Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val í kvöld þegar liðið vann fjögurra marka heimasigur á HK í Olís-deild kvenna í handbolta en þetta var fyrstu leikurinn í tólftu umferð.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á leiknum á Hlíðarenda í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan.
Valskonur komust með þessum sigri upp fyrir Fylki og upp í sjötta sæti deildarinnar en HK-konur áttu mögulega að komast upp fyrir Valsliðið með sigri.
HK-liðið byrjaði vel og var einu marki yfir í hálfleik en Valskonur voru sterkari í seinni hálfleiknum með hina leikreyndu Kristínu Guðmundsdóttur í fararbroddi.
Valskonur hafa því byrjað árið á tveimur sigurleikjum en liðið vann útisigur á selfossi í fyrsta leiknum sínum á árinu 2015.
Valur - HK 24-20 (9-10)
Mörk Vals: Kristín Guðmundsdóttir 9, Morgan Marie McDonald 5, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Sólveig Lóa Höskuldsdóttir 2, Marija Mugsoa 1, Sigurlaug Rúnarsdóttir 1, Bryndís Elín Wöhler 1.
Mörk HK: Emma Havin Sardarsdóttir 5, Gerður Arinbjarnar 4, Sóley Ívarsdóttir 4, Þórhildur Braga Þórðardóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2, Eva Hrund Harðardóttir 2.
Kristín með níu mörk fyrir Val í kvöld | Myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti



