FBI plataði þýskan rappara og liðsmann ISIS í „hunangsgildru“ Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2015 14:11 Hinn 39 ára Denis „Deso Dogg” Cuspert var vinsæll rappari í Þýskalandi á fyrsta áratug þessarar aldar. Vísir/AFP Bandaríska alríkislögreglan FBI sendi kvennjósnara á sínum snærum til Sýrlands til að ná upplýsingum frá þýskum rappara sem grunaður var um að hafa gengið til liðs við ISIS. Njósnaranum tókst að komast í náðina hjá manninum og koma upplýsingum til bandarískra yfirvalda um margra mánaða skeið.Þýska blaðið Bild segir frá því að þýski rapparinn Denis „Deso Dogg” Cuspert hafi verið vinsæll tónlistarmaður á fyrsta áratug þessarar aldar. Smáglæpir hafi mótað uppvaxtarár hans, en eftir að hafa lent í bílslysi hafi hann orðið íslamstrúar og komist í samband við íslamska öfgamenn. Cuspert hefur nú lifað um tíma í Sýrlandi undir nafninu Abu Talha al-Almani. Eftir að áhugi bandarískra yfirvalda kviknaði var tekin ákvörðun um að reyna að nýta sér veikleika hans fyrir konum, en að sögn á maðurinn þrjú börn með þremur konum. FBI hafi því sent njósnara til Sýrlands til að reyna að hafa upplýsingar af honum. Í frétt Bild segir að verkefnið hafi verið mjög árangursríkt þar sem Cuspert hafi orðið ástfanginn af njósnaranum og þau gengið að eiga hvort annað. Njósnarinn hafi svo komið upplýsingum til Bandaríkjamanna um margra mánaða skeið og síðar tekist að flýja yfir landamærin til Tyrklands. Tyrknesk yfirvöld tóku konuna höndum eftir að hún komst yfir landamærin en eftir að hafa útskýrt mál sitt gátu fulltrúar bandarískra yfirvalda komið henni aftur til Bandaríkjanna. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða upplýsingum njósnaranum tókst að koma til bandarískra yfirvalda, en Deso Dogg var í það minnsta komið á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn í síðustu viku. Er því búið að frysta eignir mannsins og takmarka ferðafrelsi. Mið-Austurlönd Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI sendi kvennjósnara á sínum snærum til Sýrlands til að ná upplýsingum frá þýskum rappara sem grunaður var um að hafa gengið til liðs við ISIS. Njósnaranum tókst að komast í náðina hjá manninum og koma upplýsingum til bandarískra yfirvalda um margra mánaða skeið.Þýska blaðið Bild segir frá því að þýski rapparinn Denis „Deso Dogg” Cuspert hafi verið vinsæll tónlistarmaður á fyrsta áratug þessarar aldar. Smáglæpir hafi mótað uppvaxtarár hans, en eftir að hafa lent í bílslysi hafi hann orðið íslamstrúar og komist í samband við íslamska öfgamenn. Cuspert hefur nú lifað um tíma í Sýrlandi undir nafninu Abu Talha al-Almani. Eftir að áhugi bandarískra yfirvalda kviknaði var tekin ákvörðun um að reyna að nýta sér veikleika hans fyrir konum, en að sögn á maðurinn þrjú börn með þremur konum. FBI hafi því sent njósnara til Sýrlands til að reyna að hafa upplýsingar af honum. Í frétt Bild segir að verkefnið hafi verið mjög árangursríkt þar sem Cuspert hafi orðið ástfanginn af njósnaranum og þau gengið að eiga hvort annað. Njósnarinn hafi svo komið upplýsingum til Bandaríkjamanna um margra mánaða skeið og síðar tekist að flýja yfir landamærin til Tyrklands. Tyrknesk yfirvöld tóku konuna höndum eftir að hún komst yfir landamærin en eftir að hafa útskýrt mál sitt gátu fulltrúar bandarískra yfirvalda komið henni aftur til Bandaríkjanna. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða upplýsingum njósnaranum tókst að koma til bandarískra yfirvalda, en Deso Dogg var í það minnsta komið á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn í síðustu viku. Er því búið að frysta eignir mannsins og takmarka ferðafrelsi.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira