Snjóþekja og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum en á Suðurlandi er alls staðar vetrarfærð, sums staðar þæfingur eða jafnvel þungfært á sveitavegum, og verið er að hreinsa vegi. Hálkublettir eru á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu, á Reykjanesbraut og Suðurnesjum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Hálka er á flestum vegum á Vesturlandi en sumstaðar snjóþekja. Þæfingsfærð er á Heydal.
Víða er slæm færð á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er á Hálfdáni og Kleifaheiði en ófært á Klettshálsi og Steingrímsfjarðarheiði. Þungfært er í Djúpinu.
Nokkur hálka er á Norðurlandi og sumstaðar snjóþekja þar sem éljar. Þæfingsfærð er á Hófaskarði en verið að hreinsa.
Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á Austurlandi og sumstaðar ofankoma eða skafrenningur. Þungfært er á Vatnsskarði eystra.
Það er einnig vetrarfærð á Suðausturlandi og raunar ófært í augnablikið á Mýrdalssandi.
Veðurvefur Vísis
Vetrarfærð víða
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Fleiri fréttir
