var dæmdur fyrir að hafa borið ábyrgð á árásinni á neðanjarðarlestarstöðinni RER Musée d‘Orsay árið 1995 þar sem þrjátíu manns særðust.„Hafa ferðast til Sýrlands“Eldri bróðirinn, hinn 34 ára Said Kouachi, fæddist einnig í 10. hverfi Parísarborgar. Nafn hans kom einnig upp í tengslum við málið tengt Belkacem, en var ekki rannsakað frekar. Báðir bræðurnar eru sagðir hafa ferðast til Sýrlands, og hefur Le Point eftir heimildarmanni sínum innan lögreglunnar að þeir séu „smáglæpamenn sem hafi orðið róttækir“. Charlie Hebdo Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Sjá meira
Mikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að bræðrunum Said og Chérif Kouachi sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásina í París í gær. Yfirvöld hafa lengi fylgst með bræðrunum og hefur þeim meðal annars verið lýst sem „meðvituðum öfgamönnum“. Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur fylgst með yngri bróðurnum, hinum 32 ára Chérif, í um tíu ár. Said er 34 ára. Tólf manns létust og ellefu særðust þegar bræðurnir réðust inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gærmorgun. Chérif Kouachi, fæddist árið 1982 í 10. hverfi Parísarborgar, og eru foreldrar þeirra bræðra af alsírskum uppruna. Þeir urðu þá snemma munaðarlausir og ólust upp á heimili fyrir munaðarlaus börn í borginni Rennes. Chérif stundaði nám sem íþróttarakennari og flutti síðar til Parísarborgar með bróður sínum Said og flutti þá inn á Frakka sem hafði snúist til íslamstrúar. Chérif hefur einnig gengið undir nafninu „Abou Issen“. Chérif hóf störf sem pizzasendill í París og sótti oft í Stalingrad-moskuna á Rue Tanger. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi mikið litið upp til annars íslamista, Farid Benyettou, sem leitaði nýrra liðsmanna fyrir hryðjuverkasamtökin Al Qaeda í Írak.„Ekki með skegg“Lögregla hafði fyrst afskipti af Chérif í janúar 2005 eftir að hann missti af flugi til Sýrlands til að síðar ferðast til Íraks. Hann sat í fangelsi milli 2005 og 2006 og var síðast dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að hafa tekið þátt í að safna nýrra liðsmanna hryðjuverkasamtaka til að ferðast til Íraks. Í frétt Libération segir að þáverandi lögmaður Chérif hafi sagt að hann væri meiri kannabisreykingamaður en íslamisti. Lýsti hann einnig skjólstæðingi sínum sem „tímabundnum múslíma“. „Hann reykir, drekkur, er ekki með skegg og á kærustur.“ Annar lögmaður lýsti Chérif sem „trufluðri sál sem sé móttækileg fyrir alls kyns hugmyndum“.Nýjar áherslur eftir stríðið Í fréttinni segir að Íraksstríðið og meðferðin á múslímskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu hafi fengið hann til að skipta um fókus. Fyrir fangelsisdóminn vann hann í fiskborði í stórmarkaði. Árið 2010 kom nafn Chérif upp í tengslum við rannsókn máls þar sem hópur manna vann að því að ná íslamistanum Smain Ait Belkacem úr fangelsi. Belkacem var dæmdur fyrir að hafa borið ábyrgð á árásinni á neðanjarðarlestarstöðinni RER Musée d‘Orsay árið 1995 þar sem þrjátíu manns særðust.„Hafa ferðast til Sýrlands“Eldri bróðirinn, hinn 34 ára Said Kouachi, fæddist einnig í 10. hverfi Parísarborgar. Nafn hans kom einnig upp í tengslum við málið tengt Belkacem, en var ekki rannsakað frekar. Báðir bræðurnar eru sagðir hafa ferðast til Sýrlands, og hefur Le Point eftir heimildarmanni sínum innan lögreglunnar að þeir séu „smáglæpamenn sem hafi orðið róttækir“.
Charlie Hebdo Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Sjá meira