Að auki var upplýst um að dómnefnd fær að velja eitt lag af öðru hvoru kvöldinu, svokallað „wild card“, sem kemst áfram í úrslitin.
Á meðan kosningin stóð yfir stigu Birgitta Haukdal og Sigríður Beinteins á svið og sungu sigurlag Eurovision 1964, hið ítalska Non Ho L‘Etá, en á íslensku hefur það verið kallað Heyr mína bæn.
Notendur Twitter hafa tekið þátt í umræðum um kvöldið undir kassamerkinu #12stig.
Fokk. Af hverju var María að hóta okkur með meiri Söngvaborg? Nú þori ég ekki annað en að kjósa þær. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) February 7, 2015
Vissi ekki að ungur professor Snape væri með lag í keppninni í ár #12stig
— Jóhann Skúli Jónsson (@joiskuli10) February 7, 2015
Svona doughnut-skegg heitir á hollensku "talandi píka" #12stig
— margrét erla maack (@mokkilitli) February 7, 2015
"Nei haltu kjafti Einar Ágúst..." #12stig pic.twitter.com/QLzxjxyG1v
— Logi Pedro (@logifknpedro) February 7, 2015
Þetta var það fallegasta og besta sem hefur gerst í íslenska júró fyrr og síðar. Sjitt. ÉG ELSKA YKKUR JÚRÓKONUR. #12stig
— Hildur Lilliendahl (@snilldur) February 7, 2015