Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að íslenskum tíma.
Sjónvarpsstöðin ABC fékk tilskilin leyfi til að senda frá svæðinu og verður veðurfræðingur stöðvarinnar, Ginger Zee í aðalhlutverki.
Þátturinn hefur verið í loftinu frá árinu 1975 og daglega horfa um fimm milljónir manna á þáttinn, sem er langvinsælasti morgunþátturinn vestanhafs.
Bandaríski veðurfræðingurinn og sjónvarpskonan Ginger Zee fer fyrir teyminu frá ABC. Zee er aðalveðurfræðingur ABC en henni til halds og trausts við Holuhraun í dag verður Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum.