Hvað er PEGIDA? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 10:39 Meðlimir PEGIDA hafa gagnrýnt innflytjendastefnu Þýskalands harðlega. Vísir/AFP Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Athygli hópsins hefur fyrst og fremst beinst gegn innflytjendastefnu stjórnvalda í Þýskalandi, þar sem hann er uppruninn, en markmið hópsins snýr að allri Evrópu. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin. Hópurinn er uppruninn í Þýskalandi og eru leiðtogar hans staðsettir í borginni Dresden. Síðan í október á síðasta ári hefur hópurinn staðið fyrir vikulegum mótmælum gegn, því sem hann kallar, íslamsvæðingu hins vestræna heims. Hópurinn er samansettur af fólki með ólíkan bakgrunn en leiðtogi og stofnandi PEGIDA er Lutz Bachmann. Erfiðlega hefur gengið að fá liðsmenn samtakanna til að tjá sig um hver hin raunverulega stefna þeirra sé en leiðtogar PEGIDA hafa hvatt félaga sína til að tala ekki við „lygapressuna“. Sjá einnig: „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“Nokkur hundruð Íslendingar hafa látið sér líka við Facebook-síðu PEGIDA á Íslandi.Ef horft er til slagorða og skilta þeirra sem mæta á mótmæli PEGIDA er tilgangurinn æði misjafn; sumir halda á skiltum þar sem stendur „Ef þú sofnar í lýðræðisríki, vaknar þú í einræðisríki“ á meðan á öðrum stendur „Passaðu þig á Ali Baba og dópsölunum hans 400“. Meðlimir í nýnasistasamtökum hafa verið áberandi á viðburðum PEGIDA og hafa öfgahópar yst á hægrivæng stjórnmálanna lýst yfir stuðningi og samstöðu við málstað hópsins og tekið þátt í viðburðunum. Þrátt fyrir það hafnar hópurinn útlendingahatri. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt hatur búa í hjörtum leiðtoga hópsins og í nýársávarpi sínu hvatti hún fólk til þess að sniðganga viðburði á vegum PEGIDA. Aðrir stjórnmálamenn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við mótmælin. Mikill fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn PEGIDA auk þess sem fyrirtæki á borð við Volkswagen hafa slökkt ljósin á byggingum sínum í Dresden í mótmælaskyni við samkomur PEGIDA. Mun fleiri mættu á mótmæli gegn PEGIDA en mættu á mótmæli hópsins á mánudag. Tengdar fréttir Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Athygli hópsins hefur fyrst og fremst beinst gegn innflytjendastefnu stjórnvalda í Þýskalandi, þar sem hann er uppruninn, en markmið hópsins snýr að allri Evrópu. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin. Hópurinn er uppruninn í Þýskalandi og eru leiðtogar hans staðsettir í borginni Dresden. Síðan í október á síðasta ári hefur hópurinn staðið fyrir vikulegum mótmælum gegn, því sem hann kallar, íslamsvæðingu hins vestræna heims. Hópurinn er samansettur af fólki með ólíkan bakgrunn en leiðtogi og stofnandi PEGIDA er Lutz Bachmann. Erfiðlega hefur gengið að fá liðsmenn samtakanna til að tjá sig um hver hin raunverulega stefna þeirra sé en leiðtogar PEGIDA hafa hvatt félaga sína til að tala ekki við „lygapressuna“. Sjá einnig: „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“Nokkur hundruð Íslendingar hafa látið sér líka við Facebook-síðu PEGIDA á Íslandi.Ef horft er til slagorða og skilta þeirra sem mæta á mótmæli PEGIDA er tilgangurinn æði misjafn; sumir halda á skiltum þar sem stendur „Ef þú sofnar í lýðræðisríki, vaknar þú í einræðisríki“ á meðan á öðrum stendur „Passaðu þig á Ali Baba og dópsölunum hans 400“. Meðlimir í nýnasistasamtökum hafa verið áberandi á viðburðum PEGIDA og hafa öfgahópar yst á hægrivæng stjórnmálanna lýst yfir stuðningi og samstöðu við málstað hópsins og tekið þátt í viðburðunum. Þrátt fyrir það hafnar hópurinn útlendingahatri. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt hatur búa í hjörtum leiðtoga hópsins og í nýársávarpi sínu hvatti hún fólk til þess að sniðganga viðburði á vegum PEGIDA. Aðrir stjórnmálamenn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við mótmælin. Mikill fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn PEGIDA auk þess sem fyrirtæki á borð við Volkswagen hafa slökkt ljósin á byggingum sínum í Dresden í mótmælaskyni við samkomur PEGIDA. Mun fleiri mættu á mótmæli gegn PEGIDA en mættu á mótmæli hópsins á mánudag.
Tengdar fréttir Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40
„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14