Fregnirnar hafa ekki fengist staðfestar, en samtökin birtu mynd af mjög skemmdu húsi með tilkynningunni, en enga mynd af konunni. Á vef Sky News kemur fram að mögulega sé um að ræða áróður frá ISIS vegna aukinna loftárása Jórdaníu.
UPDATE: Purported IS claim: Jordan airstrike kills Prescott woman held hostage. Her name is Kayla Jean Mueller: pic.twitter.com/dOyyzF0T4N
— FOX 10 Phoenix (@FOX10Phoenix) February 6, 2015
Eigi tilkynning ISIS við rök að styðjast er Mueller fjórði einstaklingurinn frá Bandaríkjunum sem deyr í haldi samtakanna. Fréttamennirnir James Foley og Steven Sotloff og hjálparstarfsmaðurinn Peter Kassig hafa verið teknir af lífi.