Íslendingar vinna ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2015 16:34 DAS-bandið hefur verið starfrækt í fimmtán ár og vekur alltaf mikla lukku þegar það leikur fyrir dansi á Hrafnistu. Vísir/Pjetur Það var heldur betur fjör á Hrafnistu í Reykjavík í dag þar sem DAS-hljómsveitin lék fyrir dansi á Öskudagsballi. Um margra ára hefð er að ræða og mæta margir íbúar Hrafnistu með höfuðföt á ballið en færst hefur í vöxt að starfsfólkið klæði sig í búninga eins og meðfylgjandi myndir sína. DAS-bandið fagnar fimmtán ára starfsafmæli í ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi þar sem Böðvar lék á harmonikku og Kristján sló taktinn á trommusett. Síðan hafa bæst við bandið bæði heimilismenn og gamlir kunningjar Böðvars sem áður voru í hljómsveitum.Spila í hverri viku „Síðasta föstudag vorum við fimmtán sem spiluðum saman en í dag vorum við bara fjórir af praktískum ástæðum,“ segir Böðvar en flestir úr DAS-bandinu eru íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leika þeir fyrir dansi á hverjum föstudegi en á fimm til sex vinka fresti á Hrafnistu í Reykjavík við góðar undirtekir. Tónlistin sem þeir leika er aðallega frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. „Þetta er bara þessi gamla tónlist sem var á böllunum sem þessi kynslóð sem býr inni á Hrafnistu í dag þekkir og man eftir. Hún var vinsæl í kringum 50 og 60. Það er það sem við spilum mest. Svo höfum við reynt að tína inn eitt og eitt nýtt,“ segir Böðvar og tekur sem dæmi lag Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn, sem var valið Óskalag þjóðarinnar í samnefndum þáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu síðastliðið haust. „Það verður að fylgja með.“Komast ekki inn í Söngvakeppnina En DAS-bandið er ekki aðeins með hugann við dansleiki á Hrafnistu. Það á sér stærri drauma og einn þeirra er að verða fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Hugmyndin kviknaði árið 2012 þegar ömmurnar frá Buranovo höfnuðu í öðru sæti í Eurovision fyrir hönd Rússlands og hefur sú saga gengið á Hrafnistu að Íslendingar munu ekki hrósa sigri í keppninni fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tvisvar sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins en því miður náði þetta ekki eyrum dómnefndar. En við höfum bara fyrst og fremst voða gaman að þessu og þetta er nú í gríni gert,“ segir Böðvar sem segist styðja þá kenningu að Íslendingar vinni ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tröllatrú á okkur það er ekki það.“ Eurovision Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Sjá meira
Það var heldur betur fjör á Hrafnistu í Reykjavík í dag þar sem DAS-hljómsveitin lék fyrir dansi á Öskudagsballi. Um margra ára hefð er að ræða og mæta margir íbúar Hrafnistu með höfuðföt á ballið en færst hefur í vöxt að starfsfólkið klæði sig í búninga eins og meðfylgjandi myndir sína. DAS-bandið fagnar fimmtán ára starfsafmæli í ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi þar sem Böðvar lék á harmonikku og Kristján sló taktinn á trommusett. Síðan hafa bæst við bandið bæði heimilismenn og gamlir kunningjar Böðvars sem áður voru í hljómsveitum.Spila í hverri viku „Síðasta föstudag vorum við fimmtán sem spiluðum saman en í dag vorum við bara fjórir af praktískum ástæðum,“ segir Böðvar en flestir úr DAS-bandinu eru íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leika þeir fyrir dansi á hverjum föstudegi en á fimm til sex vinka fresti á Hrafnistu í Reykjavík við góðar undirtekir. Tónlistin sem þeir leika er aðallega frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. „Þetta er bara þessi gamla tónlist sem var á böllunum sem þessi kynslóð sem býr inni á Hrafnistu í dag þekkir og man eftir. Hún var vinsæl í kringum 50 og 60. Það er það sem við spilum mest. Svo höfum við reynt að tína inn eitt og eitt nýtt,“ segir Böðvar og tekur sem dæmi lag Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn, sem var valið Óskalag þjóðarinnar í samnefndum þáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu síðastliðið haust. „Það verður að fylgja með.“Komast ekki inn í Söngvakeppnina En DAS-bandið er ekki aðeins með hugann við dansleiki á Hrafnistu. Það á sér stærri drauma og einn þeirra er að verða fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Hugmyndin kviknaði árið 2012 þegar ömmurnar frá Buranovo höfnuðu í öðru sæti í Eurovision fyrir hönd Rússlands og hefur sú saga gengið á Hrafnistu að Íslendingar munu ekki hrósa sigri í keppninni fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tvisvar sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins en því miður náði þetta ekki eyrum dómnefndar. En við höfum bara fyrst og fremst voða gaman að þessu og þetta er nú í gríni gert,“ segir Böðvar sem segist styðja þá kenningu að Íslendingar vinni ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tröllatrú á okkur það er ekki það.“
Eurovision Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Sjá meira