Körfubolti

Loksins aftur sigur hjá Jóni Arnóri og félögum í Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Arnór Stefánsson í leik með Málaga.
Jón Arnór Stefánsson í leik með Málaga. vísir/getty
Jón Arnór Stefánsson og félagar unnu loksins leik í milliriðlum Meistaradeildar Evrópu í körfubolta í kvöld þegar þeir skelltu rússneska liðinu Nizhny Novgorod á heimavelli sínum, 85-76.

Fyrir leikinn var Unicaja, sem er á toppnum í spænsku deildinni fyrir ofan stórliðin Real Madrid og Barcelona, búið að tapa fimm leikjum í röð í Meistaradeildinni.

Málaga-liðið var með fimm stiga foyrstu í hálfleik, 46-41, og jók hana um tvö stig fyrir síðasta fjórðunginn, 64-57.

Rússarnir náðu mest að minnka muninn niður í tvö stig, 68-66, en heimamenn voru sterkari á endasprettinum og sigldu heim langþráðum sigri. Jón Arnór spilaði í tæpar 18 mínútur í kvöld og tók eitt frákast, en hann var stigalaus.

Málaga er eftir sem áður á botni síns riðils með einn sigur og fimm töp, en Nizhny Novgorod er í fimmta sæti af átta liðum með tvo sigra og fjögur töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×