Körfubolti

Sigurður Gunnar í Víkingaham í Solnahöllinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Vísir/Andri Marinó
Íslenski miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti flottan leik með Solna Víking í kvöld þegar liðið vann tíu stiga heimasigur á Umeå BSKT í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Sigurður Gunnar skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í leiknum og var efstur hjá liðinu í öllum þremur tölfræðiþáttunum.

Sigurður Gunnar nýtti 8 af 12 skotum sínum í leiknum þar af setti hann niður 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum.

Ísafjarðartröllið hefur aldrei skorað meira á tímabilinu og framlagsstigin 29 sem hann fékk fyrir leikinn er líka það mesta hjá honum á leiktíðinni.

Sigurður Gunnar var þarna ná tvennu í öðrum leiknum í röð og jafnframt í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum sínum. Hann er með 15,0 stig og 9,5 fráköst að meðtali í þessum fjórum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×