Innlent

Fjörutíu skjálftar við Bárðarbungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stærsti skjálftinn varð klukkan 14:40 í gær, 4,4 af stærð.
Stærsti skjálftinn varð klukkan 14:40 í gær, 4,4 af stærð. vísir/egill
Virkni í og við Bárðarbungu er svipuð og verið hefur en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Rúmlega 40 skjálftar hafa orðið þar síðasta sólarhringinn. Stærsti skjálftinn varð klukkan 14:40 í gær, 4,4 af stærð.

Þar í grennd er einnig áframhaldandi smáskjálftavirkni, bæði í Tungnafellsjökli og við Herðubreiðartögl og eins nokkrir í norðurhluta kvikugangsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×