Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2015 11:26 Gísli Freyr var á endanum dæmdur fyrir lekann. Hanna Birna gerði minnst tvær athugasemdir við aðgerðir lögreglu gagnvart honum á rannsóknartímanum. Vísir/GVA/Daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ í rannsókn lögreglunnar á leka á trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu væri á aðstoðarmönnum ráðherra en ekki almennt á starfsmönnum ráðuneytisins. Þessa athugasemd ítrekaði hún við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingi sem hefur eftir Stefáni að Hanna Birna hafi gert „mjög nákvæmar athugasemdir við einstaka þætti í rannsókninni“. Þær hafi gjarnan komið til í tengslum við rannsóknaraðgerðir lögreglunnar.Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Í álitinu kemur fram að athugasemdir Hönnu Birnu hafi byrjað áður en að formleg rannsókn hófst en hún fann sérstaklega að því að yfirlögregluþjónn við embætti Stefáns hefði staðfest við blaðamann að kæra væri komin fram á hendur ráðuneytinu. Taldi hún að ráðuneytið hefði átt að vera upplýst um kæruna en fram kemur að aðstoðarmaður hennar hefði leitað eftir upplýsingum um kæru án árangurs. Hanna Birna gerði athugasemdir við að lögreglan handlagði tölvu Gísla Freys Valdórssonar, annars aðstoðarmanna hennar, sem síðar viðurkenndi að hafa lekið gögnunum. Hún gerði einnig athugasemdir við tímasetningu á viðbótarskýrslutöku af Gísla Frey og taldi „algjörlega ómögulegt“, samkvæmt orðum Stefáns, að aðstoðarmaðurinn þyrfti að bíða fram yfir helgi til að mæta í skýrslutökuna.Sjá einnig: Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Eftir að tveir dómar Hæstaréttar þar sem tekin var afstaða til heimilda lögreglunnar í rannsókninni voru birtir gerði Hanna Birna einnig athugasemdir. „Lögreglustjórinn segir að í báðum tilvikum hafi ráðherra hringt og verið mjög ósátt við framgöngu lögreglunnar og rannsókn málsins, bæði almennt sem og varðandi einstök atriði sem komu fram, einkum í úrskurðum héraðsdóms,“ segir í álitinu. Í álitinu segir einnig að Hanna Birna hefði nafngreint þrjá tiltekna starfsmenn sem sinntu rannsókninni í samtali við Stefán og gert „þátt þeirra og ákvarðanir í málinu að umtalsefni“. Þá hafi í því samhengi - komið fram „áhyggjur hennar af því að málið ætti sér pólitískar rætur“ og hefði í því samhengi verið vísað til fjölskyldutengsla eins rannsakenda, að því er vitnað í Stefán í álitinu. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fleiri fréttir Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ í rannsókn lögreglunnar á leka á trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu væri á aðstoðarmönnum ráðherra en ekki almennt á starfsmönnum ráðuneytisins. Þessa athugasemd ítrekaði hún við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingi sem hefur eftir Stefáni að Hanna Birna hafi gert „mjög nákvæmar athugasemdir við einstaka þætti í rannsókninni“. Þær hafi gjarnan komið til í tengslum við rannsóknaraðgerðir lögreglunnar.Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Í álitinu kemur fram að athugasemdir Hönnu Birnu hafi byrjað áður en að formleg rannsókn hófst en hún fann sérstaklega að því að yfirlögregluþjónn við embætti Stefáns hefði staðfest við blaðamann að kæra væri komin fram á hendur ráðuneytinu. Taldi hún að ráðuneytið hefði átt að vera upplýst um kæruna en fram kemur að aðstoðarmaður hennar hefði leitað eftir upplýsingum um kæru án árangurs. Hanna Birna gerði athugasemdir við að lögreglan handlagði tölvu Gísla Freys Valdórssonar, annars aðstoðarmanna hennar, sem síðar viðurkenndi að hafa lekið gögnunum. Hún gerði einnig athugasemdir við tímasetningu á viðbótarskýrslutöku af Gísla Frey og taldi „algjörlega ómögulegt“, samkvæmt orðum Stefáns, að aðstoðarmaðurinn þyrfti að bíða fram yfir helgi til að mæta í skýrslutökuna.Sjá einnig: Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Eftir að tveir dómar Hæstaréttar þar sem tekin var afstaða til heimilda lögreglunnar í rannsókninni voru birtir gerði Hanna Birna einnig athugasemdir. „Lögreglustjórinn segir að í báðum tilvikum hafi ráðherra hringt og verið mjög ósátt við framgöngu lögreglunnar og rannsókn málsins, bæði almennt sem og varðandi einstök atriði sem komu fram, einkum í úrskurðum héraðsdóms,“ segir í álitinu. Í álitinu segir einnig að Hanna Birna hefði nafngreint þrjá tiltekna starfsmenn sem sinntu rannsókninni í samtali við Stefán og gert „þátt þeirra og ákvarðanir í málinu að umtalsefni“. Þá hafi í því samhengi - komið fram „áhyggjur hennar af því að málið ætti sér pólitískar rætur“ og hefði í því samhengi verið vísað til fjölskyldutengsla eins rannsakenda, að því er vitnað í Stefán í álitinu.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fleiri fréttir Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30