Félagsmálaráðherra segir þörf á nýrri húsnæðisstefnu Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2015 19:15 vísir/gva Félagsmálaráðherra segir nauðsynlegt að breyta algjörlega um stefnu í húsnæðismálum, meðal annars til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Þá þurfi að styðja við fjölbreytta húsnæðiskosti, eins og til dæmis öflugan leigumarkað. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpi frá ráðherra um nýtt húsnæðiskerfi. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um ástand húsnæðismála og vanda ungs fólks við að eignast sitt fyrsta húsnæði. Menn hefðu flotið að feigðarósi í þessum málum undanfarin ár og áratugi. „Við höfum hjálpað fólki til þess að kaupa sér húsnæði með því að koma með bætur á vexti. Sem í rauninni gengur út á það að hvetja fólk til að skuldsetja sig. Það er hvatningin í kerfinu,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá gagnrýndi hann að lóðaverð sveitarfélaga væri alltof hátt og byggingareglugerðir flóknar og ítarlegar sem hækkaði byggingarkostnað. Honum sýndist húsnæðismálin á sömu leið og þau voru fyrir hrun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tók undir sjónarmið þingmannsins um að menn yrðu að forðast að endurtaka fyrri mistök. „Við þurfum að læra af reynslu síðustu ára og áratuga og við getum í rauninni ekki farið sömu leið aftur. Við getum ekki farið að hvetja aftur til þess að opna fyrir lánsveð. Við getum ekki aftur farið að hvetja til þess að hækka lánshlutföll. Heldur þurfum við að horfa á kerfið í heild sinni,“ sagði félagsmálaráðherra. Þá þyrfti að skoða fjölbreytt úrræði á húsnæðismarkaðnum, meðal annar með styrkingu öflugs leigumarkaðar. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni, bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, eru sammála um að húsnæðiskerfið sé í ólestri. En ekkert bólar enn á frumvarpi frá félagsmálaráðherra um heildarendurskoðun á húsnæðiskerfinu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði umræðu stjórnarliða einskorðast við möguleika fólks til að eignast íbúð, en sú lausn hentaði ekki miklum fjölda fólks. Einnig þyrfti að horfa til félagslegra úrræða. „Semsagt, eins og ég segi herra forseti, það er ágætt að stjórnarliðar ræði þessi mál sín í milli. En það gerist ósköp lítið meira en það,“ sagði Steingrímur. Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir nauðsynlegt að breyta algjörlega um stefnu í húsnæðismálum, meðal annars til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Þá þurfi að styðja við fjölbreytta húsnæðiskosti, eins og til dæmis öflugan leigumarkað. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpi frá ráðherra um nýtt húsnæðiskerfi. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um ástand húsnæðismála og vanda ungs fólks við að eignast sitt fyrsta húsnæði. Menn hefðu flotið að feigðarósi í þessum málum undanfarin ár og áratugi. „Við höfum hjálpað fólki til þess að kaupa sér húsnæði með því að koma með bætur á vexti. Sem í rauninni gengur út á það að hvetja fólk til að skuldsetja sig. Það er hvatningin í kerfinu,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá gagnrýndi hann að lóðaverð sveitarfélaga væri alltof hátt og byggingareglugerðir flóknar og ítarlegar sem hækkaði byggingarkostnað. Honum sýndist húsnæðismálin á sömu leið og þau voru fyrir hrun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tók undir sjónarmið þingmannsins um að menn yrðu að forðast að endurtaka fyrri mistök. „Við þurfum að læra af reynslu síðustu ára og áratuga og við getum í rauninni ekki farið sömu leið aftur. Við getum ekki farið að hvetja aftur til þess að opna fyrir lánsveð. Við getum ekki aftur farið að hvetja til þess að hækka lánshlutföll. Heldur þurfum við að horfa á kerfið í heild sinni,“ sagði félagsmálaráðherra. Þá þyrfti að skoða fjölbreytt úrræði á húsnæðismarkaðnum, meðal annar með styrkingu öflugs leigumarkaðar. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni, bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, eru sammála um að húsnæðiskerfið sé í ólestri. En ekkert bólar enn á frumvarpi frá félagsmálaráðherra um heildarendurskoðun á húsnæðiskerfinu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði umræðu stjórnarliða einskorðast við möguleika fólks til að eignast íbúð, en sú lausn hentaði ekki miklum fjölda fólks. Einnig þyrfti að horfa til félagslegra úrræða. „Semsagt, eins og ég segi herra forseti, það er ágætt að stjórnarliðar ræði þessi mál sín í milli. En það gerist ósköp lítið meira en það,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira