Porsche forþjöppuvæðist Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 15:15 Porsche 911 GT3 árgerð 2015. Fram að þessu hafa fáir bílar frá Porsche verið búnir forþjöppu. Þar á bæ hefur ríkt nokkur tregða við að nota forþjöppur nema í allra öflugustu gerðir bíla fyrirtækisins. Því hafa flestar vélar Porsche verið „naturally aspired“ eins og sagt er uppá enska tungu um vélar sem hvorki fá aðstoð frá forþjöppum eða keflablásurum. Á þessu verður brátt breyting og frá og með árgerð 2016 verða svo til allir bílar Porsche búnir forþjöppu. Ástæða þessarar stefnubreytingar Porsche eru sífellt strangari reglur um mengun bíla. Porsche á í raun enga undankomuleið þar sem forþjöppuvæðing er skilvirkasta leiðin til að minnka eyðslu bíla þeirra án þess að afl þeirra minnki. Í leiðinni mun Porsche minnka sprengirými flestra sinna bíla, en engu að síður mun afl þeirra bara aukast.Sá síðasti án forþjöppu Stutt er í að næsta árgerð Porsche 911 GT3 RS komi á markað og verður það síðasti bíll þeirrar gerðar frá Porsche sem ekki mun hafa forþjöppu í vélarhúsinu. Bíllinn verður slétt 500 hestöfl og með bættu loftflæði ætti þessi bíll, sem sérhannaður er fyrir brautarakstur, að skera minnst 5 sekúndur af 7:20 tímanum sem hann hefur náð á Nürburgring brautinni. Næsta gerð af hefðbundnum Porsche 911 Carrera mun semsagt fá forþjöppu og minna sprengirými, en Porsche 911 Carrera S heldur sínu 3,8 lítra sprengirými en með aðstoð forþjöppu mun hann skila 520 hestöflum. Það er á pari við núverandi Porsche 911 Turbo. Porsche hefur einnig látið hafa eftir sér að styttast fari í rafmagnsútfærslu 911 bílsins. Boxster og Cayman bílar Porsche munu einnig fá forþjöppur, en aðeins fjögurra strokka vélar. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Fram að þessu hafa fáir bílar frá Porsche verið búnir forþjöppu. Þar á bæ hefur ríkt nokkur tregða við að nota forþjöppur nema í allra öflugustu gerðir bíla fyrirtækisins. Því hafa flestar vélar Porsche verið „naturally aspired“ eins og sagt er uppá enska tungu um vélar sem hvorki fá aðstoð frá forþjöppum eða keflablásurum. Á þessu verður brátt breyting og frá og með árgerð 2016 verða svo til allir bílar Porsche búnir forþjöppu. Ástæða þessarar stefnubreytingar Porsche eru sífellt strangari reglur um mengun bíla. Porsche á í raun enga undankomuleið þar sem forþjöppuvæðing er skilvirkasta leiðin til að minnka eyðslu bíla þeirra án þess að afl þeirra minnki. Í leiðinni mun Porsche minnka sprengirými flestra sinna bíla, en engu að síður mun afl þeirra bara aukast.Sá síðasti án forþjöppu Stutt er í að næsta árgerð Porsche 911 GT3 RS komi á markað og verður það síðasti bíll þeirrar gerðar frá Porsche sem ekki mun hafa forþjöppu í vélarhúsinu. Bíllinn verður slétt 500 hestöfl og með bættu loftflæði ætti þessi bíll, sem sérhannaður er fyrir brautarakstur, að skera minnst 5 sekúndur af 7:20 tímanum sem hann hefur náð á Nürburgring brautinni. Næsta gerð af hefðbundnum Porsche 911 Carrera mun semsagt fá forþjöppu og minna sprengirými, en Porsche 911 Carrera S heldur sínu 3,8 lítra sprengirými en með aðstoð forþjöppu mun hann skila 520 hestöflum. Það er á pari við núverandi Porsche 911 Turbo. Porsche hefur einnig látið hafa eftir sér að styttast fari í rafmagnsútfærslu 911 bílsins. Boxster og Cayman bílar Porsche munu einnig fá forþjöppur, en aðeins fjögurra strokka vélar.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent