Baráttan um merkingu orðanna í stjórnmálum Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2015 19:30 Formaður Vinstri grænna segir baráttuna á vettvangi stjórnmálanna ekki hvað síst snúast um merkingu orða eins og frelsi, stöðugleiki og hjól atvinnulífsins. Stjórnarflokkarnir byðu upp á stórkallalausnir sem áttu sinn þátt í hruninu, en Vinstri græn berðust fyrir frelsi vinnandi fólks til að lifa lífinu á mannsæmandi kjörum, kvenfrelsi og sjálfbærni. Formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi í dag að vinstri græn og stjórnarandstaðan hefðu lagt fram fjölmörg mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnir á Alþingi í anda þeirrar stefnu sem vinstri græn berðust fyrir varðandi jöfnuð, sjálfbærni, kvenfrelsi og frið. Vinstri græn hefðu engan áhuga á að líkjast núverandi stjórnarflokkum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð skipta miklu máli í stjórnmálum og vinstri græn ættu að tileinka sér mörg orð sem hægriöflin hefðu nánast slegið eignarhaldi sínu á. Það væri mikilvægt fyrir vinstrimenn að koma fram sínum skilningi á lykilhugtökum stjórnmálanna. Eitt þeirra hugtaka væri „frelsi“ sem aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hefðu veigrað sér við að nota. „En hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað frelsis fjöldans,“ spurði formaður Vinstri grænna. Á Íslandi væru tæp 10 prósent landsmanna undir lágtekjumörkum sem væru um 170 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir einstakling og um 360 þúsund fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þá væri gripið til annars mikilvægs orðs sem vinstrimenn þyrftu að skilgreina. „Í hvert sinn sem skúringafólk biður um kjarabætur er stöðuleikanum ógnað. Og um hvað snýst sá stöðugleiki? Er það stöðugleikinn um að þeir sem eiga mest haldi áfram að eiga meir og meir? Því þannig er staðan á Íslandi í dag að ríkustu 10 prósentin, og nú er ég að tala um eignir en ekki tekjur, eiga 70 prósent alls auðsins,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin hefði með aðgerðum sínum aukið enn meira á ójöfnuðinn. Þá vék Katrín að fleiri orðum eins og „öryggi“ og „hjólum atvinnulífsins,“ sem þyrfti að snúa með stöðugt fleiri virkjunum. „Og skella þeim í nýtingarflokk án þess að hafa fyrir því nein rök önnur en hjól atvinnulífsins. Þetta eru réttnefndar stórkallalausnir sem einkenndu atvinnustefnu fyrir hrun og skildu samfélagið eftir í sárum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir baráttuna á vettvangi stjórnmálanna ekki hvað síst snúast um merkingu orða eins og frelsi, stöðugleiki og hjól atvinnulífsins. Stjórnarflokkarnir byðu upp á stórkallalausnir sem áttu sinn þátt í hruninu, en Vinstri græn berðust fyrir frelsi vinnandi fólks til að lifa lífinu á mannsæmandi kjörum, kvenfrelsi og sjálfbærni. Formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi í dag að vinstri græn og stjórnarandstaðan hefðu lagt fram fjölmörg mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnir á Alþingi í anda þeirrar stefnu sem vinstri græn berðust fyrir varðandi jöfnuð, sjálfbærni, kvenfrelsi og frið. Vinstri græn hefðu engan áhuga á að líkjast núverandi stjórnarflokkum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð skipta miklu máli í stjórnmálum og vinstri græn ættu að tileinka sér mörg orð sem hægriöflin hefðu nánast slegið eignarhaldi sínu á. Það væri mikilvægt fyrir vinstrimenn að koma fram sínum skilningi á lykilhugtökum stjórnmálanna. Eitt þeirra hugtaka væri „frelsi“ sem aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hefðu veigrað sér við að nota. „En hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað frelsis fjöldans,“ spurði formaður Vinstri grænna. Á Íslandi væru tæp 10 prósent landsmanna undir lágtekjumörkum sem væru um 170 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir einstakling og um 360 þúsund fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þá væri gripið til annars mikilvægs orðs sem vinstrimenn þyrftu að skilgreina. „Í hvert sinn sem skúringafólk biður um kjarabætur er stöðuleikanum ógnað. Og um hvað snýst sá stöðugleiki? Er það stöðugleikinn um að þeir sem eiga mest haldi áfram að eiga meir og meir? Því þannig er staðan á Íslandi í dag að ríkustu 10 prósentin, og nú er ég að tala um eignir en ekki tekjur, eiga 70 prósent alls auðsins,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin hefði með aðgerðum sínum aukið enn meira á ójöfnuðinn. Þá vék Katrín að fleiri orðum eins og „öryggi“ og „hjólum atvinnulífsins,“ sem þyrfti að snúa með stöðugt fleiri virkjunum. „Og skella þeim í nýtingarflokk án þess að hafa fyrir því nein rök önnur en hjól atvinnulífsins. Þetta eru réttnefndar stórkallalausnir sem einkenndu atvinnustefnu fyrir hrun og skildu samfélagið eftir í sárum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira