Segist hafa haft á röngu að standa varðandi dönsku skopteikningarnar Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2015 12:03 Auður Jónsdóttir segist hafa, fyrir tæpum tíu árum, ruglað saman ólíkum málum sem hættulegt er að rugla þeim saman. Morðin í París, þar sem ráðist var inn á skrifstofur vikuritsins Charlie Hebdo, skoprit þar sem ritstjórnarstefna er sú að ekkert sé heilagt; á síðum ritsins er gert grín að öllu, og 12 manns myrtir með köldu blóði, á sér aðdraganda. Á sínum tíma geisaði mikil umræða um hvort réttlætanlegt hafi verið af Jylland-Posten í Danmörku að birta myndir af Múhameð spámanni – myndir sem ollu miklum usla. Auður Jónsdóttir rithöfundur var ein þeirra sem tók þátt í þeirri umræðu og afstaða hennar var sú að Jyllands-Posten hefði átt að sýna tillitssemi og það hafi verið mistök að birta myndirnar. Hún segist nú hafa haft á röngu að standa. „En fyrir tæpum tíu árum ruglaði ég saman ólíkum málum og það er hættulegt að rugla þeim saman. Glæpurinn í París á líklega eftir að hafa afleiðingar, slæmar fyrir margt gott fólk, en það má aldrei gleyma því að tjáningarfrelsið er heilagt,“ skrifar Auður á Facebooksíðu sína og birtir með myndirnar umdeildu úr Jylland-Posten. Auður er búsett úti í Berlín ásamt manni sínum Þórarni Leifssyni, sem einmitt er skopmyndateiknari með meiru. Og líkast sennilega eru ýmsir sem eru, líkt og Auður, að endurskoða afstöðu sína til tjáningarfrelsisins í kjölfar atburðanna í París. „Það var mjög áköf umæða í Danmörku á þessum tíma og reyndar var hún almennt lituð ákveðnum fordómum í garð bæði múslima og innflytjenda og einmitt það gerði þetta flókið því maður vildi taka upp hanskann fyrir saklaust fólk, enda hin fína lína á milli hatursorðræðu og tjáningarfrelsis afar óljós og efni í óteljandi pælingar,“ segir Auður í samtali við Vísi. „Seinna, með tímanum, varð mér smám saman ljóst, að þrátt fyrir allt höfðu þessar myndir gefið mér margt. Þær urðu til þess að ég fór að velta tjáningarfrelsinu svo mikið fyrir mér, hvað það eiginlega þýðir og hvers virði það er. Ég held, satt að segja, að ég myndi hugsa öðruvísi í dag ef ekki fyrir þessar myndir sem ég fékk eiginlega á heilann og las óteljandi greinar og pælingar þeim viðkomandi. Á endanum urðu þær til þess að mér varð ljóst að tjáningarfrelsið er æðra okkur, einmitt það fær okkur til að skilja ranghugmyndir okkar en stundum tekur það tíma og maður þarf að fikra sig eftir allskonar flækjustígum.“ En, má einhver niðurstaða fást í þá umræðu, voru einhverjar raddir ofan á eins og til dæmis þær að þeir á Jyllands-Posten hafi getað sjálfum sér um kennt og átt skilið þau ofsafengnu viðbrögð sem þeir þá máttu mæta? „Umræðan um þessar myndir er út af fyrir sig svo dýrmæt. Hún var svo nauðsynleg, allar þessar ólíku raddir sem heyrðust. Raddir sem hefðu aldrei heyrst ef þær hefðu ekki birst og fengu fólk til að hugsa um myndirnar í stærra samhengi og þá á ég við frá öllum hliðum. Þær fengu fólk til að rífast og rökræða og hugsa,“ segir Auður og bætir því við að öll þessi umræða sé líka bensín á bál fordóma: „En ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að miklu meira gott en vont hafi komið út úr birtingu þeirra. Hlutir sem þurftu að koma upp á yfirborðið og hefðu gert það, fyrr en seinna.