Frá því í gærmorgun hafa mælst um 40 jarðskjálftar í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn þar
mældist 4,5 að stærð kl. 17:38 í gær og átti hann upptök við norðurjaðar öskjunnar.
Alls mældust fimm jarðskjálftar á stærðarbilinu 4 til 4,5 í Bárðarbungu. Um 15 skjálftar voru í kvikuganginum, allir minni en 2 að stærð. Lítil skjálftavirkni var við Tungnafellsjökul og Herðubreið.
Í morgun hefur einnig verið í gangi skjálftahrina á Torfajökulssvæðinu, um 2-3 km vestur af
Landmannalaugum. Stærsti skjálftinn sem hefur mælst var 2,5 að stærð kl. 10:28.
Tæplega 15 jarðskjálftar hafa mælst í hrinunni. Skjálftarnir eru á litlu dýpi og tengjast líklega
jarðhitavirkni á svæðinu.
Skjálftavirkni í Bárðarbungu, Tungnafellsjökli, Herðubreið og á Torfajökulssvæðinu
Stefán Árni Pálsson skrifar
