Fylkir vann fjögurra marka sigur á Selfossi, 21-17, í 16. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld.
Fylkir var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 8-6, og jók forskotið í tvö mörk áður en yfir lauk og innbyrti tvö góð stig.
Thea Imani Sturludóttir var markahæst heimastúlkna með sjö mörk en Þuríður Guðjónsdóttir skoraði sex mörk fyrir Selfyssinga.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar, komst aldrei í gang fyrir gestina og skoraði aðeins eitt mark. Hún er nú búin að skora 115 mörk í heildina.
Fylkir er í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig en Selfyssingar í níunda sæti með ellefu stig.
Fylkir lagði Selfoss í Árbænum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn


Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn


Féll fimm metra við að fagna marki
Fótbolti