“ Charlie Hebdo Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Morðin í París, þar sem ráðist var inn á skrifstofur vikuritsins Charlie Hebdo, skoprit þar sem ritstjórnarstefna er sú að ekkert sé heilagt; á síðum ritsins er gert grín að öllu, og 12 manns myrtir með köldu blóði, á sér aðdraganda. Á sínum tíma geisaði mikil umræða um hvort réttlætanlegt hafi verið af Jylland-Posten í Danmörku að birta myndir af Múhameð spámanni – myndir sem ollu miklum usla. Auður Jónsdóttir rithöfundur var ein þeirra sem tók þátt í þeirri umræðu og afstaða hennar var sú að Jyllands-Posten hefði átt að sýna tillitssemi og það hafi verið mistök að birta myndirnar. Hún segist nú hafa haft á röngu að standa. „En fyrir tæpum tíu árum ruglaði ég saman ólíkum málum og það er hættulegt að rugla þeim saman. Glæpurinn í París á líklega eftir að hafa afleiðingar, slæmar fyrir margt gott fólk, en það má aldrei gleyma því að tjáningarfrelsið er heilagt,“ skrifar Auður á Facebooksíðu sína og birtir með myndirnar umdeildu úr Jylland-Posten. Auður er búsett úti í Berlín ásamt manni sínum Þórarni Leifssyni, sem einmitt er skopmyndateiknari með meiru. Og líkast sennilega eru ýmsir sem eru, líkt og Auður, að endurskoða afstöðu sína til tjáningarfrelsisins í kjölfar atburðanna í París. „Það var mjög áköf umæða í Danmörku á þessum tíma og reyndar var hún almennt lituð ákveðnum fordómum í garð bæði múslima og innflytjenda og einmitt það gerði þetta flókið því maður vildi taka upp hanskann fyrir saklaust fólk, enda hin fína lína á milli hatursorðræðu og tjáningarfrelsis afar óljós og efni í óteljandi pælingar,“ segir Auður í samtali við Vísi. „Seinna, með tímanum, varð mér smám saman ljóst, að þrátt fyrir allt höfðu þessar myndir gefið mér margt. Þær urðu til þess að ég fór að velta tjáningarfrelsinu svo mikið fyrir mér, hvað það eiginlega þýðir og hvers virði það er. Ég held, satt að segja, að ég myndi hugsa öðruvísi í dag ef ekki fyrir þessar myndir sem ég fékk eiginlega á heilann og las óteljandi greinar og pælingar þeim viðkomandi. Á endanum urðu þær til þess að mér varð ljóst að tjáningarfrelsið er æðra okkur, einmitt það fær okkur til að skilja ranghugmyndir okkar en stundum tekur það tíma og maður þarf að fikra sig eftir allskonar flækjustígum.“ En, má einhver niðurstaða fást í þá umræðu, voru einhverjar raddir ofan á eins og til dæmis þær að þeir á Jyllands-Posten hafi getað sjálfum sér um kennt og átt skilið þau ofsafengnu viðbrögð sem þeir þá máttu mæta? „Umræðan um þessar myndir er út af fyrir sig svo dýrmæt. Hún var svo nauðsynleg, allar þessar ólíku raddir sem heyrðust. Raddir sem hefðu aldrei heyrst ef þær hefðu ekki birst og fengu fólk til að hugsa um myndirnar í stærra samhengi og þá á ég við frá öllum hliðum. Þær fengu fólk til að rífast og rökræða og hugsa,“ segir Auður og bætir því við að öll þessi umræða sé líka bensín á bál fordóma: „En ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að miklu meira gott en vont hafi komið út úr birtingu þeirra. Hlutir sem þurftu að koma upp á yfirborðið og hefðu gert það, fyrr en seinna.“
Charlie Hebdo Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira