Körfubolti

Íslendingarnir í stuði í Svíþjóð

Jakob í leik með sínu liði.
Jakob í leik með sínu liði. vísir/valli
Jakob Örn Sigurðarson fór á kostum er Íslendingaliðið Sundsvall Dragons valtaði yfir KFUM Nåssjö, 92-72, í sænska boltanum í kvöld.

Jakob Örn skoraði 26 stig og tók 4 fráköst. Hann var stigahæstur allra á vellinum.

Hlynur Bæringsson skoraði 9 stig fyrir Sundsvall, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Ragnar Nathanaelsson skoraði 4 stig og tók 6 fráköst. Ægir Þór Steinarsson skoraði 3 stig, tók 6 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leiknum. Okkar menn í stuði.

Sundsvall er tveim stigum á eftir efsta lið deildarinnar en pakkinn er mjög þéttur á toppnum.

Haukur Helgi Pálsson átti flottan leik og var næststigahæstur liði LF Basket sem lagði lið Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar, Solna Vikings, í kvöld, 68-83.

Haukur Helgi skoraði 15 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í leiknum.

LF Basket lúrir rétt fyrir aftan efstu lið deildarinnar en Solna siglir lygnan sjó rétt fyrir neðan miðja deild. Sigurður Gunnar skoraði 9 stig og tók 4 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×