Myndband sem sýnir meðlim hryðjuverkahópsins ISIS taka japanska gíslinn Kenji Goto af lífi hefur verið birt á netinu.
Japönsk yfirvöld reyna nú að komast að því hvort að myndbandið sé ósvikið, en myndbandinu svipar mjög til annarra myndbanda sem sýna aftökur hryðjuverkahópsins.
Goto er vel þekktur blaðamaður í heimalandi sínu. Japanska ríkisstjórnin hefur unnið að því að fá hann lausan úr haldi ISIS ásamt ríkisstjórn Jórdaníu, en hryðjuverkahópurinn heldur jórdönskum flugmanni föngnum.
Í seinustu viku birtist annað myndband frá ISIS sem sýndi aftöku annars Japana, Haruna Yukawa.
