Að þessu sinni fékk Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, trukkinn góða en það er samt hálfhjákatlegt enda Brady moldríkur og hefur lítið við gjöfina að gera.
Ekki eru allir félagar hans eins ríkir og því hefur Brady ákveðið að gefa bílinn. Sá sem fær bílinn er hetja Patriots í leiknum, Malcolm Butler.
Hann stal boltanum af Seattle Seahawks undir lok leiksins og tryggði Patriots um leið titilinn.
Gjöfin verður örugglega vel þegin enda Butler láglaunamaður í deildinni.
Hér að neðan má sjá er Butler stelur boltanum.