Porsche forþjöppuvæðist Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 15:15 Porsche 911 GT3 árgerð 2015. Fram að þessu hafa fáir bílar frá Porsche verið búnir forþjöppu. Þar á bæ hefur ríkt nokkur tregða við að nota forþjöppur nema í allra öflugustu gerðir bíla fyrirtækisins. Því hafa flestar vélar Porsche verið „naturally aspired“ eins og sagt er uppá enska tungu um vélar sem hvorki fá aðstoð frá forþjöppum eða keflablásurum. Á þessu verður brátt breyting og frá og með árgerð 2016 verða svo til allir bílar Porsche búnir forþjöppu. Ástæða þessarar stefnubreytingar Porsche eru sífellt strangari reglur um mengun bíla. Porsche á í raun enga undankomuleið þar sem forþjöppuvæðing er skilvirkasta leiðin til að minnka eyðslu bíla þeirra án þess að afl þeirra minnki. Í leiðinni mun Porsche minnka sprengirými flestra sinna bíla, en engu að síður mun afl þeirra bara aukast.Sá síðasti án forþjöppu Stutt er í að næsta árgerð Porsche 911 GT3 RS komi á markað og verður það síðasti bíll þeirrar gerðar frá Porsche sem ekki mun hafa forþjöppu í vélarhúsinu. Bíllinn verður slétt 500 hestöfl og með bættu loftflæði ætti þessi bíll, sem sérhannaður er fyrir brautarakstur, að skera minnst 5 sekúndur af 7:20 tímanum sem hann hefur náð á Nürburgring brautinni. Næsta gerð af hefðbundnum Porsche 911 Carrera mun semsagt fá forþjöppu og minna sprengirými, en Porsche 911 Carrera S heldur sínu 3,8 lítra sprengirými en með aðstoð forþjöppu mun hann skila 520 hestöflum. Það er á pari við núverandi Porsche 911 Turbo. Porsche hefur einnig látið hafa eftir sér að styttast fari í rafmagnsútfærslu 911 bílsins. Boxster og Cayman bílar Porsche munu einnig fá forþjöppur, en aðeins fjögurra strokka vélar. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Fram að þessu hafa fáir bílar frá Porsche verið búnir forþjöppu. Þar á bæ hefur ríkt nokkur tregða við að nota forþjöppur nema í allra öflugustu gerðir bíla fyrirtækisins. Því hafa flestar vélar Porsche verið „naturally aspired“ eins og sagt er uppá enska tungu um vélar sem hvorki fá aðstoð frá forþjöppum eða keflablásurum. Á þessu verður brátt breyting og frá og með árgerð 2016 verða svo til allir bílar Porsche búnir forþjöppu. Ástæða þessarar stefnubreytingar Porsche eru sífellt strangari reglur um mengun bíla. Porsche á í raun enga undankomuleið þar sem forþjöppuvæðing er skilvirkasta leiðin til að minnka eyðslu bíla þeirra án þess að afl þeirra minnki. Í leiðinni mun Porsche minnka sprengirými flestra sinna bíla, en engu að síður mun afl þeirra bara aukast.Sá síðasti án forþjöppu Stutt er í að næsta árgerð Porsche 911 GT3 RS komi á markað og verður það síðasti bíll þeirrar gerðar frá Porsche sem ekki mun hafa forþjöppu í vélarhúsinu. Bíllinn verður slétt 500 hestöfl og með bættu loftflæði ætti þessi bíll, sem sérhannaður er fyrir brautarakstur, að skera minnst 5 sekúndur af 7:20 tímanum sem hann hefur náð á Nürburgring brautinni. Næsta gerð af hefðbundnum Porsche 911 Carrera mun semsagt fá forþjöppu og minna sprengirými, en Porsche 911 Carrera S heldur sínu 3,8 lítra sprengirými en með aðstoð forþjöppu mun hann skila 520 hestöflum. Það er á pari við núverandi Porsche 911 Turbo. Porsche hefur einnig látið hafa eftir sér að styttast fari í rafmagnsútfærslu 911 bílsins. Boxster og Cayman bílar Porsche munu einnig fá forþjöppur, en aðeins fjögurra strokka vélar.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent