Sacchi: Ég er ekki rasisti - hér er bara of mikið af svörtum leikmönnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 10:00 Arrigo Sacchi með Carlo Ancelotti sem einnig þjálfaði Milan og er nú þjálfari Real Madrid. vísir/getty Arrigo Sacchi, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu, kom sér í vandræði í gær þegar hann sagði of marga svarta leikmenn vera að koma upp úr yngri flokkum ítalskra knattspyrnuliða. „Ég er sannarlega enginn rasisti eins og saga mín sem þjálfari hefur sannað. Það byrjaði allt með Frank Rikjaard,“ hefur ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport eftir Sacchi, en hann lét orðin falla á verðlaunaafhendingu. „Eftir að hafa horft á Viareggio-mótið langar mig að segja að það eru of margir svartir leikmenn hérna, meira að segja í unglingaliðunum.“ „Ítalía hefur enga sjálfsvirðingu lengur og ekkert stolt. Það á ekki að vera þannig að liðin okkar séu með 15 erlenda leikmenn í hópnum.“ Viareggio-mótið er afar virt unglingamót sem haldið er árlega í Toskanahéraði. Sacchi, sem varð fyrst frægur undir lok níunda áratugs síðustu aldar þegar hann vann tvo Evróputitla í röð með AC Milan, vildi leiðrétta ummæli sín í dag. Hann sagði þau tekin úr samhengi. Leiðrétting hans er þó ekkert mikið betri því hann er enn á sama máli. „Það sem ég sagði var rangtúlkað. Haldið þið virkilega að ég sé rasisti? Það eina sem ég sagði er að ég sá leik þar sem fjórir litaðir strákar spiluðu,“ sagði hann við La Gazetta dello Sport. „Sagan mín talar fyrir sig sjálf. Ég hef alltaf þjálfað lið með frábærum leikmönnum af öllum kynþáttum. Ég fékk líka til mín mikið af leikmönnum til Milan og Real Madrid.“ „Ég vildi bara undirstrika að við erum að tapa þjóðarstoltinu okkar sem og okkar þjóðareinkenni.“ Ítalski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
Arrigo Sacchi, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu, kom sér í vandræði í gær þegar hann sagði of marga svarta leikmenn vera að koma upp úr yngri flokkum ítalskra knattspyrnuliða. „Ég er sannarlega enginn rasisti eins og saga mín sem þjálfari hefur sannað. Það byrjaði allt með Frank Rikjaard,“ hefur ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport eftir Sacchi, en hann lét orðin falla á verðlaunaafhendingu. „Eftir að hafa horft á Viareggio-mótið langar mig að segja að það eru of margir svartir leikmenn hérna, meira að segja í unglingaliðunum.“ „Ítalía hefur enga sjálfsvirðingu lengur og ekkert stolt. Það á ekki að vera þannig að liðin okkar séu með 15 erlenda leikmenn í hópnum.“ Viareggio-mótið er afar virt unglingamót sem haldið er árlega í Toskanahéraði. Sacchi, sem varð fyrst frægur undir lok níunda áratugs síðustu aldar þegar hann vann tvo Evróputitla í röð með AC Milan, vildi leiðrétta ummæli sín í dag. Hann sagði þau tekin úr samhengi. Leiðrétting hans er þó ekkert mikið betri því hann er enn á sama máli. „Það sem ég sagði var rangtúlkað. Haldið þið virkilega að ég sé rasisti? Það eina sem ég sagði er að ég sá leik þar sem fjórir litaðir strákar spiluðu,“ sagði hann við La Gazetta dello Sport. „Sagan mín talar fyrir sig sjálf. Ég hef alltaf þjálfað lið með frábærum leikmönnum af öllum kynþáttum. Ég fékk líka til mín mikið af leikmönnum til Milan og Real Madrid.“ „Ég vildi bara undirstrika að við erum að tapa þjóðarstoltinu okkar sem og okkar þjóðareinkenni.“
Ítalski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira