Körfubolti

Elvar og Martin með 24 stig og 11 stoðsendingar saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson með Garðari Erni Arnarsyni.
Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson með Garðari Erni Arnarsyni. Mynd/Svali Björgvinsson
Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu báðir fínan leik í gær þegar LIU Brooklyn vann 67-55 sigur á Central Connecticut í bandaríska háskólaboltanum.

Íslensku landsliðsmennirnir voru saman með 24 stig, 11 stoðsendingar, 6 stolna bolta og fimm þriggja stiga körfur í leiknum.

Elvar Már var með 14 stig, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta á 27 mínútum en hann hitti úr 5 af 11 skotum sínum þar af 3 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna..

Martin var með 10 stig og 6 stoðsendingar á 36 mínútum en hann hitti úr 4 af 11 skotum sínum þar af 2 af 4 fyrir utan þriggja stiga línuna. Enginn spilaði meira LIU Brooklyn í liðinu en Martin.

LIU Brooklyn var 34-24 yfir í hálfleik en Elvar (11 stig) og Martin (7 stig) voru þá saman með 53 prósent stiga síns liðs.

Kristófer Acox var með 4 stig og 9 fráköst þegar Furman vann 59-55 sigur á East Tennessee State.

Gunnar Ólafsson var með 2 stig á 9 mínútum þegar St. Francis vann 73-67 sigur á Mount St. Mary's.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×