Baldwin útskýrir kúkafagnið | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 23:30 Doug Baldwin skoraði snertimark og fagnaði á ósmekklegan hátt. vísir/getty Doug Baldwin, útherji Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, bauð upp á frekar óvenjulegt og ósmekklegt fagn í Super Bowl-leiknum á dögunum. Baldwin kom Seattle í 24-14 þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og fagnaði með því að þykjast vera að kúka boltanum eða að kúka á hann. Eftir leikinn vildi hann ekkert tala um fagnið ósmekklega en ræddi það í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Hann segir því hafa verið beint að Darrelle Revis, bakverði New England Patriots, sem dekkaði hann allan leikinn. „Ég eyddi tveimur vikum í að undirbúa mig fyrir Darrelle Revis. Ég lagði mikið í þetta og því var mikill pirringur búinn að vera í manni allan leikinn. Þetta var bara á milli okkar og ég sýndi hvernig mér leið þarna,“ sagði Baldwin. Hann var ósáttur við hversu fá tækifæri hann fékk í leiknum, en boltanum var nánast aldrei kastað að honum þar sem hann var í pössun hjá Revis sem er einn besti bakvörðurinn í sögu NFL-deildarinnar. „Ég var frekar pirraður að fá ekki fleiri tækifæri. Þarna var ég að mæta einum besta leikmanni deildarinnar og langaði að sanna mig. Ég var því frekar pirraður en þetta er allt hluti af leiknum,“ sagði Baldwin. Þetta fagn hefur verið skírt „Poop-down“ í bandarískum fjölmiðlum, en Baldwin vildi biðja alla afsökunar á athæfi sínu. „Ég sé eftir því að þetta kostaði liðið mitt 15 jarda víti. Og stuðningsmennina bið ég heilshugar afsökunar ef þeir móðguðust á einhvern hátt.“Dómarinn var fyrir Darrelle Revis og því var Baldwin einn og óvaldaður í eina skiptið í leiknum.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira
Doug Baldwin, útherji Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, bauð upp á frekar óvenjulegt og ósmekklegt fagn í Super Bowl-leiknum á dögunum. Baldwin kom Seattle í 24-14 þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og fagnaði með því að þykjast vera að kúka boltanum eða að kúka á hann. Eftir leikinn vildi hann ekkert tala um fagnið ósmekklega en ræddi það í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Hann segir því hafa verið beint að Darrelle Revis, bakverði New England Patriots, sem dekkaði hann allan leikinn. „Ég eyddi tveimur vikum í að undirbúa mig fyrir Darrelle Revis. Ég lagði mikið í þetta og því var mikill pirringur búinn að vera í manni allan leikinn. Þetta var bara á milli okkar og ég sýndi hvernig mér leið þarna,“ sagði Baldwin. Hann var ósáttur við hversu fá tækifæri hann fékk í leiknum, en boltanum var nánast aldrei kastað að honum þar sem hann var í pössun hjá Revis sem er einn besti bakvörðurinn í sögu NFL-deildarinnar. „Ég var frekar pirraður að fá ekki fleiri tækifæri. Þarna var ég að mæta einum besta leikmanni deildarinnar og langaði að sanna mig. Ég var því frekar pirraður en þetta er allt hluti af leiknum,“ sagði Baldwin. Þetta fagn hefur verið skírt „Poop-down“ í bandarískum fjölmiðlum, en Baldwin vildi biðja alla afsökunar á athæfi sínu. „Ég sé eftir því að þetta kostaði liðið mitt 15 jarda víti. Og stuðningsmennina bið ég heilshugar afsökunar ef þeir móðguðust á einhvern hátt.“Dómarinn var fyrir Darrelle Revis og því var Baldwin einn og óvaldaður í eina skiptið í leiknum.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty
NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira